Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 38
MÉR FINNST AÐAL­ ATRIÐIÐ VERA AÐ NÁ Í SJÓNARHORN SEM VIRÐIST EKKI VERA AF MERKILEGRI FRÁ­ SÖGN EN STILLA ÞVÍ SAMT ÞANNIG UPP AÐ MIKIL SPENNA SÉ Í MYNDINNI. Daníel Magnússon sýnir tíu ljósmynda-verk á sýningunni Transit í Hverf is-galleríi. „Í þessum verkum tek ég fyrir sjónarhorn sem oft fara fram hjá fólki en eru samt hluti af ákveðinni heild. Ég kalla þessi sjónarhorn stundum límið í samfellunni. Ég reyni að fanga fallegasta sjónar- hornið, það sem segir nægilega mikið. Ég vil að verk mín orki eins og trommutaktur á kviðinn fremur en höfuðið,“ segir Daníel. Ljósmyndaverkin eru frá árunum 2010-2019 og voru tekin þegar lista- maðurinn var á göngu. „Myndirnar eru úr gönguferðum mínum og gönguhraðinn er hinn ráðandi taktur. Ég er alltaf með myndavél með mér og tek á filmu vegna þess að mér finnst filman hafa sjarma. Eina myndin sem er tekin digital er af píanói sem aldrei hefur verið spilað á.“ Óvissuástand Önnur mynd er af rauðri renni- braut. „Þar leitast ég við að rauði liturinn og formið fái pláss á myndinni, en ekki það að um er að ræða leiktæki.“ Það gekk ekki alveg átakalaust að taka þá mynd. „Það voru börn að renna sér í þess- ari rennibraut þegar mig bar að. Ég bað þau um að færa sig í augnablik en þau voru sannarlega ekki til í það og andmæltu mér fullum hálsi. Ég þurfti að beita allri minni lagni til að fá þau til að skipta um skoðun,“ segir listamaðurinn. Enn önnur mynd er af sundlaug við sveitabæ rétt fyrir utan Reykja- vík. „Sú mynd hét upphaf lega Getse mane af því það er einhver friður á henni sem ég náði að fanga á ótrúlegan hátt,“ segir Daníel. „Þessar myndir eiga það sam- eiginlegt að fjalla ekki um atburð eða ástand. Í þeim ríkir visst óvissu- ástand. Það er eins og eitthvað sé að fara að gerast eða sé nýbúið að gerast. Mér finnst aðalatriðið vera að ná í sjónarhorn sem virðist ekki vera af merkilegri frásögn en stilla því samt þannig upp að mikil spenna sé í myndinni,“ segir Daníel. Á annan tug einkasýninga Daníel útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1987. Hann er einkum þekktur fyrir skúlptúra og ljósmyndaverk en hefur jafnframt myndlistinni hannað og smíðað húsgögn og unnið leikmyndir fyrir leikhús og sýningar. Daníel á að baki annan tug einkasýninga ásamt f jölda samsýninga bæði innan lands og utan. Verk hans eru meðal annars í eigu Listasafns Íslands, Reykja- víkurborgar, ýmissa ríkisstofnana og einkaaðila bæði hérlendis og erlendis. Sýningin Transit stendur til 28. mars. Límið í samfellunni Transit er yfirskrift sýningar Daníels Magnússonar í Hverfisgalleríi. Sýnir ljósmyndaverk sem voru tekin á göngu. Ég vil að verk mín orki eins og trommutaktur, segir myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 5. MARS 2020 Hvað? Ættfræðigrúsk á tölvuöld Hvenær? 13.00 Hvar? Safnaðarheimili Dómkirkj- unnar, Lækjargötu 14a, Reykjavík Stefán Halldórsson, félags- og rekstrarhagfræðingur, gefur inn- sýn í möguleika ættfræðigrúsks á netinu. Veislukaffið hennar Ástu okkar og skemmtilegt samfélag. Hvað? Tíðasöngur Hvenær? 16.45-17.00 Hvar? Dómkirkjan Tíðasöngur með séra Sveini Val- geirssyni í Dómkirkjunni. Verið velkomin og takið með ykkur gesti. Hvað? Mynda- og sagnakvöld Skaftfellingafélagsins Hvenær? 20.00 Hvar? Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, sýnir myndir og rifjar upp minningar frá Skafta- felli, frá æskudögum og síðar sem þjóðgarðsvörður og Þórir Kjart- ansson í Vík sýnir myndband um áhrif eldfjallsins Kötlu á umhverfi sitt. Aðgangseyrir 1.000 krónur. Kaffi á könnunni. Hvað? Djákninn á Myrká – sagan sem aldrei var sögð Hvenær? 20.30. Hvar? Tjarnabíó, Tjarnargötu Sýningin hefur slegið í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar. Í verkinu er lesið á milli línanna og komist að ýmsu áhugaverðu og mis sönnu um djáknann á Myrká. Hvað? Frönsk kaffihúsastemning Hvenær? 21.00-23.00 Hvar? Petersen svítan Söngkonan Unnur Sara Eldjárn og píanóleikarinn Þórður Sig- urðarson flytja lög sem eru þekkt í f lutningi listamanna á borð við Serge Gainsbourg og Edith Piaf. Þetta eru einu tónleikarnir þeirra í Petersen svítunni á þessu ári. Hvað? Loljud á Íslandi – kemur fram ásamt Rauði Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Loljud er vel þekkt í Skandinavíu fyrir tilraunakennda og leikræna nálgun sína að raftónlist og Rauð- ur hefur komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum víða um Evrópu. Við lofum rafmagnaðri kvöldstund. Unnur Sara Eldjárn söngkona flytur frönsk kaffihúsalög í Petersen svítunni í Ingólfsstræti, ásamt Þórði Sigurðarsyni píanóleikara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.