Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 22
Hárvinna
Mér hefur tekist að rekja hár-
vinnu, unna af íslenskum konum,
allt til ársins 1855. Þá var kona,
sem hét Guðrún Hjálmarsdóttir
Halberg, ættuð frá Fremri-Bakka í
Langadal, Norður-ísafjarðarsýslu,
búsett í Danmörku. Guðrún var
gift dönskum sjómanni, Niels
Frederik Halberg.
Það er til mynd eftir Guðrúnu
síðan 1855, mjög falleg með fjöl-
breyttu mynstri. Mig langar að
skjóta hér inn því sem sagt var um
Guðrúnu af öðru tilefni. Sagt var
að það sem Jón Sigurðsson var
fyrir íslenska stúdenta í Höfn, það
hafi Guðrún verið fyrir hand-
verksfólkið íslenska sem kom í at-
vinnuleit og fyrir þá sem sjúkir
komu að heiman frá Islandi að
leita sér heisubótar í Höfn.
Um 1890 fór ung systurdóttir
Guðrúnar til Hafnar. Hún hét Kar-
itas Hafliðadóttir og var frá sama
bæ og Guðrún. Karitas var fædd
24. mars 1864, dáin 1945. Hjá þess-
ari móðursystur sinni lærði hún
fjölbreytta handavinnu og þar á
meðal hárvinnu. Það eru til marg-
ar myndir eftir Karitas. Hún kom
aftur til íslands 1897, gerðist þá
barnakennari á Isafirði og kenndi
flestum Isfirðingum að lesa um
það bil um hálfrar aldar skeið. Þá
kenndi hún mörgum konum að
vinna úr hári og voru margar kon-
ur sem unnu myndir fram yfir
1940, en þá held ég að hafi eitt-
hvað farið að draga úr því.
Móðir mín, Ragnheiður Hákon-
ardóttir, Reykjarfirði við Djúp,
fædd 16. ágúst 1901, dáin 1977,
lærði hjá Karitas og vann nokkrar
myndir fyrir vini sína. Arið 1934,
þegar ég var níu ára að aldri, var
hún að vinna mynd fyrir systur
sína sem bjó í Noregi. Ég var þá
veik þann vetur og leiddist mér að
liggja í rúminu. Ég fékk því að
setjast fram á stól hjá mömmu og
lærði þá aðferðina við að vinna úr
hári. Mamma gat meira að segja
notað í sína mynd rósir sem ég
hafði gert og er ég enn hreykin af
Sigríður Salvarsdóttir.
því. Svo árið 1980 fór ég að rifja
upp aðferðina og byrjaði á mynd
úr silkigarni, en eftir 1990 fór ég að
búa til myndir, eyrnalokka og næl-
ur.
Ég varð þá vör við að þessi
handavinna var mikið til hætt, þó
getur verið að einhverjar konur
hafi unnið hana heima hjá sér. Mér
datt þá í hug að gaman væri að
koma svona handavinnu yfir á
næstu öld og hef því leiðbeint
nokkrum konum um aðferðina.
Mér þykir mjög vænt um það að
sumar halda áfram og vona ég að
mér hafi því tekist ætlunarverkið
að koma þessu yfir á tuttugustu og
fyrstu öldina.
22 Hugur og hönd 2000