Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 7
Úr Brennu-Njálssögu: Hluti úr verki.
hennar hefur á margan hátt sér-
stöðu á sviði fagurskriftar og letur-
gerðar. Hún hannar gjarnan eigin
tilbrigði við gamlar leturgerðir.
Viðfangsefnin hafa verið mjög fjöl-
breytt, útfærsla á skrift og letri
margbreytileg í samræmi við þau.
Hún hefur unnið letur í keram-
ik, stein, gler, tré og textíla, en oft-
ast skrifar hún á pappír, pergament
og skinn og notar þá ýmsar blek-
tegundir auk vatnslita og blaðgyll-
ingar.
Soffía hefur haldið nokkrar
einkasýningar á verkum sínum og
einnig hefur hún tekið þátt í sam-
sýningum, t.d. árið 1999 í Lista-
safninu í Seljord í Noregi og sam-
sýningu á kirkjulistarverkum sem
verður í mörgum kirkjum hér á
landi árið 2000.
Síðustu verk hennar tengjast
m.a. 1000 ára afmæli kristnitöku
hér á landi. Athygli vakti síðastlið-
inn vetur þegar Soffíu var falið að
fagurskrifa sérstakt skjal, sem af-
hent var Hillary Rodham Clinton,
forsetafrú Bandaríkjanna þegar
hún heimsótti Island og tók þátt í
alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu.
Þórir Signrðsson
„Kristnitökusúlan". Stuðlaberg úr
Biskupstungum, hæð um 145 cm.
Letrað á framhlið og bakhlið. Text-
inn fjallar um kristnitöku á íslandi.
Mappa og viðurkenningarskjal frá FKA (Félagi kvenna í atvinnurekstri) til
forsetafrúar Bandaríkjanna, Hillary Rodham Clinton, fyrir störf hennar í þágu
kvenna. Handunninn pappír, hvítur silkipappír, hlýraroð, hrosshár og berg-
kristall. Skjalið er lagt með blaðsilfri og skrifað með bleki á vatnslitapappír.
Hugur og hönd 2000 7