Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 34
vefnum. Allt var þetta letur gert
eftir krosssaumsspori".10 Þá lýsir
Halldóra Bjarnadóttir í bók sinni
Vefnaður, tveimur böndum, öðru
af Héraði sem er „ eitt hið fegursta
band af því tagi, sem til er
...[merkt]... B.G. á bandið með
réttu," Uppistaðan er hárfínn,
tvinnaður, dreginn togþráður, svo
fínn, að þráðafjöldinn í uppistöð-
unni er 300, en breiddin á bandinu
aðeins 2 cm." Hitt bandið er kallað
sessuband eða hnakkband og er
þessi vísa ofin í bandið:
Sæll æ sittu,
sessu bittu
so með bandi,
en það vittu
það er til styttu
óbrúkandi.11
Á tímum sjónabókarinnar var
algengt að konur hefðu sessur í
söðlum og var oftast vel til þeirra
vandað, þær skreyttar ýmsum út-
saumi, skatteraðar, flosaðar eða
ofnar.12 Dæmigerð munstur voru
jurtapottar eða áttablaðarós ásamt
fangamarki og ártali eiganda. í
sjónabókinni eru nokkur munstur
sem hér gætu átt við. Þá eru ótald-
ir munsturbekkir af ýmsum
breiddum og gerðum, auk ýmissa
flatarmunstra sem oft voru listi-
lega útfærð á rúmábreiðum og
öðrum nytjahlutum. Hér hefur að-
eins verið stiklað á stóru í umfjöll-
un um sjónabókina frá Flateyri.
Handritið er afar spennandi rann-
sóknarverkefni; þar er að finna
margar vísbendingar bæði í rituðu
máli og munstrum sém vísa veg-
inn og auðvelda að rekja feril
handritsins og nálgast uppruna
þess. Lesa saman munstur og
varðveitta textíla, en marga glæsi-
lega muni má sjá bæði á Þjóð-
minjasafni Islands og á söfnum
víðs vegar um land. Munir sem
bera höfundum vitni um háþróað
handbragð og listfengi.
Kristín Schmidhauser Jónsdóttir
Ljósmyndir: ívar Brynjólfsson,
Þjóðminjasafni Islands.
1 Elsa E. Guðjónsson, Handíðir horfinnar
aldar, Sjónabók frá Skaftafelli Þjms. Þ. og Þ.
Th. 116, Reykjavík 1994, bls. 11.
2 Björn Magnússon, Guðfræðingatal 1847 -
1957. Reykjavík 1957.
3 Sama rit.
4 Páll Eggert Olason, Islenzkar æviskrár frá
landnámsstofnun til ársloka 1940. I. bindi,
Reykjavík 1948.
5 Björn Magnússon, Guðfræðingatal.
6 Elsa E. Guðjónsson, Handíðir horfinnar
aldar, bls. 11.
7 Sama rit, bls. 11.
8 Sjónabókin var gefin út í tilefni starfs-
loka Elsu E. Guðjónsson textílfræðings
við Þjóðminjasafn íslands. Hún ritar
afar fróðlegan inngang að bókinni.
9 Handritið Þjms. Þ. og Þ. Th. 116, Ljós-
prent, bls. 10, (9r).
10 Jónas Jónasson, íslenskir pjóðhættir,
Reykjavík 1961, bls. 127-128.
11 Halldóra Bjarnadóttir, Vefnaður á (slensk-
um heimilum á 19. ogfyrri hluta 20. aldar.
Reykjavík 1966, bls. 139 - 140.
12 Hulda Stefánsdóttir, "Gaman er að
skreppa á bak ", Rit Heimilisiðnaðarfélags
íslands, 1983.
34 Hugur og hönd 2000