Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 15

Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 15
 Hönnun: Þorbergur Halldórsson, manséttuhnappar, silfur, ál og demantar og hálsmen, silfur ál og demantar. efa mikið vandaverk og mikil á- byrgð hvílir á þeim sem þetta verk hefur verið falið. Vonandi verður leitin að góðum lausnum vörðuð víðsýni og velvilja þeirra sem til verksins hafa valist. Hönnunarsafn íslands var stofn- að í lok árs 1998, með samningi menntamálaráðuneytis, Garðabæj- ar og Þjóðminjaráðs. Kynningar- sýning safnsins, sem menntamála- ráðherra Björn Bjarnason opnaði 15. október 1999, stóð í Garðabæ í október og nóvember sl. Af því til- efni efndi safnið til málþings í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, þar sem fjórir erlendir gestir fluttu er- indi undir yfirskriftinni „Gildi hönnunarsafna i nútíð og framtíð". Þessir gestir voru: Anniken Thue, forstöðumaður Listiðnaðarsafnsins í Osló, Paul Thompson, forstjóri Design Museum í London, Reyer Kras, forstöðumaður hönnunar- deildar Stedelijk-safnsins í Amster- dam og Volker Albus, prófessor við hönnunarháskólann í Frankfurt. Þessir reynsluríku gestir, sem sýndu hinu nýstofnaða íslenska safni mikinn velvilja með heim- sókn sinni, skildu eftir góð ráð og ábendingar sem nýtast munu vel við mótun markmiða og starfs- hátta hins nýja safns. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur, nýráðinn umsjónarmaður safnsins, var einnig meðal frum- mælenda. Hann lýsti hinu íslenska „hönnunarlandslagi" hvað varðar iðnhönnun og listhönnun og þeirri sérstöðu sem við er að etja í fá- mennu þjóðfélagi sem frarri að þessu hefur ekki að fullu verið meðvitað um gildi hins skapandi afls sem knýr á um hönnunar- lausnir. Það er ósk allra sem að Hönn- unarsafni Islands standa að það megi ná að rótfesta sig í hönnunar- umhverfinu og verða virkt í öflun heimilda um íslenska hönnun svo og að draga saman athyglisverða muni sem til kunna að vera frá fyrri tíma en eins frá líðandi stund Hönnun: Erling Jóhannesson, hringur, gull, stál, og demantur og armband, stál og gull. Hugur og hönd 2000 15

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.