Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 42

Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 42
Pálsson skrifaði um í Árbók hins ís- lenzka fornleifafélags 1894, „Kistuhlið frá Hlíðarenda,” og Kristján Eldjárn skrifaði kafla um í bók sinni Stakir steinar 1961, og nefndi „Þrætukistan frá Skálholti," en fjórar útskornar fjalir úr kistu þessari - allar úr fram- hlið hennar - færði Jón Þórðarson á Eyvindarmúla, áður bóndi á Hlíðar- enda, Forngripasafninu að gjöf 1883 (Þjms. 2437). Um altarisdúkana tvo sem Morris kvaðst hafa séð í Skál- holtskirkju 1873 bryddaða íslensku silfri, er það að segja að brúnin með áfestum silfurskjöldum af öðrum dúknum hefur varðveist í Þjóð- minjasafni Islands (Þjms. 1145) sem og dúkur með látúnsskjöldum á við- festri brún (Þjms. 21.1.1991). En hök- ullinn góði með enska 14. aldar út- saumnum sem þar var einnig, er trúlega rauði flauelshökullinn með búnaði af opus anglicanum, enskum miðaldaútsaumi, sem kom til safns- ins úr kirkjunni 1935 (Þjms. 11923). Var búnaðurinn á bakhlið og hliðar- álmum á framhlið af enska textíllist- fræðingnum Donald King, sem lengi veitti forstöðu textíldeild Safns Viktoríu og Alberts í London, tíma- settur til áranna frá um 1360 til 1390, svo sem fram kemur í sýningarskrá frá því safni 1963, en þá var hökull- inn léður þangað á sérsýningu. IV Ekki tókst þó íslensku þjóðinni að halda eftir einum af þeim merkis- gripum sem Morris sá á ferð sinni 1871: útsaumaða klæðinu sem Páll bóndi í Víðidalstungu átti meðal gamalla gripa sinna. Rúmum ára- tug síðar, nánar til tekið 1884, var Morris beðinn að segja álit sitt á nokkrum íslenskum textílum sem Sigríður Einarsdóttir, kona Eiríks Magnússonar bókavarðar, hafði boðið Safni Viktoríu og Alberts í London - sem þá nefndist raunar enn South Kensington Museum - til kaups. Var sagt, að því er fram kemur í bréfi Morris til safnsins sama ár, að verið væri að selja muni þessa til ágóða fyrir bágstadda ís- lendinga. Samkvæmt ráðlegging- um Morris varð úr að safnið keypti gripi þá sem í boði voru. Merkastur gripanna, að dómi Morris í sama bréfi, var útsaumað klæði sem hann segir að honum hafi verið „sýnt á þekktum sveitabæ" í Is- landsferð sinni 1871 og að það hafi verið „notað þar í kirkjunni." Klæði þetta er þó ekki kirkju- klæði heldur kross- og augnsaum- uð rúmábreiða, þakin útsaumi. A henni eru meðal annars fjórir hringlaga reitir og í þeim biblíu- myndir: Abraham og Isak (fórn Is- aks), innreið Krists í Jerúsalem, Móses og Faraó og Móses og lög- málstöflurnar, og enn fremur bekk- ir með stílfærðu jurtaskreyti og á- letrunum. Ljóst er að ábreiða þessi er klæði það sem Morris og félög- um hans var sýnt heima á bænum í Víðidalstungu. Áletranirnar á klæðinu, þær sem Eiríkur Magnús- son las úr með nokkrum erfiðis- munum að sögn Morris, eru vísur eftir Pál lögmann Vídalín, en Páll bóndi var fimmti maður frá lög- manni. Hefur lögmaður ort vísurn- ar gagngert á áklæðið er hann nefnir svo, en samkvæmt þeim „þelaði" kona hans Þorbjörg, dóttir Magnúsar Jónssonar digra í Vigur, það „með hendi sinni." Vísurnar, prentaðar í Vísnakveri Páls lög- manns, eru á þessa leið: Herrann gefi pér hæga að fá hvíld í rekkju pinni; áklæði petta Þorbjörg á pelað með hendi sinni. Útrennsluna, pá ung var mey, efnaði teitur svanni, bekkina gerði gullhlaðsey gefin til ekta manni. Innan bekkjar allan fans eptir fornu ráði; en að tilsögn ektamanns orðin kvendið skráði. í Vísnakverinu segir um skáld- skap þennan: „Þessar vísur saum- aði hústrú Þorbjörg sem er ein sú mesta handnyrða kona, í áklæði, en lögmaðurinn kvað svo stóðust á stafirnir í vísunum og sporin í áklæðinu, svo ei var of né vant," og jafnframt er þess getið að vís- urnar séu ortar eftir 1696. Það ár gengu Páll og Þorbjörg í hjóna- band. Gat Morris sér nokkuð rétt til um aldur áklæðisins, því að samkvæmt efni seinni erindanna tveggja mun það hafa verið saum- að um eða upp úr aldamótunum 1700. Af dagbók Morris 1871 er ljóst að honum var sýnt klæðið inni í bæ í Víðidalstungu kvöldið áður en hann skoðaði kirkjuna, en ekki er þess getið að það hafi ver- ið haft til upphengingar í henni. í áðurnefndu bréfi sínu til safnsins þrettán árum síðar segir Morris hins vegar að klæðið hafi verið notað í kirkju; þegar klæðið er síð- an skráð í aðfangabók safnsins er það sagt hafa hangið í óþekktri kirkju á íslandi, og hefur ætluð notkun þess sem kirkjutjalds lengst af viljað loða við það í er- lendum ritum. I lokin skal minnst á einn grip enn sem Morris nefnir í dagbók sinni frá 1871 og getið er hér að framan: þrískiptu altarisbríkina í kirkjunni í Víðidalstungu. Málaðrar bríkur með tveimur vængjum er getið í vísitasíu Halldórs biskups Brynjólfssonar 19. júlí 1749, og hún var þar augljóslega ennþá 1871. Þegar hins vegar Matthías Þórðarson þjóðminjavörður kem- ur í Víðidalstungu og skráir kirkjugripi 31. júlí 1910 er þar eng- in altaristafla. Árið 1916 var kirkj- unni færð að gjöf ný altaristafla eftir Ásgrím Jónsson, en svo er að sjá sem engin vitneskja liggi fyrir um hver urðu örlög gömlu bríkur- innar. 13. 3. 2000, Elsa E. Guðjónsson 1 Orðið gamlar hefur fallið úr í þýðingu Magnúsar Á. Árnasonar á dagbókum Morris (1975), bls. 111; í enska textanum (1996), bls. 71, stend- ur two old silver spoons. 2 Sbr. (1996), bls. 76:... a fine piece ofembroidery with Scripture subjects ivorked in circles and an inscription, which Magnússon with some trouble made out... 3 í enska textanum (1996), bls. 77, er spurningarmerki; því hefur verið sleppt í íslensku þýðingunni (1975), bls. 118. 42 Hugur og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.