Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 13
Pyngjur Þó íslendingar liafi löngum verið fá- tæk þjóð, hafa líklegi flestir. sem auravon höfðu, átt einhvers konar pyngju. Á söfnum er til fjöldi gamalla pyngja af ýmsum gerð- um. Sumar voru skreyttar með margvíslegum ísaumi, aðrar útprjón- aðar í skrautlegum litum. Hin- um prjónuðu er það flestum sameig- inlegt, að þeim er lokað með málm- hring, sem situr fastur á prjónuðum hanka og dreginn yfir opið á pyngj- unni. Ein slík af Þjóðminjasafni sést á myndinni hér til hliðar. Á hinni myndinni eru tvær prjónaðar pyngj- ur af svolítið annarri og nýrri gerð. Þær hafa þó greinilega orðið ti! fyrir áhrif frá hinum gömlu. Þær eru tví- banda og prjónaðar líkt og litill vettl- ingur, án þumals. Hankinn prjónaður á eftir.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.