Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 4
Fagurskrifarinn
Soffía Arnadóttir
Þegar fjallað er um fagra hand-
skrift, fagurskrift eða kalligrafíu
beinist hugurinn gjarna til íslensku
handritanna sem mörg hver voru
skrifuð og skreytt af mikilli og að-
dáanlegri snilld.
Því miður er alltof lítið vitað um
sögu skriftar á íslandi á landnáms-
öld og mörgum spurningum sem
koma í hugann ósvarað. Voru pap-
arnir læsir og skrifandi? Voru ein-
hverjir landnámsmenn, til dæmis
Skjaldarmerki listamannsins. Efni:
Bómullarflauel og hrásilki, stafurinn
upphleyptur. Kórónan er perlusaum-
uð í silkisatín, vatteruð undir. Silki-
snúra myndar kantinn, lögð niður all-
an hringinn. Saumað með silkigami
og klofnum flatsaum í öll homin.
I þverböndum em gull og silkibönd
skreytt með semelíusteini, náttúm-
legum ametystum og perlum. Alagðar
gullsnúmr mynda mynstrin.
Soffía Ámadóttir.
þeir sem komu frá írlandi, læsir
og skrifandi? Við fáum varla trú-
verðug svör héðan af.
Ef skoðuð er skriftin í íslensku
Hómilíubókinni í Stokkhólmi sem
talin er skrifuð um 1200, vakna
margar spurningar um sögu
skriftar fram að þeim tíma hér á
landi. Vitað er að klerkar héðan
fóru til náms við skóla á megin-
landinu strax á 11. öld. Þeir hljóta
að hafa komið þaðan læsir og
skrifandi þó litlum sögum fari af
því. Líklega hafa þeir sumir lært
að skera fjaðrapenna, útbúa blek
og verka skinn þannig að hægt
væri að skrifa á það.
Björn K. Þórólfsson telur víst að
skriftarkunnátta hafi svo að segja
orðið samferða kristninni til Is-
lands og að klerkar hafi þegar á
11. öld tekið að rita á móðurmáli
sínu, það guðsorð sem alþýða
þurfti mest á að halda, Faðir vor,
trúarjátningu og barnskírnarorð.
En ritöld er þó venjulega talin
hefjast með skráningu landslaga
veturinn 1117-18.
En á þeim handritum sem við
eigum í dag, til dæmis Stjórn, sem
er talin hafa verið skrifuð um
miðja 14. öld, má sjá að íslenskir
skrifarar hafa staðið jafnfætis
bestu skrifurum í Evrópu, og
þannig hefur það verið fram á
okkar daga.
Kostnaðarsamt var að skrifa
stór handrit á þeirri tíð og varla
nema á færi höfðingja og stór-
eignamanna að láta framkvæma
slíkt. Mikla sérkunnáttu þurfti til
og var þá gjarnan leitað til munka
í klaustrum hér á landi, en þeir
munu sumir hverjir, eins og munk-
ar í klaustrum erlendis, hafa verið
eins konar atvinnuskrifarar.
Það virðist hafa verið svo að
ýmsir íslenskir höfðingjar og efna-
menn hafi kunnað að meta fagra
rithönd og skreytingar og voru því
bestu skrifarar mjög eftirsóttir og í
miklum metum.
Skrift varð almennari þegar
pappír fór að flytjast til landsins en
þó varð þess langt að bíða að allur
almenningur yrði sæmilega skrif-
andi. Listaskrifarar hafa lengi, eins
og áður er sagt, verið eftirsóttir
„Það er brattgengt til stjamanna".
Vatnslitamynd. Gullduft blandað
með eggjarauðu og gummi arabicum
til að fá roðann í gullið. Síðan
pússað með agatsteini til að fá fram
glans eins og um blaðgyllingu
væri að ræða. Vel skreyttir hástafir
frá því um 900. Myndin líkist bóka-
skreytingum frá miðöldum.
4 Hugur og hönd 2000