Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 44
Handlistir við aldahvörf:
Varðveisla og nýting
Inngangur
I upphafi þessa spjalls er rétt að
líta aðeins á þá heildarmynd af
landi og þjóð sem við blasir í dag.
Island er orðið ferðamannaland.
Hérlendis, sem og víða erlendis, er
ferðaþjónusta sú atvinnugrein er
vex hvað hraðast. Fleiri og fleiri
hafa atvinnu af greininni og sífellt
er verið að vinna að nýju framboði
á þjónustu við ferðamenn. Því
hefst grein um handlistir á þessum
hugleiðingum? Jú, þróun ferða-
þjónustunnar er örlagavaldur í
varðveislu og nýtingu menningar-
arfs þjóðarinnar.
Með ferðaþjónustu á ég ekki
eingöngu við ferðir erlendra gesta
um landið. Islendingar ferðast
einnig mikið um eigið land - að
ekki sé minnst á að þjónusta ætluð
ferðafólki nýtist einnig heima-
mönnum. Þannig er ferðaþjónust-
an liður í almennri þjónustu og
búsetuskilyrðum. Síðast en ekki
síst einkennast þessir tímar af
hreyfanleika í búsetu og störfum.
Fólk flytur landshluta ef ekki
heimshorna á milli vegna starfa
sinna eða annarra aðstæðna.
Glöggt er gests augað
Ferðamennska og ferðalög eru leið
fólks í nútímasamfélagi til að
auðga líf sitt með því að setja sig í
aðrar aðstæður en það lifir í hvers-
dagslega. Við ferðumst til að upp-
lifa, við viljum upplifa eitthvað
nýtt, eitthvað fagurt, eitthvað
heillandi og framandi. Til þess að
laða ferðamenn til sín þurfa þjóðir
að finna og kynna hvað það er sem
einkennir land og þjóð. Því hafa
allar þjóðir þurft að líta á umhverfi
sitt og menningu með gests aug-
um til þess að átta sig á hvernig
best verði staðið að uppbyggingu
ferðaþjónustunnar, þannig að
menning og umhverfi bíði engan
hnekki af aukinni umferð.
^-"T*
M ....A
’ '4b', :■
Guðrún Helgadóttir.
Það er athyglisverð þversögn
að það skuli vera vegna gestanna
sem við lærum að meta menning-
arleg sérkenni okkar sem þjóðar -
en þetta er reynslan víða um heim.
En sú reynsla er víða bitur að því
leyti að reynt er að selja ferða-
mönnum aðgang að þjóðlegri
menningu án þess að heimamenn
kunni í raun til verka í sinni eigin
menningu. Skjótfenginn gróði
með slíkum vinnubrögðum er
bæði rýr og forgengilegur.
Víða um heim hafa hraðfara
samfélags- og tæknibreytingar
orðið til þess að gamlar hefðir,
vinnubrögð og listir hafa gleymst
eða þeim hnignað svo að til þess
að hefja þær til vegs og virðingar
þarf samstillt átak fræðimanna,
menntakerfis og almennings. An
þess verður sú mynd sem dregin
er upp í ferðamannaiðnaði og öðr-
um afþreyingariðnaði af menn-
ingu viðkomandi þjóðar óvönduð
og klisjukennd. Menningararfur-
inn verður ekki menningarverð-
mæti nema að vinna sé lögð í að
skapa þessi verðmæti með rann-
sóknum, fræðslu og kynningu
þeirra til almennings.
Menningarverðmæti
Islenska tóvinnan er gott dæmi
um menningarverðmæti sem
hæglega gæti dagað uppi sem
dauður menningararfur. Sú þekk-
ing sem áður var á hverrar konu
færi er nú einungis í höndum
þeirra sem hafa sérstaklega lagt
sig eftir að læra hana og þjálfa sig
í vinnubrögðunum. Sem betur fer
hefur íslensk heimilisiðnaðar- og
handverkshreyfing þar unnið gott
starf og þá sérstaklega með því að
standa vörð um vönduð vinnu-
brögð og kröfuna um gæði eins og
það er gjarna orðað í dag. Þar
skiptir einnig verulegu máli að
kennarar grunnskólabarna fái
fræðslu um þennan þátt menning-
ararfsins og geti tryggt að kom-
andi kynslóðir séu meðvitaðar um
þessa arfleifð og mikilvægi hennar
- um tóvinnuna sem menningar-
verðmæti.
Slíkur grundvöllur, það er með-
vitund sem byggist á fræðslu frá
barnsaldri, er trygging okkar gegn
því að menningararfurinn verði
einungis að ómerkilegri útsölu-
vöru fyrir ferðafólk. Það gildir það
sama um vöru byggða á menning-
ararfi og aðra vöru, að gildi henn-
ar felst í þeirri vinnu sem að baki
liggur. Að baki nútíma nýtingar á
þeirri arfleifð sem tóvinnan var
liggur mikið starf fræðimanna,
fornleifafræðinga, sagnfræðinga
og handverksfólks, hönnuða,
kennara og kennslufræðinga,
markaðsfræðinga og rekstraraðila
í handverki og ferðaþjónustu svo
eitthvað sé nefnt.
Hlutverk skólanna
Tökum sem dæmi nýja aðal-
námskrá í Textílmennt, en þar er
eins og í öðrum listgreinum tekið
markvisst á því hvernig eigi að
mæta því markmiði að varðveita
menningararfinn með fræðslu í
44 Hugur og hönd 2000