Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 20
Henderson er mjög góður markmaður en það er ekkert sem segir að félagið þurfi að skipta um markvörð. Peter Schmeichel í samtali við Reuters Aðalfundur Fylkis Þriðjudaginn 31. mars 2020 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins Önnur mál. Aðalstjórn Fylkis Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook HVER VANN? Sportið á frettabladid.is færir þér allar nýjust fréttirnar úr heimi íþróttanna. FORMÚLA Streymisveitan Viaplay hefur tryggt sér sýningarréttinn á Formúlu 1 hér á landi. Í tilkynningu frá NENT, Nordic Entertainment Group sem gerir út streymisveituna, í gær kom fram að rétturinn í Finn- landi færi einnig til Viaplay. Áður var streymisveitan búin að tryggja sér réttinn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Viaplay verður í boði hér á landi fyrr en síðar, en fyrirtækið boðaði komu sína á fyrri helmingi ársins. Nýlega sölsaði Viaplay undir sig enska boltann til ársins 2028 í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Dan- mörku. Þá munu Danir fylgjast með EM í fótbolta í gegnum Viaplay. – bb Formúla eitt sýnd á Viaplay ÍÞRÓTTIR Á síðasta fundi menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráðs var lagt fram bréf mannréttinda- skrifstofu frá 10. febrúar vegna jafnréttisúttektar Reykjavíkur- borgar, sem er fyrirhuguð á þremur íþróttafélögum í Reykjavík. Voru þrjú hverfisíþróttafélög valin með slembiúrtaki, Ármann, Fylkir og Leiknir. Gallinn er að Leiknir er ekki hverfisíþróttafélag. Til að geta verið hverfisíþrótta- félag þarf að bjóða upp á f leiri en tvær íþróttagreinar og nýtur Leiknir hvorki þeirra réttinda né fær greitt frá borginni sem hverfis- íþróttafélag. Borgin lítur á félag- ið eins og það sé sérgreinafélag en gerir kröfu um þjónustu og þarfir hverfisíþróttafélags. Enda var svar Leiknismanna afdráttarlaust við að vera í þessu slembiúrtaki og hafði félagið ekki fengið svar frá borginni um af hverju félagið væri í þessu úrtaki, þrátt fyrir loforð þar um. – bb Borgin þekkir ekki Leikni Það er blómlegt líf í Leiknisheimil- inu nú sem fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI David de Gea hefur verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United fjórum sinn- um síðan hann kom frá Atletico Madrid. Hann hefur bjargað lið- inu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. En eitthvað virðist nýi ofur- samningurinn fara illa í Spánverj- ann, því hann hefur gert ansi mörg mistök undanfarið og gagnrýni á frammistöðu kappans hefur orðið æ háværari. Á sunnudag sofnaði de Gea nán- ast með boltann á upphafsmínútum leiksins gegn Everton og Dominic Calvert-Lewin nýtti sér það og skor- aði. Mistök markvarða eru yfirleitt mjög á milli tannanna á sparkunn- endum en þetta voru sjöundu mis- tök de Gea sem hafa kostað United mark á leiktíðinni. De Gea kom til liðsins árið 2011 og átti erfiða sex mánuði til að byrja með. Hann var mjór og renglulegur og það voru ekki margir sem höfðu trú á að hann ætti eftir að verða einn besti markvörður síðari tíma. Hann mun jafna David Beckham í leikjum fyrir félagið í næsta leik og er búinn að spila f leiri leiki fyrir Manchester United en núverandi stjóri Ole Gunnar Solskjær og Nicky Butt, svo nokkrir séu taldir upp. Ole Gunnar sagði einmitt í gær að Spánverjinn væri markvörður sinn númer eitt. Sergio Romero, vara- markvörður liðsins, mun spila leik- inn í kvöld gegn Derby í bikarnum og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Ole Gunnar að hann hefði ekkert upp á de Gea að klaga. „Ég hef engar áhyggjur af að velja hann í liðið í hverjum leik. Frammistaða hans hefur verið frábær og hann varði oft vel gegn Everton. Hann bjargaði stigi fyrir okkur.“ Dean Henderson, markvörður Sheffield United, er í láni þar á bæ frá Manchester United og hefur staðið sig svo vel að eftir hefur verið tekið. Hann er 22ja ára og væntanlegur arftaki de Gea. Peter Mistök David de Gea kosta hann ekki byrjunarliðssætið Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, stendur með David de Gea. Spánverjinn hefur verið gagnrýndur eftir helgina þar sem mistök hans kostuðu félagið mark í sjöunda sinn í vetur. Dean Henderson bíður eftir tækifærinu eftir að hafa heillað með frammistöðu sinni í vetur. David De Gea fékk nýjan samning í september sem færir honum 57 milljónir króna á viku. MYND/GETTY Dagný var á skotskónum gegn Norður-Írum. MYND/GETTY Leikir De Gea 28 Henderson 26 Skot á sig De Gea 297 Henderson 295 Mörk fengin á sig De Gea 30 Henderson 22 Haldið markinu hreinu De Gea 7 Henderson 9 Varin skot De Gea 72 Henderson 66 Mistök sem leiða til marka De Gea 3 Henderson 1 ✿ Tölfræði de Gea og Henderson á tímabilinu Schmeichel, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og núverandi sparkspekingur, sagði við Reuters að það væri ekkert vesen í ramm- anum hjá sínu gamla félagi. „Það er ekkert til að ræða um. De Gea gerði mistök gegn Everton og gerði mistök gegn Watford. Fyrir leikinn vorum við í forvinnu og fundum sjö mistök á tveimur tímabilum. Henderson hefur varla átt eitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Sheffield United sem er lang- ur vegur frá að vera Manchester United. Henderson er mjög góður markvörður en ekkert segir að félagið þurfi að skipta um mark- vörð.“ benediktboas@frettabladid.is FÓTBOLTI  Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írlandi í æfingaleik á Spáni í gær. Þetta var fyrsti leikur Íslands af þremur á þessu æfinga- móti sem fer fram í Pinata og er hluti af undirbúningi Íslands fyrir loka- sprettinn  í undankeppni EM sem hefst á ný í næsta mánuði. Þjálfarateymið tefldi fram sterku byrjunarliði með einum nýliða. Hin sextán ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir byrjaði leikinn í marki Íslands og stóð vaktina vel í frum- raun sinni. Jón Þór Hauksson skipti sex leikmönnum inn á í seinni hálf- leik og fengu bæði Natasha Moraa Anasi og Hildur Antonsdóttir fyrstu mínútur sínar fyrir landsliðið í gær. Eina mark leiksins kom um mið- bik fyrri hálf leiks og var örlítill heppnisstimpill yfir marki Íslands í leiknum. Þá átti Dagný fyrirgjöf sem rataði beint í fjærhornið, yfir mark- vörð Norður-Íra. Liðunum gekk illa að skapa sér færi í seinni hálfleik og reyndist mark Dagnýjar duga Íslandi til sigurs. Þetta var fimmta viðureign Íslands og Norður-Írlands og hafa Stelpurnar okkar haldið hreinu í öllum fimm leikjunum. Þetta var þriðja mark Dagnýjar í síðustu fimm landsleikjum og minnti hún enn og aftur á mikil- vægi sitt í sóknarleik Íslands. Rang- æingurinn varð á síðasta ári þriðja markahæsta konan í sögu kvenna- landsliðsins og er komin með 26 mörk í 86 leikjum. Með þessu áfram- haldi getur Dagný farið að ógna liðsfélaga sínum hjá Selfossi, Hólm- fríði Magnúsdóttur (37) í öðru sæti markalista íslenska kvennalands- liðsins. – kpt  Dagný nálgast Hólmfríði í öðru sæti Sara Björk Gunnars- dóttir varð í gær önnur konan til að ná 130 leikjum fyrir kvennalandsliðið. 5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.