Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 42

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 42
Pálsson skrifaði um í Árbók hins ís- lenzka fornleifafélags 1894, „Kistuhlið frá Hlíðarenda,” og Kristján Eldjárn skrifaði kafla um í bók sinni Stakir steinar 1961, og nefndi „Þrætukistan frá Skálholti," en fjórar útskornar fjalir úr kistu þessari - allar úr fram- hlið hennar - færði Jón Þórðarson á Eyvindarmúla, áður bóndi á Hlíðar- enda, Forngripasafninu að gjöf 1883 (Þjms. 2437). Um altarisdúkana tvo sem Morris kvaðst hafa séð í Skál- holtskirkju 1873 bryddaða íslensku silfri, er það að segja að brúnin með áfestum silfurskjöldum af öðrum dúknum hefur varðveist í Þjóð- minjasafni Islands (Þjms. 1145) sem og dúkur með látúnsskjöldum á við- festri brún (Þjms. 21.1.1991). En hök- ullinn góði með enska 14. aldar út- saumnum sem þar var einnig, er trúlega rauði flauelshökullinn með búnaði af opus anglicanum, enskum miðaldaútsaumi, sem kom til safns- ins úr kirkjunni 1935 (Þjms. 11923). Var búnaðurinn á bakhlið og hliðar- álmum á framhlið af enska textíllist- fræðingnum Donald King, sem lengi veitti forstöðu textíldeild Safns Viktoríu og Alberts í London, tíma- settur til áranna frá um 1360 til 1390, svo sem fram kemur í sýningarskrá frá því safni 1963, en þá var hökull- inn léður þangað á sérsýningu. IV Ekki tókst þó íslensku þjóðinni að halda eftir einum af þeim merkis- gripum sem Morris sá á ferð sinni 1871: útsaumaða klæðinu sem Páll bóndi í Víðidalstungu átti meðal gamalla gripa sinna. Rúmum ára- tug síðar, nánar til tekið 1884, var Morris beðinn að segja álit sitt á nokkrum íslenskum textílum sem Sigríður Einarsdóttir, kona Eiríks Magnússonar bókavarðar, hafði boðið Safni Viktoríu og Alberts í London - sem þá nefndist raunar enn South Kensington Museum - til kaups. Var sagt, að því er fram kemur í bréfi Morris til safnsins sama ár, að verið væri að selja muni þessa til ágóða fyrir bágstadda ís- lendinga. Samkvæmt ráðlegging- um Morris varð úr að safnið keypti gripi þá sem í boði voru. Merkastur gripanna, að dómi Morris í sama bréfi, var útsaumað klæði sem hann segir að honum hafi verið „sýnt á þekktum sveitabæ" í Is- landsferð sinni 1871 og að það hafi verið „notað þar í kirkjunni." Klæði þetta er þó ekki kirkju- klæði heldur kross- og augnsaum- uð rúmábreiða, þakin útsaumi. A henni eru meðal annars fjórir hringlaga reitir og í þeim biblíu- myndir: Abraham og Isak (fórn Is- aks), innreið Krists í Jerúsalem, Móses og Faraó og Móses og lög- málstöflurnar, og enn fremur bekk- ir með stílfærðu jurtaskreyti og á- letrunum. Ljóst er að ábreiða þessi er klæði það sem Morris og félög- um hans var sýnt heima á bænum í Víðidalstungu. Áletranirnar á klæðinu, þær sem Eiríkur Magnús- son las úr með nokkrum erfiðis- munum að sögn Morris, eru vísur eftir Pál lögmann Vídalín, en Páll bóndi var fimmti maður frá lög- manni. Hefur lögmaður ort vísurn- ar gagngert á áklæðið er hann nefnir svo, en samkvæmt þeim „þelaði" kona hans Þorbjörg, dóttir Magnúsar Jónssonar digra í Vigur, það „með hendi sinni." Vísurnar, prentaðar í Vísnakveri Páls lög- manns, eru á þessa leið: Herrann gefi pér hæga að fá hvíld í rekkju pinni; áklæði petta Þorbjörg á pelað með hendi sinni. Útrennsluna, pá ung var mey, efnaði teitur svanni, bekkina gerði gullhlaðsey gefin til ekta manni. Innan bekkjar allan fans eptir fornu ráði; en að tilsögn ektamanns orðin kvendið skráði. í Vísnakverinu segir um skáld- skap þennan: „Þessar vísur saum- aði hústrú Þorbjörg sem er ein sú mesta handnyrða kona, í áklæði, en lögmaðurinn kvað svo stóðust á stafirnir í vísunum og sporin í áklæðinu, svo ei var of né vant," og jafnframt er þess getið að vís- urnar séu ortar eftir 1696. Það ár gengu Páll og Þorbjörg í hjóna- band. Gat Morris sér nokkuð rétt til um aldur áklæðisins, því að samkvæmt efni seinni erindanna tveggja mun það hafa verið saum- að um eða upp úr aldamótunum 1700. Af dagbók Morris 1871 er ljóst að honum var sýnt klæðið inni í bæ í Víðidalstungu kvöldið áður en hann skoðaði kirkjuna, en ekki er þess getið að það hafi ver- ið haft til upphengingar í henni. í áðurnefndu bréfi sínu til safnsins þrettán árum síðar segir Morris hins vegar að klæðið hafi verið notað í kirkju; þegar klæðið er síð- an skráð í aðfangabók safnsins er það sagt hafa hangið í óþekktri kirkju á íslandi, og hefur ætluð notkun þess sem kirkjutjalds lengst af viljað loða við það í er- lendum ritum. I lokin skal minnst á einn grip enn sem Morris nefnir í dagbók sinni frá 1871 og getið er hér að framan: þrískiptu altarisbríkina í kirkjunni í Víðidalstungu. Málaðrar bríkur með tveimur vængjum er getið í vísitasíu Halldórs biskups Brynjólfssonar 19. júlí 1749, og hún var þar augljóslega ennþá 1871. Þegar hins vegar Matthías Þórðarson þjóðminjavörður kem- ur í Víðidalstungu og skráir kirkjugripi 31. júlí 1910 er þar eng- in altaristafla. Árið 1916 var kirkj- unni færð að gjöf ný altaristafla eftir Ásgrím Jónsson, en svo er að sjá sem engin vitneskja liggi fyrir um hver urðu örlög gömlu bríkur- innar. 13. 3. 2000, Elsa E. Guðjónsson 1 Orðið gamlar hefur fallið úr í þýðingu Magnúsar Á. Árnasonar á dagbókum Morris (1975), bls. 111; í enska textanum (1996), bls. 71, stend- ur two old silver spoons. 2 Sbr. (1996), bls. 76:... a fine piece ofembroidery with Scripture subjects ivorked in circles and an inscription, which Magnússon with some trouble made out... 3 í enska textanum (1996), bls. 77, er spurningarmerki; því hefur verið sleppt í íslensku þýðingunni (1975), bls. 118. 42 Hugur og hönd 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.