Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 9

Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 9
Eldliljan. Til minningar um brunann mikla í Keflavík 30. desember 1934. Brons og granít. Verðlaun norskrar æsku til Eli Wiesel, handhafa friðarverðlauna Nobels. Brons. skólastjóri Gagnfræðaskólans í Keflavík. Erlingur leitaði til hans og fékk leyfi til að nota smíðastofu skólans eftir að daglegri kennslu var lokið. I samtali við Rögnvald sagði hann að Erlingur hefði barist af festu fyrir þessari hugmynd sinni. Hann væri sannkallaður eldhugi og enginn hefði staðist rök hans og eld- heitan áhuga þegar hann lýsti áætl- unum sínum. Þegar húsnæðið var fengið varð hugmyndin að raun- veruleika, námsaðstaðan fékk nafn- ið „Baðstofan". Starfsemin þar hófst og vakti brátt mikla og verðskuldaða at- hygli. Auk Erlings leiðbeindu marg- ir þekktir myndlistamenn þátttak- endum og Gunnar Dal, sem þá var kennari við Gagnfræðaskólann í Keflavík, lagði starfinu lið. Ekki má gleyma áherslunni á að hver lærði af öðrum eftir því sem tækifæri gafst til. Það var í anda þess starfs sem unnið var í gömlu baðstofun- um, viðfangsefni og aðstaða var önnur en þá, þáttur náms og þjálf- unar eins. I stuttri blaðagrein er ekki hægt að greina frá öllu því óeigingjarna starfi sem Erlingur vann í „Baðstof- unni". Eins og allir vita er til þekkja er hann framúrskarandi kennari, hæfileikaríkur í besta lagi. Hann hefur þá list fullkomlega á valdi sínu, sem nauðsynleg er öllum góð- um kennurum, þ.e. að vekja áhuga nemenda sinna fyrir viðfangsefn- inu, kveikja þann neista sem örvar þá til að leggja sig fram og gera sitt besta. Ahrif starfsins í „Baðstof- unni" í Keflavík hafa verið mikil og varanleg, enn er hún við lýði þó skipulag sé nokkuð annað en áður. Hugmynd og framkvæmd Erlings á þessu sviði gæti sannarlega verið öðrum byggðarlögum til fyrir- myndar. Þegar Erlingur hafði verið kenn- ari í Keflavík í rúmlega 20 ár fékk hann orlof frá kennslu árið 1976, hélt utan til Noregs og nam við Statens Lærerskole i Forming, Notodden. Heim kominn hélt hann áfram kennslustörfum. Hann kenndi á mörgum kennaranám- skeiðum í mynd- og handmennt sem haldin voru á vegum mennta- málaráðuneytisins og Kennarahá- skóla Islands. Af öðrum námskeið- Hugur og hönd 2000 9

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.