Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 26

Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 26
Brúðarbúningur Margrétar Ragnarsdóttur Fyrsti skautbúningurinn sem saumaður hefur verið í 25 ár Margrét og Magnús ganga frá Viðeyjarstofu eftir vígsluna. Ákveðið var að Margrét héldi á sálmabók en ekki bíómum, því að í flestum tilfellum fara brúðarvendir illa við skautbúninginn. Magnús klæddist hátíðarbúningi ís- lenskra karla, sem hannaður var í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins árið 1994. Mynd: DV Ingólfur. Laugardaginn fyrir verslunar- mannahelgi, þann 31. júlí 1999, giftu sig í Viðeyjarkirkju Margrét Ragnarsdóttir, forstjóri MMC í Bretlandi, og Magnús Steinþórs- son gullsmiður. Brúðkaup í Við- eyjarkirkju eru í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, nema vegna þess að brúðurin lét sauma á sig skaut- búning með lagi Sigurðar málara, sem brúðarbúning, en slíkur bún- ingur hefur líkast til ekki verið saumaður á síðustu 25 árum. Nokkuð algengt var á seinni hluta 19. aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. að konur notuðu skaut- búning sem brúðarskart, en úr því hefur dregið. Búningar sem saum- aðir voru snemma á öldinni eru margir orðnir gamlir og við- kvæmir og passa illa á nútíma konur, sem eru almennt stærri og þéttari en formæður þeirra. Skautbúningar voru saumaðir í nokkrum mæli fram yfir miðja öldina, en mér telst svo til að ekki hafi verið saumaður heill skaut- búningur síðan um 1975 eða í 25 ár. Um það leyti saumaði Elín Jónsdóttir, fyrrverandi kennari í þjóðbúningasaumi, tvo skautbún- inga með öllu, og hef ég ekki fundið að slíkir búningar hafi ver- ið saumaðir frá grunni þar til nú. A þessum tíma hafa einhverjir gamlir búningar verið endurnýj- aðir, s.s. að saumaðar hafa verið nýjar treyjur, endurnýjuð slör, faldhúfur og annað slíkt. Sigurður Guðmundsson málari teiknaði skautbúninginn rétt fyrir og um 1860, en í vasabók hans, merktri árinu 1861, segir hann að í október 1859 hafi Sigríður nokkur Guðmundsdóttir, fyrst kvenna, notað nýja búninginn á brúð- kaupsdegi sínum.1 Elsti búningur- inn sem varðveist hefur, er bún- ingur Sigurlaugar í Ási, sem geymdur er í Þjóðminjasafninu, en hann er frá 1860. Eg vísa í skrif Elsu E. Guðjónsson í 130 ára af- mælisriti Þjóðminjasafnsins, Ger- semar og þarfaþing, til frekari fróðleiks um hann. Snemma árs 1999 komu Margrét Ragnarsdóttir og Magnús Stein- þórsson að máli við undirritaða og lýstu áhuga á að fá saumaðan skautbúning á Margréti. Varð það úr að ég tók að mér að útvega fólk 26 Hugnr og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.