Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 14
s
Islensk hönnun
við aldamót
Stefán Snæbjömsson.
Undanfarna mánuði hefur íslensk
hönnun verið óvenju mikið í
sviðsljósinu og fengið þó nokkra
umfjöllun í fjölmiðlum.
Margt hefur orðið til að ýta
undir umræðuna um gildi hönn-
unar og mikilvægi hennar í nútím-
anum. Starfsumhverfi manna
verður í vaxandi mæli merkt há-
tækni á sviði hverskonar rafrænna
samskipta. Tækniframfarir á sviði
mannvirkjagerðar, samgangna og
heilbrigðisþjónustu geta, svo fremi
mannkynið fari ekki langt fram úr
sjálfu sér í tilgangslausu lífsgæða-
kapphlaupi þjóða og einstaklinga,
fært mannkyni aukna velsæld.
Einhvers staðar í hugskoti okkar
leynist sú vissa að allt þetta fram-
faraskeið sé að miklu leyti háð
hönnun, þ.e. hugmyndum og skil-
greiningu viðfangsefna og forsögn
um úrvinnslu þeirra. Hér eru fyrst
og fremst hafðir í huga hinir stóru
drættir heildarmyndarinnar,
stundum nefnd hin harða hönnun,
þar sem stærðfræðilegar úrlausnir
og rökhyggja eru allsráðandi.
En maðurinn er sem áður af
holdi og blóði, hann er oftar en
ekki á valdi hughrifa og tilfinn-
inga, sem flökta til eftir lítt mælan-
legum ástæðum, stjórnast af hans
eigin innbyggðri tölvu ef svo má
að orði komast.
Maðurinn leitar því stöðugt
mótvægis við hin hörðu gildi
tækniheimsins og býr nánasta um-
hverfi sitt munum sem gefa ann-
arskonar skilaboð og tala til hvers
og eins með óhlutlægum hætti.
Hinar miklu framfarir á tæknisviði
eru hugsanlega ein ljósasta ástæða
stöðugrar þarfar fyrir fjölbreytni
og nýjungar í heimi listanna.
Þess er óskandi að íslensk hönn-
un nytjahluta, listhönnun og listir
hverju nafni sem nefnast megi efl-
ast samstíga framförum á tækni-
sviði. Margt gefur von um að svo
geti orðið.
Undangengin umræða um Lista-
háskóla Islands og síðan stofnun
hans á síðasta ári vegur þungt.
Ljóst er að nokkurn tíma mun taka
að móta listaháskóla með þeim
hætti sem hér hefur verið stefnt að.
Að leiða saman hinar mörgu list-
greinar í eina menntastofnun er án
Faro-brúin í Danmörku þykir eitt af fallegri mannvirkjum í vegagerð.
14 Hugur og hönd 2000