Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 23
Verkfærin sem þarf við hárvinnu
eru þessi:
• Nokkrir bandprjónar,
misjafnlega grófir.
• Fínn rafmagnsvír, í hverja
rós er notaður einn þáttur.
• Góð töng.
Fyrst eru tekin nokkur hár og
þau strokin upp úr vatni. Því næst
er vírinn lagður saman þannig að
báðir endar verði jafnlangir, en þó
heilir í miðju. Vírnum er síðan
brugðið yfir prjóninn og brugðið
saman að neðan (þetta er í eina
skiptið sem vírinn fer yfir prjón-
inn). Þá er hárið lagt yfir prjóninn
og vírnum brugðið fyrir neðan.
Síðan endurtekið, hárið yfir prjón-
inn og vírnum brugðið fyrir neð-
an, þangað til sú lengd er fengin
sem ætlað er. Þá er lokað vel fyrir
með vírnum og prjónninn dreginn
úr með töng. Ur lengjunni er hægt
að móta ýmis blóm, blöð og strá.
Það er hægt að gera ýmsar útfærsl-
ur eftir því hvort notaður er einn,
tveir eða þrír prjónar. Það er hverj-
um og einum í sjálfsvald sett
Úrfesti gerð 1906.
hvernig rósir, blöð og strá eru
gerð, því þar eru óteljandi mögu-
leikar. Það eina sem þarf að gera
alltaf eins er að bregða vírnum
rétt. Ég set hér með nokkur sýnis-
horn.
Það hefur verið skrifuð doktors-
ritgerð um þessa handavinnu. Sú
kona hét Karen Andersen, var
dönsk og bjó í Friðrikshöfn. Hún
skrifaði ritgerðina við Uppsalahá-
skóla. Karen safnaði handavinnu
fyrir Bangsbosafnið, sem er hér-
aðssafn í Danmörku. Söfnunin var
gerð fyrir Danska kvenfélagasam-
bandið. Eftir því sem Karen segir,
er þessi vinna rakin til Svíþjóðar.
Það voru ungar, fátækar stúlkur
þaðan sem ferðuðust um Norður-
löndin og buðu fram vinnu sína og
voru kallaðar „Hárlokkarnir". Þær
unnu bæði myndir, hálsfestar, úr-
festar og margt annað. Hér með er
mynd af úrfesti sem var gerð 1906.
Ffún er nú í eigu Salvars, sonar
míns, en faðir minn átti hana áður.
Sigríður Salvarsdóttir
Hugur og hönd 2000 23