Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 34
BÍLAR
Undirvagn bílsins er sá sami og í
4-línu Gran Coupe og margt í línum
þessa bíls minnir á hann. Þó er búið
að breyta nýrnagrillinu að framan
og stækka það mikið, komin eru
ný og þynnri aðalljós, endurhann-
aður afturendi og bláar línur sem
eiga að undirstrika það að bíllinn
sé rafdrifinn. Margt er gert til að
lækka vindmótsstuðulinn eins og
með lokuðum álfelgum og í stað
útblásturskerfis að aftan er kominn
vígalegur loftdreifari.
Innandyra er bogadregið mæla-
borð með upplýsingaskjáum sem
BMW hefur staðfest að verði í
iNEXT-jepplingnum og i4 líka.
Hægt verður að stjórna f lest öllu
frá skjánum eins og í Tesla Model 3.
Tilraunabíllinn er með 523 hestafla
rafmótor sem á að koma bílnum
í hundraðið á fjórum sekúndum.
Rafhlaðan er 80 kWh og drægi hans
mun vera 600 km. Hvort þetta verði
endanlegar tölur hans þegar kemur
í framleiðslu er þó óljóst en drægi
Tesla Model 3 er allt að 600 km.
Hvort hann komi nógu snemma til
að veita honum samkeppni verður
að koma í ljós.
BMW kynnir tilraunaútgáfu i4 sem fer í framleiðslu á næsta ári
Tilkynnt var á þriðjudag að Bíll
ársins í Evrópu sé nýr Peugeot 208.
Tilkynnt var um sigurverarann á
svæði Palexpo-bílasýningarinnar í
Genf gegnum streymisveituna You-
tube, en aðeins örfáir blaðamenn
voru viðstaddir afhendinguna þar
sem hætt hefur verið við sýninguna
vegna kórónaveirunnar.
Peugeot 208 náði alls 281 stigi og
var í efsta sæti hjá 17 blaðamönnum
af 60. Sá bíll sem margir höfðu spáð
góðu gengi var Tesla Model 3 en
hann varð í öðru sæti með 242 stig. Í
þriðja sæti varð svo Porsche Taycan
með 222 stig svo segja má að rafbílar
hafi vermt öll toppsætin.
Peugeot 208
bíll ársins
Dacia hefur frumsýnt myndir af
nýjasta meðlim Dacia-fjölskyld-
unnar með Spring Electric tilrauna-
bílnum. Dacia lofar einnig að fram-
leiðsluútgáfa verði tilbúin 2021 og
verði ódýrasti raf bíll sem í boði
verður í Evrópu. Eins og búist var
við er bíllinn að miklu leyti byggður
á Renault City K-ZE raf bílnum sem
framleiddur er fyrir Kínamarkað og
líkist honum mikið með groddalegu
útliti sínu og góðri veghæð. Fram-
endinn er þó meira í ætt við aðra
Dacia-bíla og ljósin eru mjórri. Ekki
er búið að gefa upp mikið af tækni-
upplýsingum öðrum en þeim að
bíllinn mun hafa meira en 200 km
drægi. Bíllinn er 3.730 mm langur
og er fimm dyra svo hann er eins og
sniðinn fyrir Ísland en ekki er vitað
hvort hann fer í sölu hérlendis eins
og er.
Dacia ódýrasti
rafbíllinn
Koenigseg g k y nnti á þ r i ð j u d a g i n n tvo nýja ofurbíla, hinn fjögurra sæta Gemera sem er bíll framleiðandans með
aftursæti og svo hraðskreiðasta bíl
sem Koenigsegg hefur framleitt,
sem er Jesko Absolut. „Jesko Absolut
er jarðbundin eldf laug með það
fyrir augum að ná áður óþekktum
hraða á mettíma,“ segir forstjóri
Koenigsegg, Christian von Koe-
nigsegg. Ekkert er annars gefið upp
um hámarkshraða hans eða upptak
í fréttatilkynningu.
Jesko Absolut er götuútgáfa Jesko
sem var kynntur sem brautarbíll í
fyrra og að sögn Koenigsegg mun
framleiðandinn ekki reyna að fram-
leiða hraðskreiðari götubíl. Absolut
er með mjög lágan vindmótstuðul,
eða 0,278 Cd, auk loftflæðihönnunar
sem er gerð til að halda bílnum við
veginn. Ekki veitir af með 1.600 hest-
afla V8-vél með tveimur forþjöppum
aftur í. Vélin getur gengið á E85 elds-
neyti og snúist allt að 8500 sn/mín.
Gírkassinn er níu þrepa LST sem
getur skipt á ljóshraða úr hvaða gír
sem er í hvaða gír sem er. Með fullan
tank af eldsneyti og tvo í bílnum eru
aflhlutföll hans 1:1 sem þýðir að það
er eitt hestafl á hvert kíló.
Gemera er fyrsta tilraun Koenigs-
egg til að framleiða fjölskyldubíl ef
svo má segja. Bíllinn er með sæti
fyrir fjóra, upplýsingakerfi fyrir alla
farþega og meira að segja þokkalegu
farangursrými. Afl bílsins er eftir-
tektarvert en það er samtals 1.800
hestöf l og snúningsvægið 3.500
newtonmetrar hvorki meira né
minna. Hann nær 100 km hraða á
1,9 sekúndum og hámarkshraðinn
er 400 km á klst. Þetta næst með
því að hafa þrjá rafmótora í bílnum
sem samtals skila 1.100 hestöflum.
Þegar aðeins rafmagnið er notað
getur bíllinn náð 300 km hraða og
800 V raf hlaðan gefur honum 50
km drægi. Frammí er svo vél sem
Koenigsegg kallar „litla vinalega
risann“ en það er þriggja strokka,
tveggja lítra vél sem gengur fyrir
etanóli eða metanóli. Vélin er með
f ljótandi ventlakerfi Koenigsegg
og skilar ein og sér 600 hestöflum.
Þegar hún gengur á kolefnislausu
metanóli er bíllinn laus við mengun
eins og hver annar rafmagnsbíll.
Aðeins 300 Gemera verða smíðaðir
og munu þeir kosta frá 240 millj-
ónum.
Tveir nýir frá Koenigsegg
Það er ekki á hverjum degi sem framleiðandi ofurbíla kynnir nýjan bíl, hvað þá tvo í einu.
Það gerðist þó á þriðjudaginn þegar þeir voru frumsýndir á heimasíðu Koenigsegg.
Það verður bæverska borgin Mün-
chen sem mun taka við af Frank-
furt sem gestgjafi IAA-bílasýning-
arinnar 2021 en Frankfurt hefur
haldið sýninguna í næstum 70 ár.
Það eru VDA, samtök bílafram-
leiðenda í Þýskalandi, sem ákveða
þetta en góðar aðstæður nálægt
miðbæ München munu hafa ráðið
úrslitum. Sýningin mun einnig
taka nokkrum breytingum á þann
hátt að hún verður ekki lengur bara
bílasýning heldur samgöngusýning.
Í fyrra sóttu 560.000 manns sýning-
una í Frankfurt sem var 30% fækk-
un frá 2017. Í fyrra lauk samnings-
tímabili VDA við sýningarsvæðin í
Frankfurt sem gaf VDA tækifæri til
að skipta um sýningarsvæði.
München
tekur við af
Frankfurt
Koenigsegg Gemera er fyrsti ofurbíll merkisins með sæti fyrir fjóra en skilar samt 1.700 hestöflum gegnum einn brunahreyfil og þrjá rafmótora.
Jasko Absolut er eins og eldflaug með sín 1.600 hestöfl frá etanóldrifinni
V8-vélinni. Hann er einnig með mjög lágan vindmótstuðul upp á 0,278 Cd.
BMW hefur frumsýnt i4 sem tilraunabíl en hann verður settur í framleiðslu
strax á næsta ári. Ekki seinna að vænna til að narta í hæla Tesla Model 3.
Peugeot 208 valinn í Genf sem bíll
ársins í Evrópu 2020 með 281 stig.
Dacia-rafjepplingurinn er byggður á
Renault City K-ZE rafbílnum í Kína.
JESKO ABSOLUT ER
JARÐBUNDIN ELD-
FLAUG MEÐ ÞAÐ FYRIR AUGUM
AÐ NÁ ÁÐUR ÓÞEKKTUM HRAÐA
Á METTÍMA.
Christian von Koenigsegg
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð