Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 10
Fulltrúi á Fiskiþingi. Stál patinerað með ýmsum málmum. um má nefna að hann kenndi hljóð- færasmíði árin 1978-1980 á nám- skeiðum við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. I því sambandi má geta þess að Erlingur hafði um árabil numið fiðluleik hjá tónlistarmannin- um Albert Klahn og smíði strengja- hljóðfæra var honum ekki ókunnug, hafði m.a. smíðað eigin fiðlu. Aftur, 1980-1982, hélt Erlingur til náms í Noregi, nú við Telemark Lærerhogskole í Notodden. Þar lagði hann stund á gerð þrívíðra mynda með aðaláherslu á „portrett- forming" eða gerð andlitsmynda. Að því námi loknu kom hann heim og kenndi einn vetur við framhalds- deild í mynd- og handmennt sem komið hafði verið á fót við Kennara- háskóla Islands. Haustið 1983 fluttist Erlingur til Noregs og hóf kennslustörf í Osló. Byrjaði við Oslo Lærerhogskole og hefur frá 1995 haft heila stöðu sem háskólalektor í lista- og handverks- deild við I logskolen i Oslo. Einnig hefur hann sinnt kennslu í hluta- starfi við Bredtvet framhaldsskól- ann, Linderud framhaldsskólann, Bislet hogsskolecenter og Barneverns-akademiet. Erlingur hefur verið eftirsóttur kennari í Noregi og alls staðar getið sér gott orð sem kennari og listamaður. Að lokum skal hér lítillega greint frá listamannsferli hans. Löngu áður en Erlingur fór til Noregs lagði hann stund á myndlist, aðallega höggmyndalist eða gerð þrívíðra mynda. Verk hans höfðu vakið at- hygli, til dæmis hafði Keflavíkur- bær þá þegar eignast verk eftir hann. Erlingur var aðstoðarmaður Sig- Portrett. Gifs. urjóns Olafssonar myndhöggvara á árunum 1974-1983. Það má geta nærri að sá tími var lærdómsríkur fyrir Erling. Vinátta þeirra var mik- ilsverð fyrir báða. Þegar afsteypur hafa verið gerðar af verkum Sigur- jóns hefur Erlingur, allt til þessa dags, alfarið annast og haft umsjón með framkvæmdum. Eftir að Erlingur flutti til Noregs gafst honum meiri tími og betri að- staða til listsköpunar. Hann kom sér upp vel búnu verkstæði, komst í kynni við marga virtustu myndlist- armenn Noregs og varð félagi í Norsk Billedhuggerforening og Bildende Kunstnere i Bærum. Er- lingur hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum myndhöggvara, til dæmis á hann verk núna, ásamt tíu norskum myndhöggvurum, á far- andsýningu sem er á vegum Norsk Billedhuggerforening. Sýningin stendur í átján mánuði. Erlingur undirbýr nú einkasýn- ingu á verkum sínum, hún verður nú í vor í Notodden. Hann hefur fengið mörg verkefni hjá opinberum aðilum, fyrirtækjum og einkaaðilum á íslandi og í Noregi og unnið þar nokkrar samkeppnir sem efnt hefur verið til. Erlingur er viðurkenndur sér- fræðingur í að gera afsteypur af þrí- víðum myndlistarverkum, ýmsir myndlistamenn og jafnvel söfn hafa falið honum að annast slík verk. 10 Hugur og hönd 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.