Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 13
annars hvaltennur, hreindýrshorn,
vísundahorn og kindahorn í skeft-
in, auk þess viðartegundir eins og
íbenholt, rósavið, palisander og
birkirót. Líklega er Páll sá eini hér
á landi sem notar surtarbrand í
smíðisgripi sína.
Oft notar hann silfur og aðra
málma til skreytinga. Stundum
skreytir hann skeftin með út-
skurði, hugmyndirnar að skreyt-
ingunum eru gjarnan frá útskurði
og skreytilist víkingatímabilsins.
Hnífsblöðin eru einnig mjög
mismunandi að lögun, fer það
mjög eftir því til hvaða verka þau
eru einkum ætluð. Blöðin eru nett
og fagurlega formuð. Blaðlengdin
má, samkvæmt íslenskum lögum,
ekki vera meiri en 12,5 sentimetr-
ar.
I gamla daga voru hnífsblöðin
eldsmíðuð og það verklag þekkist
enn í dag. Sum blöð í hnífum Páls
eru þannig gerð, en algengara er
nú að þau séu úr ryðfríu stáli eða
þá svokölluðu Damaskusstáli, oft-
ast að formi til eftirlíkingar hnífs-
blaða frá járnöld og víkingaöld.
Allir hnífar Páls eru hafðir í
slíðrum þegar þeir eru ekki í notk-
un. Hann býr þau öll til sjálfur úr
margs konar skinni og leðri, hefur
jafnvel notað sútað fiskroð til
skreytinga á slíðrin. Hann sníður
efnið í slíðrin, formar það, saumar,
litar og skreytir. Til saumanna not-
ar hann oftast vaxborinn hörþráð,
stundum kemur það fyrir að hann
noti aðra þræði, t.d. hrosshár.
Töluverður galdur er að ná
fullu samræmi milli skeftis, hnífs-
blaðs og slíðra, en á það leggur
Páll mikla áherslu.
Auga leið gefur að það eru ekki
fá handtök sem þarf til að fullgera
hnífana og slíðrin, og það þarf
mikla þjálfun, kunnáttu og
reynslu til að gera slíka gripi sem
Páll sýndi fréttamanni blaðsins.
Aðspurður segist hann aðeins
selja hnífa sína í Gallerí Hnoss á
Skólavörðustíg í Reykjavík og á
Internetinu. Netfang hans er:
Handcraft@islandia.is. Kaupend-
ur geta einnig fengið sérsmíðaða
hnífa hjá Páli, valið sjálfir bæði
efni, form og liti.
Þórir Sigurðsson
Hugur og hönd 2000 13
Hvaltönn og buffalshorn. Seltönn og buffalshorn. Blööin eru handsmíðuð
Damaskusblöð. (Móðir og barn).
Snákaviður og buffalshorn. Blað úr handsmíðuðu þriggja laga stáli.
Surtarbrandur og hvaltönn. Handsmíðað járnaldarblað. (Konuhnífur).
hann þá oft til hnífsins í frístund-
um og tálgaði smámuni og mynd-
ir sem hann svo gaf frá sér.
Fyrir nokkrum árum fékk hann
áhuga á hnífasmíði, lærði hana að-
allega af dönskum hnífasmiðum,
en þeir hafa mjög rannsakað sögu
hnífasmíði á Norðurlöndum og
víðar. Einn þeirra virtustu í grein-
inni, Thomas Norregárd, hefur
komið til Islands og haldið nám-
skeið í eldsmíði og hnífagerð, Páll
segist hafa lært mikið af vinnu-
brögðum hans og annarra nor-
rænna hnífasmiða. Hnífasmíðin
fangaði svo huga Páls að hann tók
þá ákvörðun að einbeita sér að
henni og gera að aðalstarfi sínu.
Hann segir að hnífasmíðin hafi
gengið yfirleitt mjög vel hjá sér,
mikið sé að gera, salan gangi á-
gætlega og hann fái vel viðunandi
laun fyrir verk sín.
A og við vinnuborð hans voru
allmargir hnífar, sumir í vinnslu,
aðrir fullbúnir. Engir tveir hnífar
eru eins. Skeftin eru mjög fjöl-
breytileg, bæði hvað varðar efni
og form, lögð er áhersla á að þau
fari vel í hendi. Páll notar meðal