Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 15

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 15
 Hönnun: Þorbergur Halldórsson, manséttuhnappar, silfur, ál og demantar og hálsmen, silfur ál og demantar. efa mikið vandaverk og mikil á- byrgð hvílir á þeim sem þetta verk hefur verið falið. Vonandi verður leitin að góðum lausnum vörðuð víðsýni og velvilja þeirra sem til verksins hafa valist. Hönnunarsafn íslands var stofn- að í lok árs 1998, með samningi menntamálaráðuneytis, Garðabæj- ar og Þjóðminjaráðs. Kynningar- sýning safnsins, sem menntamála- ráðherra Björn Bjarnason opnaði 15. október 1999, stóð í Garðabæ í október og nóvember sl. Af því til- efni efndi safnið til málþings í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, þar sem fjórir erlendir gestir fluttu er- indi undir yfirskriftinni „Gildi hönnunarsafna i nútíð og framtíð". Þessir gestir voru: Anniken Thue, forstöðumaður Listiðnaðarsafnsins í Osló, Paul Thompson, forstjóri Design Museum í London, Reyer Kras, forstöðumaður hönnunar- deildar Stedelijk-safnsins í Amster- dam og Volker Albus, prófessor við hönnunarháskólann í Frankfurt. Þessir reynsluríku gestir, sem sýndu hinu nýstofnaða íslenska safni mikinn velvilja með heim- sókn sinni, skildu eftir góð ráð og ábendingar sem nýtast munu vel við mótun markmiða og starfs- hátta hins nýja safns. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur, nýráðinn umsjónarmaður safnsins, var einnig meðal frum- mælenda. Hann lýsti hinu íslenska „hönnunarlandslagi" hvað varðar iðnhönnun og listhönnun og þeirri sérstöðu sem við er að etja í fá- mennu þjóðfélagi sem frarri að þessu hefur ekki að fullu verið meðvitað um gildi hins skapandi afls sem knýr á um hönnunar- lausnir. Það er ósk allra sem að Hönn- unarsafni Islands standa að það megi ná að rótfesta sig í hönnunar- umhverfinu og verða virkt í öflun heimilda um íslenska hönnun svo og að draga saman athyglisverða muni sem til kunna að vera frá fyrri tíma en eins frá líðandi stund Hönnun: Erling Jóhannesson, hringur, gull, stál, og demantur og armband, stál og gull. Hugur og hönd 2000 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.