Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 32
Makramé
Makramé er sameiginlegt heiti yfir
fjölbreytt hnútabrögð. Orðið náði
fyrst útbreiðslu í Evrópu á öldinni,
sem leið og er álitið fengið annað
hvort úr tyrknesku, Makrama, sem
er kögraður klútur eða arabisku,
Migramah, en það er útsaumuð
blæja.
Þetta er forn handavinna og er álitið
að hún hafi verið þekkt um 700 f. Kr.
í frjósama hálfmánanum (fljóta-
tungu). Frá Austurlöndum berst
Makramé til Miðjarðarhafslanda,
með Márum til Spánar. Á Ítalíu náðu
þessar hannyrðir mikilli útbreiðslu
og framleiddu þeir mikið af fjöl-
breyttum, smágerðum blúndum úr
fínum þræði, sem voru notaðar á
kirkjuklæði, Punto gropo. Þá er önn-
ur gerð af tvílitum hnýtingum frá
þeim runnin og kallast Cavandoli.
Víðar var og er enn framleiddur
hnýttur varningur, mottur, belti,
töskur o. fl. og fást jafnvel hér í verzl-
unum innkaupanet hnýtt í Austur-
löndum.
Um miðja 19. öld var blómaskeið
Makramé í Bretlandi, því blúndur,
kögur og skúfar voru þá mjög í
tízku á húsgögnum, dúkum, glugga-
tjöldum og fatnaði.
32
Sjómenn víða um lönd hafa verið
manna færastir við hnýtingar og ekki
einskorðað sig við það eitt, sem nota
þurfti urn borð í skipunum, heldur
búið til fjölbreytta skrautmuni. Þró-
aðist það sérstaklega á dögum segl-
skipanna.
Um 1910 var stúlkum í Landakots-
skóla kennt Makramé, svo eflaust eru
ýmsar, sem enn muna barnalærdóm-
inn.
Síðustu 10—20 árin hafa listamenn,
beggja vegna Atlantshafsins, notað
hnýtingar við gerð listaverka.
Fjölmargar bækur um Makramé hafa
séð dagsins ljós síðustu árin, og af
þeim eru bækur Kaj Lunds þekkt-
astar hér. Einnig má nefna bækur
Dona C. Meilach og Virginia Harvay.
Margar þeirra. fást hér í bókaverzl-
unum.
Við kynnum hér þá tvo hnúta, sem
algengastir eru, skutulsbragð og rif-
hnút. Reyndar eru til fleiri nöfn yfir
þá, t. d. hestahnútur og flatur hnút-
ur eða ferningshnútur. Hægt er að
komast af án nokkurra áhalda við
sjálfa hnýtinguna, en líka má nota
hjálpartæki, svo sem spólur til að
vinda þráðinn á, krók, sem festur er
við mittisól, skrúfur, borð, bólstraðar
fjalir eða púða, sem verkefnið er fest
í. Hnýta má úr hvaða þræði sem er,
allt frá grófu perlugarni, hörgarni,
ullarbandi, nælonþræði að grófu
sisal- eða hampsnæri, og ákvarðast
það af því, sem hnýta á. Að jafnaði
er bezt að gera smá sýnishorn af því
mynztri, sem nota á og mæla um
leið, hve langur þráður fer í t. d. 10
cm hnýtingu, því alltaf má reikna
með 3—4 faldri þráðarlengd og jafn-
vel meiri, ef þétt er hnýtt.
Myndin sýnir 3 töskur hnýttar úr
grófu fiskigarni, sem er mjög sterkt
og gott að hnýta úr. Á hliðartöskun-
um er byrjað á lokinu og hnýtt öll
lengjan. Lokað í brún með skutuls-
bragði, sem liggur þvert yfir, verk-
efninu snúið við, þannig að ranga
snúi upp og hnýtt önnur umf. skut-
ulsbragð, klippt á þræðina 1 cm frá
og þeir varpaðir niður með tvinna.
Þá er hanki hnýttur og þegar hann
er hæfilega langur, eru hliðar tösk-
unnar tengdar saman, um leið og
gaflinn er hnýttur. Gengið frá endum
á röngu.
V. P.
HUGUR OG HÖND