Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 39
Sprotabelti með loftverki úr gylltu silfri, í Þjóðminjasafni íslands. Til vinstri og fyrir miðju: sprotaendi og hringju-
stokkur ásamt stokkum og doppum; til hægri bakhlið sprotaenda með gröfnu verki. Þjms. 3279.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, Ivar Brynjólfsson.
syni í Hnausum, en um morgun-
inn kom, að því er Morris skrifar,
„læknirinn með dóttur sína, sem
var klædd hátíðarbúningi og þar á
meðal belti, sem var verulega fal-
leg silfursmíð, smíðað ekki síðar
en 1530, því Sankti Barbara var
grafin á sléttan flöt sprotans í
hreinum Hans Burgmair-stíl.
Vinnan á framhlið beltisins var
mjög falleg, hefðbundið norður-
býzanskt verk, blandað hinum
upphleypta sextándu aldar laufa-
skurði."
Þann sama dag komu Morris og
félagar hans í Víðidalstungu til
Páls Vídalín. Hér skal því skotið
inn að í fyrirsögn í dagbók Morris
í ensku útgáfunni 1996 er Páll
ranglega nefndur Jón Vídalín, í
meginmáli þar þó aðeins bonder
Vídalín, þ. e. Vídalín bóndi, en í ís-
lensku þýðingunni 1975 er hann
nefndur Jón á báðum stöðum.
Gistu þeir Morris í Víðidalstungu
um nóttina. Segir Morris frá því að
gestgjafinn hafi þá um kvöldið
sýnt þeim ferðalöngunum forn-
gripi sína, meðal þeirra „fallega út-
saumað klæði með efni úr ritning-
unni, sem Eiríkur las úr með nokk-
urri fyrirhöfn." Um klæðið segir
hann enn fremur: „Það leit út fyrir
að vera frá þrettándu öld, en ég
býst við að það hafi verið frá átj-
ándu öld." Hér hafa fallið úr nokk-
ur veigamikil orð í þýðingunni
eða þeim verið sleppt, því að sam-
kvæmt enska textanum stendur að
ferðamönnunum hafi verið sýnt
„fallega útsaumað klæði með efni
úr ritningunni í hringlaga reitum
og áletrun sem Eiríkur las úr með
nokkurri fyrirhöfn."2
Um morguninn laugardaginn 5.
ágúst fylgdi bóndinn þeim út og
sýndi þeim þá kirkjuna. Lýsir
Morris henni lítillega: að hún væri
Hugur og hönd 2000 39