Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 8
FILIPPSEYJAR Rodrigo Duterte, for- seti Filippseyja, hefur ákveðið af aflétta styrkja- og lánabanni gegn Íslandi og öðrum löndum sem studdu tillögu Íslands í Mannrétt- indaráði Sameinuðu þjóðanna í júlí síðastliðnum. Mega filippseyskar stofnanir nú taka við styrkjum frá þessum ríkjum. Alls studdu 18 ríki íslensku tillög- una um rannsókn á mannréttinda- brotum í tengslum við fíkniefna- stríð Duterte, þar á meðal Bretland, Danmörk, Spánn, Ítalía, Ástralía, Argentína, Mexíkó og Úkraína. Salvador Medialdea, aðalritari forsetans, sá um að koma banninu á 27. ágúst og 27. febrúar undir- ritaði hann skjal til að aflétta því. Í skjalinu segir Medialdea að það taki gildi samstundis, en tekið er fram að öllum lögum verði að fylgja og skrifleg leyfi að fást, áður en gengið sé til viðræðna við ríkin átján. Þegar banninu var komið á til- kynnti Duterte að það myndi ekki hafa áhrif á efnahag lands- ins. Hvorki hann, né neinn af ráð- herrum hans, hefur gefið skýringu á af hverju banninu er af létt. Lík- legast er þó að það tengist versnandi efnahag landsins. Stór alþjóðleg fyrirtæki hafa verið að flýja landið, meðal annars vegna hótana frá Duterte sjálfum. Verðbólga eykst hratt og afnám innf lutningshafta veldur því að innlendir hrísgrjóna- bændur geta ekki keppt við innflutt grjón. Fátækt í landinu hefur auk- ist um 12 prósent á undanförnum mánuðum og hefur aldrei mælst hærri en nú, eða 54 prósent. – khg Duterte leyfir lán og styrki á nýjan leik Efnahagur Filippseyja fer hratt versnandi og fyrirtæki flýja. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Café Komdu í kaff i AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Þú finnur allt á einum stað í öllum okkar verslunum! Mmm ... bröns! Afgreiðslutímar á www.kronan.is ÁSTRALÍA Lögregla í borginni Para- matta í Ástralíu þurfti að skerast í leikinn þar sem kona og karl tókust á í gær um salernispappír í versl- uninni Woolworths. Var konan vopnuð hnífi samkvæmt Daily Mail og mættu sex lögreglumenn á vett- vang. Af ótta við áhrif kórónaveirunnar munu Ástralir nú vera í óðaönn að tæma hillur verslana af ýmsum varningi og þá meðal annars sal- ernispappír. Stórmarkaðir hafa sett strangar takmarkanir, samkvæmt Daily Mail, um hversu mikið af slík- um pappír hver og einn má kaupa. Sjónvarpsfréttamaður á Sky News í Ástralíu biðlaði til landa sinna að sýna stillingu. „Kóróna- veiran hefur ekkert að gera með það hvort þú þarft salernispappír. Að ég tali nú ekki um heilu kerru-farmana og full skott,“ sagði Paul Murray á Sky News. – gar Dró upp hníf í slag um klósettpappír Paul Murray hjá Sky News. DÓMSMÁL Um er að ræða hús sem stendur nærri Lucca í Toscana- héraði á Ítalíu. Það ber að afhenda þrotabúinu. Að auki ber að greiða nærri 87,5 milljónir til búsins vegna húseignar á Arnarnesi í Garðabæ og andvirði Mercedes Benz bifreiðar, auk dráttarvaxta frá ársbyrjun 2019. Skömmu fyrir úrskurð um gjald- þrotaskipti á búi Karls árið 2017, afsalaði hann fasteigninni á Ítalíu, húsinu á Arnarnesi og bifreiðinni , til félags sem er í eigu sonar hans. Í dóminum kemur fram að Faxar ehf.,  félagið sem um ræðir, hafi áður verið í eigu Karls. Um mál er að ræða  þar sem skiptastjóri í búi Karls krafðist rift- unar þessara yfirfærslna, þar sem þær hefðu orðið til þess að rýra möguleika kröfuhafa á að fá fulln- ustu krafna sinna. Í málinu taldi dómarinn sannað að litlar sem engar greiðslur hefðu komið fyrir þessar eignir við yfir- færsluna og þær væru því riftan- legar, með vísan til heimildar í gjaldþrotaskiptalögum. Varðandi eignina á Ítalíu, taldi dómurinn sterkar vísbendingar um að sala hennar hafi verið til málamynda, þar sem leigutekjur af eigninni hefðu áfram runnið til Karls eftir söluna árið 2017. Varð niðurstaðan sem áður segir, að afhenda beri umráð eignarinnar til þrotabúsins að viðlögðum dagsekt- um sem nema 150 þúsund krónum sem byrja að telja þrjátíu dögum frá dómsuppsögu. Hvað eignina á Arnarnesi varðar taldi dómurinn ekki sýnt fram á að greiðslur fyrir hana hefðu verið inntar af hendi. Um gjafagerning hefði verið að ræða sem væri riftanlegur og bæri því að greiða þrotabúinu tæplega 80 milljónir þess vegna. Að síðustu var fallist á með þrotabúinu, að andvirði Mercedes Bens bifreiðar verði skilað til bús- ins. Lagt var til grundvallar verð- mæti sambærilegrar bifreiðar á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað eða tæplega átta millljónir. Karl var umsvifamikill fjárfestir á árunum fyrir hrun og átti hluti í fjölda fyrirtækja. Eiga að afhenda hús á Ítalíu og greiða bætur Skila ber eignum sem áður voru í eigu Karls Wernerssonar til þrotabús hans. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Sannað þótti að litlar sem engar greiðslur hefðu komið fyrir eignirnar. Karl Wernersson var umsvifamikill fjárfestir fyrir hrun og átti í fjölda fyrir- tækja. Félag í eigu sonar Karls þarf nú að skila eignum til þrotabús hans. 5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.