Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 37

Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 37
son á Höskuldsstöðum, forföður Stephensensættarinnar, er Húsa- fellssteinn og einn er svo fjarri sem að Möðruvöllum í Hörgárdal. Þessir legsteinar eru flestir úr rauðleitri steintegund, þéttum leir eða fínum sandsteini, en aðrir úr gráu grjóti. Rauði steinninn er úr Bæjargilinu þar á Húsafelli, finnst þar á tveimur stöðum, og er þetta grjót með afbrigðum litarfagurt þegar það er nýskafið, slær þá blá- um blæ á steininn. Gráa grjótið, sem virðist þó minna hafa verið notað, enda ekki eins blæfagurt á að líta og ekki eins auðunnið, finnst þar í Selgili nokkru framan við Húsafell. Þeir Húsafellsmenn smíðuðu ekki aðeins legsteina úr þessu rauða grjóti. Úr því voru höggnir nóstokkar og til voru úr því stein- ker, höfð undir ljósmeti þar á bæ, og á síðari árum hefur Páll Guð- mundsson listamaður á Húsafelli notað það í listaverk sín, sem al- kunn eru. í Reykholtskirkjugarði eru 12 legsteinar sem greinilega eru gerð- ir af þeim Húsafellsmönnum og kallaðir eru hér Húsafellssteinar. Hinn stærsti þeirra er um 49 x 124 cm, en flestir nokkru styttri, sumir þó eilítið breiðari. Þeir eru flestir ferhyrndir, á fáeinum er bogi upp úr sem nær þó ekki út á hornin. Steinarnir hafa verið höggnir jafn- ir á hliðar og skafnir sléttir, en steinninn er mjúkur og lætur und- an eggjárni, einkum sé hann blaut- ur. Strik eru jafnan meðfram brún- um, gerð með þar til gerðu strik- járni, en þó jafnframt stundum bárulaga bekkur umhverfis sem nær út á strikið, bárurnar misstór- ar, og á öðrum steinum er svo- nefndur „tannstafur", eins konar ferhyrndir bitar eða tappar, sem alþekktir eru í skrautlist 19. aldar. Þá kemur og fyrir slétt strik innan við, umhverfis leturflötinn. Letrið er yfirleitt höggvið á all- an flötinn. Það er yfirleitt með tvennu móti, upphafsstafa latínu- letur er algengast, á öðrum er eins konar skrifletur, settletur, en á nokkrum hvort tveggja. Letrið er jafnt og stafagerðin er jöfn og föst og virðist gerð eftir nákvæmri for- skrift. Greinilega hefur letrið verið Legsteinn Jóns Kristjánssonar hreppstjóra á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal, f. 1800, d. 1859, í Reykholtskirkjugarði. Sennilega eftir Þorstein Jakobsson á Húsafelli, d. 1868. Var mjög brotinn er myndin var tekin 1963. Ljósmynd: Gísli Gestsson. teiknað nákvæmlega á steininn og höggvið síðan og skafið upp úr stöfunum til að gera þá jafnari. Líkur benda til, að elztu slíkir steinar, sem finna má í kirkjugarð- inum á Húsafelli, séu frá 18. öld, en þeir eru ekki ársettir. Flestir Húsafellssteinar eru hins vegar frá 19. öld, svo sem sést af dánar- árum þeirra, sem steinarnir eru yfir. Jakob Snorrason, sonur séra Snorra, hefur löngum verið talinn fremstur legsteinasmiður þeirra Húsafellsmanna. Segir Kristleifur Þorsteinsson frá Húsafelli frá því, að faðir sinn hafi oft verið með Jakobi föður sínum við legsteina- smíðar, og nokkrir steinar eru merktir Jakobi, til dæmis steinn- inn yfir Guðmund Vigfússon „ökonomus", er síðast var bóndi á Gullberastöðum, en þar setur Jak- ob upphafsstaf sinn og föðurnafn neðst á steininn. Þá er vitað að Jakob gerði steininn yfir séra Hall- grím Pétursson í Saurbæjarkirkju- garði, Gísli sonur hans hefur merkt sér legstein yfir séra Jónas Jónsson í Reykholti, hann er með latínuletri en nafn steinsmiðsins neðst með skrifletri og ártalið 1877. Jakob notar skrifletur og lat- ínuletur sitt á hvað á steina sína. Stundum má sjá rósir í hornum steinanna, áhrif frá hinum stóru, erlendu steinhellum sem víða má sjá á leiðum fyrirmanna í görðum landsins og höfðu oft rósir við horn eða guðspjallamannamerki. - Efst á steinum þeim, sem hafa eins og boga upp úr, eru rósaflétt- ur, haglega settar eins og letrið og annað skraut á steinunum. Allir þessir steinar eru nú meira en aldargamlir, hinn yngsti þekkti er frá 1881, og sumir eru líklega upp undir tveggja alda gamlir, og líkindi til að einhverjir séu frá 18. öld, eins og fyrr getur. Margir þeirra eru nú mjög skemmdir orðnir, brotnir og flísað upp úr þeim, því að steintegundin, eink- um hin rauða, er mjúk og við- kvæm fyrir áverkum. Steinarnir liggja flatir á leiðunum, vatn situr því í letri og smýgur í sprungur og frýs síðan og sprengir út frá sér. Þannig er víða brotið upp úr letri og sums staðar hafa komið djúpar holur í steinana, þannig að áletr- unin verður ekki alls staðar lesin í samfellu, þótt víðast megi lesa í málið. Með hverju ári versnar á- stand steinanna, má í rauninni þessi fallega listasmíð þó ekki glatast frekar en orðið er. Legsteini er oftast ætlað að liggja eða standa á leiði þess, sem hann er settur yfir, en líklegast munu þó fæstir þessir steinar liggja nákvæmlega á réttu leiði, þeir hafa greinilega margir færzt til. Því væri réttast þar sem því verður komið við, að setja þessa steina undir þak og verja þá þannig gegn algerri eyð- ingu, enda hefur svo verið farið með gamla og merka legsteina í nokkrum tilvikum. Þór Magnússon Hugur og hönd 2000 37

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.