Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 16
oft eru kallaðir hellusöðlar og voru í notkun alveg þang-
að til svonefndir enskir söðlar fóru að komast í tízku á
19. öld. Þessir gömlu söðlar eru með fyrirferðarmiklum
bríkum fremst og aftast og á milli er breið sveif eða
söðulbogi til að styðja við bakið á dömunni. A bríkunum
og boganum var hið ágætasta svigrúm fyrir skrautverk,
enda lét það ekki á sér standa. Látúnsþynnur þekja oft
allan flötinn, þétt settar drifnu skrautverki. Þess vegna
voru þetta kallaðir aldrifnir söðlar. Margir slíkir eru til
í Þjóðminjasafninu, hinn elzti með ártalinu 1678, en liinn
yngsti frá 1875, og búnaður er til af mörgum söðlum,
sem sjálfir eru glataðir.
Þessir söðlar eru athyglisverðir jafnt fyrir þá málm-
smíðatækni sem við þá hefur verið beitt, og fyrir skraut-
verkið sjálft. Að drífa málm var mikil og vandasöm
íþrótt. Málmurinn, sem oftast nær var látún, þurfti að
vera mjög þunnur, og síðan var munstrið markað á og
hamrað fríhendis neðan frá og varð þá upphleypt á yfir-
borði. Þessa vandasömu kúnst hafa sumir íslenzkir lista-
menn kunnað og hvergi hafa þeir Ijeitt henni eins mikið
og einmitt á drifnu hellusöðlunum. Þegar hætt var að
smíða þá, lagðist þessi tegund listiðnaðar niður hér á
landi.
En víkjum að munstrunum sjálfum. Þar er um auð-
ugan garð að gresja og verður ekki lýst í smáatriðum
hér. Skrautverkið er oftast mjög þétt og lýsir ótrúlegri
hugkvæmni. Blaðaverk er stundum uppistaðan, en innan
um og saman við eða nær eingöngu eru myndir af margs
konar dýrum og mönnum, englum og kynjaverum, og
stundum er svo skotið inn stuttum áletrunum. Þær eru
á íslenzku: „Ingveldur Jónsdóttir á söðulinn“, og það
eyðir hugsanlegum grun um að þessi listaverk kunni ef til
vill að vera gerð af erlendum fagmönnum, fremur en
íslenzkum sveitamönnum, enda er vitað um nokkra
menn íslenzka sem vel kunnu að drífa látún. Þetta er
gullsmíðavinna, og gullsmiðir voru hér býsna færir og
sumir lærðir erlendis.
Um uppruna munstranna er vant að segja. Sum hafa
smiðirnir sjálfir sennilega fundið upp, en önnur kunna
að vera eftir erlendum munstrabókum. Þetta mál hefur
aldrei verið rannsakað til neinnar hlítar, eitt af mörgum,
sem sannarlega væru þess virði. Mikið hefur verið skrifað
um íslenzkan tréskurð fyrri tíðar og sízt óverðskuldað.
En ekki mætti síður gefa gaum að drifna verkinu á hellu-
söðlunum. Þar er áreiðanlega úr miklu að moða fyrir þá
sem eru að leita að þjóðlegum kveikjum í nútíma list-
iðnað. Það er ótrúlegt hve margt er þar samankomið á
tiltölulega litlum flötum á fáum en góðum fulltrúum
sinnar tegundar, nokkrum kjörgripum sem kenna má við
menningarsögu íslenzka hestsins. K. E.
Sænskur h.eiimÍLSLBnahur
Litmyndir á nœstu síðum eru frá sýningu sœnsku heimilisiðnaðarsamtakanna, sem haldin var i Norrœna húsinu i Reykjavík
26. ágúst til 12. september 1972. Sýningunni var í heild afar vel fyrir komið og munirnir bœði vel unnir og fallegir, sumir frá-
bœrir. Mikill fjöldi fólks sá þessa sýningu. Eitt hornið hafði sérstakt aðdráttarafl á börnin. Þar stóð á gólfi lítill vefstóll og hjá
honum fullur laupur af litríkum tuskum. Þarna máttu börn á öllum aldri, vefa, og var það óspart notað, svo sem afköstin sýndu,
en þau urðu 20—30 m af skrautlegum tuskurenningi. Ingrid Arlenborg, forstöðukona Bohustöjd í Gautaborg, sá um uppsetningu
og útlit sýningarinnar.
16
HUGUR OG HOND