Hugur og hönd - 01.06.2000, Síða 33
Dana í Kaupmannahöfn og eitt í
einkaeign hér á landi.6 Flest eru
þessi handrit frá 17. og 18. öld7 og
er þetta handrit líklega frá þeirri
18. Þegar gjöfin var færð inn í skrá
Þjóðminjasafnsins var þess getið
að í bókinni væru útsaumsmunst-
ur, sem eru þekkt fyrir og jafn-
framt önnur sem ekki hafa sést
áður.
Ein af þessum sjónabókum var
gefin út árið 1994 „Handíðir
horfinnar aldar", bók Jóns Einars-
sonar (f. um 1731, d. fyrir 1799),
bónda í Skaftafelli.8 Sú bók hefur
þá sérstöðu, að flest munstur eru
listilega útfærð í lit og handritið er
afar fallega teiknað af mikilli ná-
kvæmni og alúð.
I handritinu frá Flateyri eru allir
uppdrættir teiknaðir með mó-
brúnu (svarbrúnu) bleki, munstur
fyllt upp í rúður, strikaðar sama lit.
Það má greinilega sjá að hvorki er
allt handritið teiknað af sama
teiknara, né öll munsturblöð frá
sama tíma. Nokkrar síður bera af
hvað handbragð snertir, á þeim
eru bæði munstur og reitir dregin
upp af nákvæmni og smekkvísi.
Þessi hluti bókarinnar virðist vera
sá elsti. A eina af þessum síðum er
teiknað munstur er myndar tigul, í
hvert horn tigulsins einföld átta-
blaðarós og efst fyrir miðju tveir
fuglar með tré á milli sín. I miðju
munstursins er táknið I H S og
stafirnir (fangamark) E G S, en sitt
hvorum megin við ofanverðan
tigulinn, AN NO en að neðan ár-
talið 17 78, sem er elsta ártalið í
bókinni. Þetta sama munstur er
teiknað öðru sinni og þá með ártal-
inu 1816, örlítið frábrugðnu hinu
fyrra, en ekki teiknað af sömu ná-
kvæmni eða öryggi. Aftan á eina af
þessum fallegu síðum er ritað all-
nokkurt mál, er þáverandi eigandi
bókarinnar „Inge Biörg,, rekur ætt-
artölu sína til Jóns biskups Arason-
ar á Hólum og endar á þessa leið:
„byskup Jon ara son, séra biörn
proflastur] hans son biarne hans
Dottur herdys Þorun Dotter herdysar
og séra Þorleifs Aldís dotltir] Þorunar
og Brinjolfs Guðmundur sonur aldi
[sar] hans son Ejrikur hans Dotter
Inge Biörg sem bokina a"
í heild er handritið heillegt, að
mestu saumað saman, en þó eru
einstaka laus blöð, þar með ysta
örkin, sem er brotin í tvennt og
lögð um handritið. Það er á þessa
örk sem séra Daníel Halldórsson
áritar bókina til Margrétar. Aftan á
þessa sömu örk er skrifað alló-
formlega, niðri við kjöl, „Margret
Egelsdóttir, Margrét, Margriet Eyells
Dottir". Fremsta blaðið í handrit-
inu er talsvert lúið, gatslitið þvert
yfir síðuna ofanverða. Blaðsíður
eru ótölusettar og munstur oftast
teiknað á hægri síðu og vinstri síða
auð, en er þó ekki regla. Utan um
handritið er laus bókarkápa úr
dökkbrúnu pergamenti að stærð
21 x 34 cm og er faldur brotinn inn
af hverri hlið frá l/i upp í 2 l/i cm.
Stærð handritsins er um 17x 21 cm.
Ef bornar eru saman þessar
tvær sjónabækur, má vissulega sjá
nokkurn skyldleika með einstaka
munstrum og stafagerðum. Strax á
fyrstu opnu bókarinnar og þeirri
næstu eru leturgerðir er svipar
mjög til leturs sem er á síðu 9 r fyr-
ir neðan munsturbekk í sjónabók-
inni frá Skaftafelli.9 En svipað
þessu letri og ýmsa munsturbekki
með dýra- og fuglamyndum má
sjá á spjaldofnum böndum. Bæði
munstur og letur láta lítið yfir sér í
bókinni, en komin í spjaldofin
bönd, unnin af snilli og listfengi,
oft með fullu nafni og ártali eig-
anda ásamt fugla- og dýramynd-
um og eru gersemar. „Konur
spjaldófu mikið af axlaböndum,
styttuböndum, sokkaböndum o.fl.,
og var oft letur og stafir í spjald-
Hugur og hönd 2000 33