Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 21
Húfa með skúfum
Efni: Þrefaldur plötulopi í þrem litum.
Tveir prjónar nr. 3.
Húfurnar eru ýmist prjónaðar rönd-
óttar eða yrjóttar.
Fallegast er að vinda saman tvo
sauðaliti og einn litaðan lopaþráð í
þær yrjóttu, en hafa tvo garða í
sauðalitum og einn í lit í röndóttu
húfurnar. Dæmi: Hvítt, grátt og
gult: sauðsvart, blátt og grátt; ljós-
mórautt, sauðsvart og rautt; mosa-
grænt, blátt og dökkblátt.
Fitjið upp 28 1, prj sl til baka þann-
ig, að einn garður myndist, prj svo
22 1 sl frarn og aftur og loks 16 I sl
fram og aftur. Ef húfan á að vera
dýpri, eru fitjaðar upp 30 1 og prj á
sama hátt, fyrst 30 I, 24 1 og 18 1.
Þessir 3 garðar eða 6 umf eru prj
þangað til húfan er nógu víð, 78, 81
eða 84 garðar, eftir vídd. Þá er fellt
af, ofanfrá á röndóttu húfunum, svo
rendurnar standist á að aftan.
Takið upp 78, 81 eða 84 I neðan á
húfunni með því að stinga prjónin-
um gegnum grófu lykkjurnar, sem
myndazt hafa þar á röngunni og prj
3 garða með einum lit. Fellt af á
röngunni. Húfan saumuð saman að
aftan. Band dregið í gegnum kollinn,
hert að og saumað niður.
Við röndóttu húfurnar þarf að gæta
þess, að taka bandið fram fvrir, hve-
nær sem skipt er um lit og eins að
fella þannig af, að rendur standist á.
Þá eru búnir til 2 skúfar: Vefjið ann-
að hvort einum eða öllum litunum,
sem prj er úr uppá tvö hringlaga
spjöld, 10 cm í þvermál og 2 cm
gati í miðju, svo lengi að gatið nærri
fyllist. Þá er klippt upp úr lopanum
við brún spjaldanna, sterkum spotta
brugðið á milli þeirra og hert að.
Spjöldin eru síðan klippt sundur og
fjarlægð. Spottarnir eru hafðir það
langir, að festa megi skúfana með
þeim á húfuna. Skúfarnir eru jafn-
aðir . með skærurn og lagaðir til í
hendi. Eru þeir nú festir á aðra hvora
hlið húfunnar, oftast þá hægri, ann-
ar alveg í brúnina og hinn rétt ofan
við. A. S.
HUGUR OG HÖND
21