Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 18
Umræðan um heilbrigðis-málin hefur að undanförnu helst snúist um vanda Land-
spítalans. Það gleymist hins vegar
gjarnan að vandinn er kerfislægur
vegna vanfjármögnunar en einkum
þó skipulagsleysis. Heilbrigðis-
stofnanir víða um land eru þannig
fjársveltar, sem leitt hefur til þess að
ýmis verkefni hafa flust yfir á Land-
spítala sem eykur álagið þar.
Hér á Suðurlandi er víðfeðmasta
heilbrigðisumdæmi landsins með
tæplega þrjátíu þúsund íbúa, auk
fjölmennra sumarhúsabyggða og
gríðarlegs fjölda ferðamanna. Þá
er íbúafjölgun í Ölfusi og Árborg
nánast fordæmalaus. Allt skapar
þetta mikið og vaxandi álag á heil-
brigðisþjónustu svæðisins.
Á bráðadeildinni hér á Selfossi
hefur komum sjúklinga vegna slysa
og veikinda fjölgað um alls 73% síð-
astliðin 6 ár og voru komur þangað
tæplega 15.000 á sl. ári. Bráðavaktin
hér er því ein sú stærsta á landinu
að undanskilinni bráðavakt Land-
spítalans og hugsanlega bráða-
vaktinni á Akureyri. Þrátt fyrir
ítrekaðar beiðnir hefur þó aldrei
fengist viðurkenning á því frá heil-
brigðisráðuneytinu að hér sé rekin
bráðavaktarþjónusta. Deildin hér
er því vanfjármögnuð og undir-
mönnuð, en álagið þó jafnvel meira
á hvern starfmann en þekkist á
bráðadeild Landspítala. Vegna fjár-
skorts er ekki hægt að kalla út líf-
eindafræðinga eða geislafræðinga
um nætur eftir miðnætti. Röntgen-
læknar Landspítala sáu áður um
úrlestur myndrannsókna héðan, en
vegna kostnaðar var fyrir nokkrum
árum samið við lækna Orkuhússins
um úrlesturinn en þeir lesa ekki úr
rannsóknum héðan eftir kl. 16 á
daginn og ekki um helgar. Þann-
ig getur þurft að bíða með flóknar
myndgreiningar frá föstudegi til
mánudags, sem er auðvitað óásætt-
anlegt fyrir frábært og samvisku-
samt starfsfólk bráðavaktarinnar
hér. Skortur á blóðrannsóknum og
myndgreiningum veldur því þannig
að miklu fleiri sjúklingar eru sendir
héðan á bráðadeild Landspítalans
um helgar og að næturlagi, sem
bæði er mjög kostnaðarsamt og
erfitt fyrir bráðveika sjúklinga og
eykur álagið á Landspítalanum.
Átján r úma ly f læk nisdeild
okkar hér á Selfossi þjónar Suður-
landi öllu og sinnir okkar veikustu
skjólstæðingum. Deildarvinnan
er því bæði þung og erfið líkt og
er á sambærilegum deildum Land-
spítalans, sem þó eru mun betur
fjármagnaðar og mannaðar. Þrátt
fyrir þetta er starfsfólk deildarinnar
metnaðarfullt og leggur mikið á
sig til að taka við sjúklingum frá
Landspítalanum og bráðavaktinni
hér. Starfsemi deildarinnar voru
þó settar miklar skorður eftir að
landlæknir lét loka Kumbaravogi,
40 rúma hjúkrunarheimili í mars
2017. Um svipað leyti var hjúkr-
unarheimilinu Blesastöðum lokað
með 5 hjúkrunarrýmum. Fram að
þessum lokunum var meðallegu-
tími lyflæknisdeildarinnar hér 6-7
dagar og rúmanýting 70-80%. Síðan
hefur legutíminn tvöfaldast og
rúmanýtingin aukist verulega og er
nú að jafnaði 90-100% mestmegnis
vegna aukins fjölda háaldraðra sem
bíða langtímum saman eftir hjúkr-
unarplássi. Þetta ástand veldur því
svo að lyflæknisdeildin á oft erfitt
með að taka við sjúklingum frá
Landspítalanum og bráðavaktinni
hér, sem eykur álagið og „fráflæðis-
vandann“ á þjóðarsjúkrahúsinu.
Með t iltölu lega einföldu m
aðgerðum væri hægt að bæta úr
vandanum hér og minnka um leið
álagið á Landspítalanum.
Í fyrsta lagi þarf að fá viðurkenn-
ingu yfirvalda á starfsemi bráða-
vaktarinnar hér. Í öðru lagi þarf
fjármagn til að unnt sé að kalla til
geislafræðinga og lífeindafræðinga
allan sólarhringinn. Í þriðja lagi
þarf að fá Landspítalann til að sjá
um úrlestur myndrannsókna að
minnsta kosti um helgar og að næt-
urlagi. Í fjórða lagi þarf að fjölga nú
þegar legurýmum og bæta mönnun
á lyflæknisdeildinni, allavega þar
til nýtt hjúkrunarheimili verður
opnað hér eftir 2-3 ár.
Með þessum ráðstöfunum mun
bráðaþjónustan hér á Suður-
landi ef last verulega og mun færri
sjúklingar verða sendir héðan yfir
á bráðavakt Landspítalans, auk
þess sem við gætum tekið við f leiri
sjúklingum þaðan til innlagnar
hér.
Hér á Selfossi höfum við undan-
farin ár, að eigin frumkvæði, létt
álagið á Landspítalanum, með því
að koma á blóðskilun fyrir nýrna-
bilaða auk þess sem við höfum á
síðasta ári eflt hér gríðarlega göngu-
deildarmeðferð fyrir krabbameins-
sjúka. Þannig sinnir krabbameins-
læknir okkar um 80 sjúklingum á
mánuði auk svo fjölmargra annarra
sem þjónað er hér á göngudeildinni.
Nú er hins vegar komið að stjórn-
völdum að efla hér innviði sem og
annars staðar á landsbyggðinni.
Landspítalinn og við hin
Björn
Magnússon
læknir
Hátt í fjórir af hverjum tíu innf lytjendum á Íslandi eru frá Póllandi. Þetta eru
nálægt því tuttugu þúsund manns,
f leiri en allir íbúar Reykjanesbæjar
eða Akureyrar. Þó ekki væri nema
af þessari ástæðu ættu málefni
Póllands að vera ofarlega í hugum
Íslendinga. Pólverjar eru jafnframt
fjölmennasti hópur innflytjenda í
Noregi og Danmörku og í Svíþjóð
búa næstum 100 þúsund Pólverjar.
Stjórnmálamenn í þessum löndum
eru enda mjög uppteknir af þróun
mála í þessu stóra og fjölmenna
nágrannalandi sínu.
Vilji fyrir auknum samskiptum
Árið 2020 fer Ísland með for-
mennsku í Norðurlandaráði, sam-
starf i þjóðþinga Norðurlanda.
Greinarhöfundur gegnir embætti
forseta Norðurlandaráðs en Oddný
G. Harðardóttir er varaforseti. Í
fyrra var sænski þingmaðurinn
Hans Wallmark í forsetaembættinu.
Í nóvember áttum við Wallmark
fund með Tomasz Grodzki, forseta
öldungadeildar pólska þingsins, í
tengslum við Eystrasaltsþingið sem
haldið var í Ríga í Lettlandi. Grodzki
átti frumkvæði að fundinum, en
lítil sem engin samskipti hafa verið
milli Norðurlandaráðs og pólska
þingsins frá árinu 2015. Í þingkosn-
ingunum sem fram fóru í október
það ár beið flokkur Grodzkis, Borg-
araflokkurinn, ósigur og þjóðernis-
og íhaldsflokkurinn Lög og réttur
náði meirihluta á þinginu og tók
við stjórnartaumunum í Póllandi.
Lýðræðisþróun í
Póllandi áhyggjuefni
Framferði nýju valdhafanna í Pól-
landi hefur valdið okkur í Norður-
landaráði og mörgum öðrum
áhyggjum á síðustu árum. Umdeild-
ar breytingar á dómskerf inu,
afskipti valdhafa af störfum fjöl-
miðla og afstaðan til hinsegin fólks ,
er á skjön við skoðanir og hugsjónir
mínar og f lestra norrænna stjórn-
málamanna.
Gömul tengsl endurvakin
Í þingkosningum sem fram fóru í
október í fyrra hélt ríkisstjórnin
meirihluta sínum í neðri deild
pólska þingsins, en missti tökin
á öldungadeildinni. Borgara-
flokkurinn, sem er stærsti f lokkur
stjórnarandstöðunnar, hefur með
Grodzki í fararbroddi verið f ljótur
að endurvekja gömul tengsl þings-
ins sem slitnuðu eftir kosningarnar
2015. Meðal annars var Norður-
landaráði boðið til Póllands til að
taka aftur upp þráðinn í samstarf-
inu. Þess vegna fer ég fyrir þriggja
manna sendinefnd sem ætlar að
heimsækja pólska þingið 9.-10. mars
nk. Með mér í för verða formenn
landsdeilda Finnlands og Noregs í
Norðurlandaráði, þeir Erkki Tuo-
mioja og Michael Tetzschner.
Falsfréttir og öryggismál
Á fundum með Grodzki þingfor-
seta og fleiri pólskum þingmönnum
ætlum við meðal annars að ræða
stöðu pólskra innflytjenda á Norð-
urlöndum en jafnframt upplýsinga-
óreiðu og falsfréttir, sem er hluti af
áherslumálum formennsku Íslands
í Norðurlandaráði. Einnig verður
rætt um öryggismál og sérstaklega
stöðuna í Úkraínu og almennt um
samstarf Póllands við Norðurlönd
og Eystrasaltsríkin.
Norðurlandaráð styður lýðræðisöfl í Póllandi
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
forseti Norður-
landaráðs
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna
auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur rennur út 2. apríl 2020 kl. 16:00.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna
sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.
Umsækjendur skulu kynna sér vel reglur sjóðsins
fyrir styrkárið 2020 áður en umsókn er gerð.
Nánari upplýsingar og aðgangur
að rafrænu umsóknarkerfi á
www.rannis.is.
Starfslaunasjóður
sjálfstætt starfandi
fræðimanna
Umsóknarfrestur 2. apríl
Aðalfundur FEB árið 2019
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn þriðjudaginn
19. febrúar 2019 og hefst kl. 16.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
3. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2018 ásamt fjárhagsáætlun 2019
4. Kosning stjórnar
5. Afgreiðsla tillagna og erinda
6. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2019
7. Önnur mál
Fundurinn verður haldinn, sem fyrr segir, þriðjudaginn 19. febrúar og hefst kl. 16.00.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og hafa með sér félagsskírteini fyrir árið 2018.
Stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2020 og hefst
kl. 14.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík.
Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
Gerð grein fyrir úttekt Deloitte vegna Árskóga 1-3
3. Lagðir fram ársreikningar félagsins
4. Kl.15.00 kosning formanns
5. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
6. Lagabreytingar
7. Kl. 15.50 kosning aðal- og varamanna í stjórn og skoðunarmanna ársreikninga
8. Afgreiðsla tillagna og erinda
9. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2020
10. Önnur mál
Félagsmenn eru hvattir til að hafa með sér félagsskírteini fyrir árið 2019
til að geta nýtt sér kosningarétt.
Stjórn FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
AÐALFUNDUR
FEB ÁRIÐ 2020
Framferði nýju valdhafanna
í Póllandi hefur valdið
okkur í Norðurlandaráði og
mörgum öðrum áhyggjum á
síðustu árum.
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands og formaður flokks Lög og réttar. MYND /GETTY
5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð