Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 5 . M A R S 2 0 2 0 UTANRÍKISMÁL  „Framferði nýju valdhafanna í Póllandi hefur valdið okkur í Norðurlandaráði og mörgum öðrum áhyggjum á síðustu árum,“ segir Silja Dögg Gunnars- dóttir, forseti Norðurlandaráðs, í grein í Fréttablaðinu í dag.  Silja  heimsækir pólska þingið ásamt sendinefnd 9.-10. mars. Þjóð- ernis- og íhaldsflokkurinn Lög og réttur náði meirihluta í kosningum í október. Segir Silja að breytingar á dómskerfinu, afskipti af f jöl- miðlum og afstaða til hinsegin fólks séu meðal mála sem séu á skjön við hugsjónir f lestra norrænna stjórn- málamanna.  – atv / sjá síðu 16 Segir Pólland valda áhyggjum Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing- maður og forseti Norðurlandaráðs. COVID-19 Rúm 44 prósent þeirra sem taka afstöðu segja að útbreiðsla kórónafaraldursins hafi mjög eða frekar mikil áhrif á ferðalög sín til útlanda á næstu mánuðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Tæp 18 prósent segja að útbreiðsla veirunnar hafi hvorki mikil né lítil áhrif á ferðaplönin og tæp 38 pró- sent telja útbreiðsluna hafa mjög eða frekar lítil áhrif. Frá því að fyrsta tilfelli um smit var staðfest hér síðastliðinn föstu- dag, hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Í gær voru tilfellin orðin tuttugu og sex, en allir þeir einstaklingar smituðust erlendis. Embætti landlæknis ræður fólki frá ferðalögum til svæða sem skil- greind eru með mikla smithættu. Þessi svæði eru Kína, Ítalía, Suður- Kórea og Íran. Þá eru einstaklingar sem koma frá þessum svæðum beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá heimkomu. Fleiri konur en karlar segja útbreiðslu kórónaveirunnar hafa áhrif á ferðalög. Þannig segja rúm 48 prósent kvenna útbreiðsluna hafa mikil áhrif, en rúmt 41 pró- sent karla. Tæp 40 prósent karla segja útbreiðsluna hafa lítil áhrif á ferðalög, en tæp 36 prósent kvenna. Hér er aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu, en tæp 22 prósent sögðust engin plön hafa um ferða- lög. Aldurshópurinn 65 ára og eldri er mun líklegri til að svara því að útbreiðsla veirunnar hafi áhrif á ferðalög, en þeir sem yngri eru. Tæp 52 prósent í þessum aldurs- hópi segja útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðalög en tæp 32 Fjölmargir hika við utanferðir Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun segir að útbreiðsla kórónafaraldursins muni hafa mikil áhrif á ferðalög til útlanda á næstu mánuðum. Enn þá er allt smit hérlendis rakið til útlanda. Loft var lævi blandið þegar þátttakendur í útskriftarsýningu hársnyrtinema við Tækniskólann kepptust við að leggja lokahönd á verk sín. Sýningin fór fram í Gamla bíói í gærkvöld og þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit þar við fyrir sýningu var handagangur í öskjunni. Hársprey og litabrúsar voru á lofti og allt kapp lagt á að útkoman yrði sem best. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hversu mikil eða lítil áhrif telur þú útbreiðslu COVID-19 hafa á ferða- lög þín til útlanda næstu mánuði? ✿ Áhrif á ferðalög fólks prósent lítil áhrif. Minnstra áhrifa á ferðalög gætir í aldurshópnum 25-34 ára. Þar segja rúm 47 prósent að veiran hafi lítil áhrif á ferðalög en rúm 38 prósent að þau hafi mikil áhrif. Könnun Zenter, sem er netkönn- un, var gerð á tímabilinu 28. febrúar – 4. mars. Í úrtaki voru 2.300 manns 18 ára og eldri en svarhlutfall var 56 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. – sar / sjá síðu 4 44,4% 17,8% 37,8% n Mikil áhrif n Hvorki né n Lítil áhrif 52% í aldurshópnum 65 ára og eldri segja COVID-19 hafa mikil áhrif á ferðalög. Nýr réttur! MEÐ BÉARNAISE-SÓSU OG KARTÖFLUGRATÍNI Lambasteik Heit máltíð, tilbúin á 12 mín. Hægeldun tryggir að vítamín og næringarefni halda sér. Íslensk framleiðsla, íslenskt kjöt, án allra rotvarnarefna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.