Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 8
JurtaUtun Matth.i[clar í Garði Flestir hafa einhvern tíma heyrt minnst á Matthildi Halldórsdóttur í Garði, konuna, sem um árabil litaði megnið af því bandi, sem notað var hér á landi í útsaum og útvefnað. Hún varð 85 ára í febr. 1971. Um sama leyti var hún stödd fyrir sunnan og þá var það, að nokkr- ar konur í II.I. fengu að heyra sitthvað um þessa ein- stæðu iðju hcnnar, jurtalitunina. Aðferðir hennar eru allfrábrugðnar þeim, sem sagt er frá í erlendum jurtalitunarbókum, en ef til vill líkari þeim, sem notaðar voru fyrrum. Hún kynntist jurtalitun í bernsku. Móoir hennar litaði úr birkiberki, mosa og sortulyngi. Annarrar kennslu í jurtalitun mun hún ekki hafa notið. Matthildur er alin upp á einum fegursta stað þessa lands, að Kálfaströnd í Mývatnssveit. Ekki er ólíklegt, að umhverfið hafi haft þau áhrif, að hún hafði frá barn- æsku mikið yndi af litum og lét sig dreyma um að læra að mála. Þess var þá enginn kostur, sízt fyrir unga stúlku í afskekktri sveit. En löngunin eftir að fást við liti var sterk og hlaut að fá útrás. Hún fór að spreyta sig á að lita band með jurtum, í fyrstu þó aðallega til að fá liti í það, sem verið var að sauma, síðar í stærri stíl. Það varð þó ekki fyrr en um 1919 eða eftir að hún var farin að búa að Garði í Aðaldal. Þar er gróður afar fjöl- skrúðugur. Enginn hægðarleikur hefur verið að fást við jurta- litun í Garði á þessum árum. Mikið vatn er notað við jurtalitun. Bandið þarf að þvo og skola afar vel, bæði fyrir og eftir litun, auk þess sem mikið vatn fer í sjálfa litunina. Einnig er nauðsynlegt að hafa nægilegt pláss fyrir eldstæði, fyrir koppa og kirnur, undir bleyttar jurt- ir, þvegið band, nýlitað band, keytu, vatn o. s. frv. Hér mætti og minna á, að ullarþvotti, jurtasuðu og keytu fylgir sterk lykt, sem ekki fellur öllum jafn vel. Allt vatn varð að sækja í afar djúpan og erfiðan brunn, og ekki var í annað hús að venda en baðstofuna. Fólkinu þótti lyktin miður góð og oft var hún beðin um að hætta, „en löngunin var svo sterk, að ég hélt alltaf áfram“. Þegar synir hennar stækkuðu lögðu þeir langa vatnsleiðslu í bæinn, og 1939 hlaut Matthildur styrk frá Alþingi, sem hún notaði til að reisa sérstakt litunarhús. Þá fór að verða auðveldara að lita mikið. Stundum voru lituð 200 kg. Snemma var keypt spunavél, 30 þráða. Á hana spann húsbóndinn, Benedikt Baldvinsson, en hann var alla tíð hlynntur þessu áhugamáli konu sinnar og hefur það vafalaust verið ómetanlegur styrkur. Auk 8 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.