Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 39

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 39
Sprotabelti með loftverki úr gylltu silfri, í Þjóðminjasafni íslands. Til vinstri og fyrir miðju: sprotaendi og hringju- stokkur ásamt stokkum og doppum; til hægri bakhlið sprotaenda með gröfnu verki. Þjms. 3279. Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, Ivar Brynjólfsson. syni í Hnausum, en um morgun- inn kom, að því er Morris skrifar, „læknirinn með dóttur sína, sem var klædd hátíðarbúningi og þar á meðal belti, sem var verulega fal- leg silfursmíð, smíðað ekki síðar en 1530, því Sankti Barbara var grafin á sléttan flöt sprotans í hreinum Hans Burgmair-stíl. Vinnan á framhlið beltisins var mjög falleg, hefðbundið norður- býzanskt verk, blandað hinum upphleypta sextándu aldar laufa- skurði." Þann sama dag komu Morris og félagar hans í Víðidalstungu til Páls Vídalín. Hér skal því skotið inn að í fyrirsögn í dagbók Morris í ensku útgáfunni 1996 er Páll ranglega nefndur Jón Vídalín, í meginmáli þar þó aðeins bonder Vídalín, þ. e. Vídalín bóndi, en í ís- lensku þýðingunni 1975 er hann nefndur Jón á báðum stöðum. Gistu þeir Morris í Víðidalstungu um nóttina. Segir Morris frá því að gestgjafinn hafi þá um kvöldið sýnt þeim ferðalöngunum forn- gripi sína, meðal þeirra „fallega út- saumað klæði með efni úr ritning- unni, sem Eiríkur las úr með nokk- urri fyrirhöfn." Um klæðið segir hann enn fremur: „Það leit út fyrir að vera frá þrettándu öld, en ég býst við að það hafi verið frá átj- ándu öld." Hér hafa fallið úr nokk- ur veigamikil orð í þýðingunni eða þeim verið sleppt, því að sam- kvæmt enska textanum stendur að ferðamönnunum hafi verið sýnt „fallega útsaumað klæði með efni úr ritningunni í hringlaga reitum og áletrun sem Eiríkur las úr með nokkurri fyrirhöfn."2 Um morguninn laugardaginn 5. ágúst fylgdi bóndinn þeim út og sýndi þeim þá kirkjuna. Lýsir Morris henni lítillega: að hún væri Hugur og hönd 2000 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.