Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 4
ísLenzk
sdfursnníb
Leifur Kaldal lauk prófi í gull- og silfursmíði árið 1920.
Vann um tíma við það starf í Berlín. Var síðan 3% ár
við listnám (höggmyndalist og grafik) í Miinchen. Hefur
unnið að gull- og silfursmíði í Reykjavík frá 1925. Verk-
stæði hans er enn í fullum gangi á Laufásvegi 6. Þar ríkir
andi handverksins; smíðaðir dýrgripir, oft sem ekki er
á annarra færi að smíða, en jafnframt gert við gamla
muni og smáhluti af sömu list.
Við sýnum hér fáeina muni, sem prýddir eru höfða-
letri, en það er aðeins einn þáttur í gull- og silfursmíði
Leifs Kaldals.
Skálin á forsíðumynd er slegin í höndum úr heilli
hringlaga plötu í sígilt skálarform. Það eru notaðir mis-
munandi hamrar og silfurplatan slegin yfir kúpt tré eða
járnstykki. Skálin er slegin þannig upp sem kallað er,
unz forminu er náð. Síðast er hún fínhömruð á járni og
munsturröndin með höfðaletrinu grafin í.
Nú eru nær allar silfurskálar þrykktar í vélum í þar
til gerðum mótum. Oft í algerlega sjálfvirkum vélum
Sama er að segja um skeiðar.
Skeiðarnar hér á myndinni eru slegnar úr heilli stöng.
hver fyrir sig. Skaft og blað í einu stykki. Stöngin er
slegin flöt, svo er sagað utan af skaftinu og letrið slegið
í með púnsum, en skeiðarblaðið slegið upp.
Þarna eru 2 armbönd bæði grafin á sama hátt og
skeiðarnar. En á öðru armbandinu er skurðurinn fylltur
með svörtu efni sem ekki er til neitt orð yfir á íslenzku,
en heitir á itölsku Niello og á rússnesku Tula. Silf-
ur, blý og brennisteinn er brætt saman og búið til úr því
fínt duft. Þetta duft er sett í gröftinn eða útskurðinn
og sorfið slétt og slípað. Þessi armbönd með fyllingunni
verða mjög glansandi og ákaflega klæðileg á úlnliðnum,
enda hafa þau prýtt úlnliði margrar fermingarstúlkunn-
ar í Reykjavík, sérstaklega fyrr á árum, og þóttu ger-
semi, en eru enn meira gersemi núna, þar sem þau eru
orðin sjaldgæf. Líklega er Leifur Kaldal sá eini sem lagt
hcfur stund á þessa aðferð að fylla upp silfurgröft með
efninu Tula, en oft sést það á rússneskum smíðisgripum,
til dæmis testettum og skeiðarsköftum og eru þeir gripir
smíðaðir í samnefndu héraði þar austurfrá. Okkur er
ánægja að kynna lesendum blaðsins örfá verk þessa hag-
leiksmanns. d..S.
4
HUGUR OG HOND