Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 32
Sjónabók frá 18. öld
í desembermánuði 1997 var Þjóð-
minjasafni íslands færð afar merk
gjöf, er safninu var afhent til varð-
veislu sjónabók, gamalt handrit
með margs konar útsaumsmunstr-
um og stafagerðum. Það er bók
með uppteiknuðum reitamunstr-
um til að fara eftir, til útsaums,
flosvefnaðar, spjaldvefnaðar, eða
annarra hannyrða, en slíkar bækur
voru oft kallaðar sjónabækur.1
Það var Jóhanna Guðrún Krist-
jánsdóttir frá Flateyri, sem færði
safninu þessa merku gjöf. Móður-
systir hennar, Margrét Jóhanns-
dóttir Tulinius (1904-1971), hafði
gefið henni uppdráttabókina
nokkru áður en hún lést.
Jóhanna telur að Margrét hafi
fengið bókina í skírnargjöf, en hún
var skírð á Hólmum í Reyðarfirði
líklega sumarið 1904 og að séra
Daníel Halldórsson (1820-1908)
hafi gefið litlu stúlkunni bókina,
sem dóttir hans Margrét Daníels-
dóttir (1853-1900)2 hafði átt, þar
sem hún var látin bera nafnið
hennar, Margrét. Hvort þessi sögn
hefur fylgt bókinni og er réttari en
hin að hún hafi fengið bókina í af-
mælisgjöf, en á titilsíðu bókarinnar
er áritað fallegri hendi:
"Margrjet Jóhannsdóttir,
á afmælisdag hennar 28. marz
1906, frá Daníeli Halldórssyni,
fæddum 12. ágúst 1820."
Margrét Daníelsdóttir var fyrri
kona afa Jóhönnu, séra Jóhanns L.
Sveinbjarnarsonar, prófasts á
Hólmum. Þau hjón voru barnlaus,
en áttu fósturdóttur, Jakobínu
Grímsdóttur. Seinni kona Jóhanns
var Guðrún Torfadóttir (1872-
1956)3 frá Flateyri sem var amma
Jóhönnu. Þau gengu í hjónaband
1903 og eignuðust fjögur börn og
var Margrét elst þeirra.
Jóhanna veit ekki hvernig
sjónabókin komst í eigu fjölskyld-
unnar á Hólmum, séra Daníels og
frú Jakobínu Sofíu Magnúsdóttur
Thorarensen (1830-1914).4 En Jó-
hann réðst sem aðstoðarprestur til
séra Daníels að Hrafnagili í Eyja-
firði 10. okt. 1878 og fluttist með
honum að Hólmum í Reyðarfirði
1880 og bjó þar til æviloka.5
Það má með sanni segja, að hér
hafi komið fram fágætur gripur,
eitt sjónabókarhandrit til viðbótar
við þau níu sem áður var vitað
um. Af þeim eru sjö í Þjóðminja-
safni Islands, eitt í Þjóðminjasafni
32 Hugur og hönd 2000