Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 26
Snið á fóðri. Munið að óœta við 2 cm saumfari og 5 cm fyrir falda. í fóðrið þarf 70 cm af 140 cm breiðu efni.
umf til skiptis í 3 cm breiðan garða-
prjónskant án úrtöku. Nú eru 1 i
merkjarákunum líka prj eins og kant-
urinn, með garðaprjóni. Fellið laust og
jafnt af. Gangið frá endum og þræðið
klaufina laust saman.
Pressið pilsið einfalt og aðgætið að
öll mál séu rétt. Pressið mittisstreng-
inn. Látið merkibandið vera í.
Frágangur.
Það er eindregið ráðlagt, að ganga
frá eins og hér er lýst: Saumið 20 cm
langan rennilás í með tvinna. Látið
lásendann ná að merkibandi við mitt-
isstreng. Festið innan í mittisstreng-
inn 66 (70) cm langt strengband, 2
cm breitt. Pressið klauf og streng.
Fóður: Teiknið fóðursnið eftir teikn-
ingu. Byrjið á að teikna miðlínur að
framan og aftan. Markið svo frá
mjamarlínu fjarlægðirnar upp að
mitti og niður á fald. Teiknið 3 horn-
réttar línur út frá þessum 3 punktum
og mælið inn á þær % af mittismáli,
mjaðmarmáli og vídd að neðan eins
og sýnt er. Pilsið er svolítið útsniðið,
svo hækka þarf línurnar 3 upþ á við
um ca 1 cm við hliðarsauminn.
Teiknið sniðsauma inn á eftir máli á
teikningu. Munið að bæta við saum-
fari, þegar sniðið er, einnig að aftan.
Saumið fóðrið saman í vél, faldið
það og strauið. Látið fóðrið inn í
pilsið, röngu að röngu, festið það að
ofan við strengbandið. Munið einn-
ig eftir að sauma 2 hanka til að hengja
pilsið upp í. Saumið hankana fasta
við bandið í hliðum. Brjótið mittis-
strenginn yfir fóður og strengband
og leggið niður við. Pressið streng-
inn. Saumið fóðrið niður við renni-
lás. Festið á mittisstreng við klauf
(iðrurn megin hnapp en hinum meg-
in hneppslu.
SkammstafarLLr í prjórLuppskriftum
ath = athugið
auk = aukið
b = bandið
br = brugðin (lykkja)
br u pr = brugðið um prjóninn
cm = sentimetrar
endurt = endurtekið
f = fyrir
hv = hver
1 = lykkja
m = mcð
nr = númer
pr = prjónn
óprj = óprjónuð (Ivkkja)
prj = prjóna
sl = slétt (lykkja)
sm = saman
sn = snúin
stk = stykki
stúrt = steypiúrtaka
teikn = teikning
umf = umferð
úrt = úrtaka
útaukn = útaukning
26
HUGUR OG HOND