Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 35
Legsteinasmíðar
Legsteinn Jónasar Jónssonar prests í Reykholti, f. 1773,
d. 1861, í kirkjugarðinum þar. Höggvinn af Gísla
Jakobssyni á Augastöðum, d. 1885.
Ljósmynd: Gísli Gestsson, 1963.
Það er oft haft á orði, að
Islendingar hafi fyrrum
ekki verið þess megnugir
að fást við steinsmíðar,
ekki ráðið við þetta
víðnotaða byggingar- og
smíðaefni sem hvar-
vetna, og víðast um ná-
læg lönd, var notað til
bygginga og listaverka.
Nefna menn þá einkum
steinbyggingarnar, sem
standa víðast um lönd
allt frá miðöldum, kirkj-
ur, klaustur og hallir, en
hér voru steinhús ekki
reist fyrr en á 18. öld, þá
af erlendu stjórnvaldi og
gerð af erlendum stein-
smiðum. Skýringar eru
ýmsar, svo sem að hér
hafi ekki verið hentugt
grjót til steinbygginga.
Það fær þó vart staðizt,
því að er menn fóru að
reisa hér hús af höggn-
um steini fannst víða vel
höggvandi grjót, svo sem
sjá má af steinhúsum 18.
og 19. aldar er mörg
standa enn.
Þeirri spurningu verð-
ur ekki reynt að svara
frekar hér, hvers vegna
menn reistu ekki stein-
hús á Islandi á miðöld-
um, er þó vitað að það
stóð til í tvö skipti, en ör-
lög forgöngumannanna
bundu enda á þá ætlan.
En hins vegar mun hvers
konar hagleikur ekki
hafa verið minni meðal Islendinga
en annarra, það sést hvarvetna af
varðveittum gripum frá öllum
öldum, smíðisgripum, útskurði og
hannyrðum, og reyndar er stein-
smíði þar ekki undan skilin. Frá
ýmsum öldum er til steinsmíði
sem sýnir að menn lögðu í að
glíma við þetta harða og torunna
smíðaefni; hér á ég einkum við
legsteina, sem allmargir hafa varð-
veitzt frá fyrri tímum og allt frá
miðöldum, og telja má íslenzka.
Steinmyndin frá Síðumúla,
höggvin konumynd, sem styður
hönd undir kinn og með vel lög-
uðum klæðafellingum, sennileg-
ast María, er án efa íslenzk mið-
aldasmíð, þótt hún verði ekki
nánar tímasett. Legsteinn frá
Görðum á Akranesi, sem svipar
mjög til fyrrgreindrar myndar, þó
mun meira unnin en ekki
varðveitt nema að hluta,
er einnig án efa íslenzkur.
Frá síðari hluta miðalda
eru varðveittir nokkrir
rúnasteinar úr kirkju-
görðum, steinarnir sjálfir
að vísu lítt eða ekki unnir
heldur stuðlaberg úr
náttúrunni, en letur
höggvið í einn eða fleiri
fleti steinsins. Margir
þeir eru vestanlands,
svonefndir Baulusteinar,
líparítstuðlar úr fjallinu
Baulu.
Enn má víða sjá hér í
kirkjugörðum gamla leg-
steina íslenzka, oft þó
afar misjafna að gerð og
yfirbragði. Sumir eru lítt
unnir undir letur, oft var
aðeins valin sæmilega
slétt steinhella og látið
nægja að höggva í hana
letur, nafn hins látna og
ártöl, stundum er þó
steinninn sléttaður og
letrið höggvið í flötinn,
oft sést skrautrönd um-
hverfis eða myndir í
hornum, gerð í líkingu
merkja guðspjallamann-
anna og hafa að fyrir-
mynd hinar stóru er-
lendu steinhellur, sem
fluttar voru hingað til
lands á grafir fyrirfólks,
mest á 17. og 18. öld.
Fæstir íslenzku
steinsmiðanna eru þekkt-
ir. Björn Th. Björnsson
hefur leitt að því líkur að legstein-
arnir í Garðakirkjugarði á Álfta-
nesi, frá 17. öld, sem eiga sér fleiri
líka í öðrum görðum hér í grennd,
séu eftir séra Þorkel Arngrímsson í
Görðum, föður Jóns biskups
Vídalíns. Hann fór utan og nam
þar auk guðfræði, náttúrufræði,
lækningar og námurannsóknir, og
þá er stutt til steinsmíði. Þessir
steinar eru næsta einstæðir, stærð
Hugur og hönd 2000 35