Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 6
Refdsaumur Refilsaumur er þekktur víða um heim frá fornu fari. Hér í Þjóð- minjasafninu eru varðveitt görnul teppi, sem eru unnin með þessari að- ferð. Hún er einföld og fljótgerð en hentar bezt þar sem lítið mæðir á, því slitþol er lítið, en áferðin hrjúf og lifandi. Utfærsla á refilsaum er svolítið mismunandi. Oft er hver út- saumsþráður lagður sérstaklega og saumað yfir hann jafnóðum með smá- um sporum, sem ýmist liggja þvert á þráðinn eða á ská, mynd A. Stund- um er saumað þannig, að allir þræðir, sem þarf til að fylla mynstrið, eru lagðir fyrst, hlið við hlið. Síðan er fínni þráður lagður þvert yfir þá, og hann saumaður niður jafnóðum með smáum sporum, sem koma milli þeirra, sem fyrst voru lagðir. 1—-2 cm bil er haft milli þverþráðanna, mynd B. A samhliða þverþœáðum standast smásporin sjaldnast á. Ef í mynstrinu eru hringlaga eða langir fletir, er bezt að festa þræðina í byrj- un mynsturs og hafa þá lausa. Leggja þá síðan eftir hendinni og sauma þverþræðina jafnóðum yfir. Þetta kemur í veg fyrir að efnið dragist saman. Með refilsaum eru hafðar aðr- ar saumgerðir og þá til að móta út- línur mynsturs, t. d. leggsaumur, lykkjuspor, skásaumað lykkjuspor og klofinn leggsaumur. S.Þ. Skartgripaskrín skreytt refilsaumi. Kassi er klœddur brúnu, þéttu hörefni sem saumað hefur verið í með bláum og fjólubláum sœnskum útsaumshör. Efni og garn fœst í verzluninni íslenzkur heimilisiðnaður. 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.