Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 16
því furðu fljótt vill fenna yfir það
sem vel er gert. Hlutverk hönnun-
arsafna hefur ekki síður verið að
vekja athygli á góðri hönnun sam-
tímans en varðveislu eldri muna.
Safninu hafa þegar borist margir
góðir munir og stefnir að sýningu
á þeim á árinu.
í aprílmánuði 1999 áttu 25 ís-
lenskir hönnuðir verk á norrænni
yfirlitssýningu „Nordic Trans-
parencies" í Stedelijk-safninu í
Amsterdam. Það sem vakti athygli
við val munanna, sem Reyer Kras
forstöðumaður hönnunardeildar
Stedelijk-safnsins valdi, var hve
víða hann leitaði fanga og stillti
Hönnun: Erla Sólveig Óskarsdóttir,
stóllinn Jaki, ál og formbeygður við-
ur (frá sýningu í Amsterdam 1999).
saman tæknilegri hönnun á borð
við nytjahluti eins og laxateljara
og fiskivogir og hreinu listhand-
verki. I þessu vali endurspeglast
viðhorf sem rutt hefur sér til rúms
á hönnunarsviðinu undanfarin ár
en það er að horfa fram hjá skörp-
um landamærum, sem oft hafa
verið dregin milli hinna ýmsu
greina hönnunar og sjónmennta
almennt, en í staðinn að leitast við
að samþætta hinar ýmsu greinar
sjónmennta, aðferðir og viðhorf til
efnis og tækni.
Félagið Form Island undirbýr
nú stóra yfirlitssýningu um ís-
lenska hönnun sem halda á að
Kjarvalsstöðum seinnihluta árs
2000. Sýningin gengur undir
vinnuheitinu „Islensk hönnun í
aldarspegli". I október sl. gengust
húsgagnaframleiðendur fyrir
Þess ber að geta að árið 1998
skipaði forsætisráðuneytið nefnd
er gera skyldi úttekt á verkefninu
„Handverk og hönnun" sem ráðu-
neytið hafði stutt í nokkur ár.
Sýningin Form ísland II í Röhsska safninu í Gautaborg 1992.
hönnunardegi þar sem veittar
voru viðurkenningar fyrir fram-
sækna húsgagnahönnun. Hönn-
unardagar voru hér fyrst haldnir
fyrir frumkvæði Form ísland, í
samvinnu við húsgagnaframleið-
endur, sá fyrsti 1987.
Félagið Form Island sem stofn-
að var 1985, fyrst og fremst til að
kynna íslenska hönnun og mikil-
vægi hönnunarsviðsins, hefur frá
stofnun gengist fyrir margskonar
kynningu á íslenskri hönnun og
átt samstarf við hliðstæð félög og
stofnanir erlendis. Félaginu, sem
vinnur merkilegt og í raun bráð-
nauðsynlegt kynningarstarf, hefur
enn ekki tekist að afla sér viðun-
andi tekjustofna. Ef tekið er mið af
hliðstæðri starfsemi erlendis gerist
það vart án skilnings og einhvers
stuðnings opinberra aðila.
Það væri illa farið ef því starfi
sem þegar hefur verið unnið og
telja má mikilvægan grundvöll til
að byggja á yrði kastað fyrir róða
vegna andvaraleysis.
Nefndinni var einnig ætlað að
gera tillögur um hvernig haga
mætti stuðningi stjórnvalda við
handverksgreinar í framtíðinni.
Nefnd þessi skilaði tillögum til
forsætisráðherra í desember 1998
og lagði eindregið til að stuðningi
við viðfangsefnið yrði fram haldið.
A fjárlögum þessa árs er 6,5
milljónum króna veitt til „Hand-
verks, hönnunarmiðstöðvar heim-
ilis- og listiðnaðar." Þetta verður að
teljast marktækur stuðningur við
verðugt viðfangsefni. Hér er þó að-
Hönnun: Guðný Hafsteinsdóttir,
postulínsvasar og skreyttir munir úr
gleri.
16 Hugur og hönd 2000