Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 46
skýra hönnunarhugtakið og tími var kominn til - eins og nemend- ur sögðu - að fara að gera eitt- hvað! I héraðinu er sútunarverk- smiðja sem framleiðir sjávarleður, þ.e. sútað roð og töluverður áhugi á að nýta þetta hráefni. Hver nem- andi fékk tvö stykki af sútuðu roði og þau fyrirmæli að koma með til- lögu að hlut þar sem sjávarleðrið væri notað annaðhvort eitt sér eða með öðru. Tillöguna þurfti að teikna upp og breyta í snið til að sníða sjávarleðrið. Ur þessu varð nokkuð fjölbreytt framleiðsla; pennaveski, taska fyrir nálar og prjóna, minipils ofl. En hvernig sem hlutirnir tókust þá fóru nem- endur af þessu námskeiði með skýra mynd af því hvaða mögu- leika þetta hráefni, sem framleitt er á þeirra heimaslóð, gefur. Annað verkefni sem ég hef not- að í sveitaskóla er að láta nemend- ur gera kort af byggingum heima hjá sér, skrá byggingarefnin og finna nánari upplýsingar um elstu og yngstu bygginguna. Þá kemur í ljós hvernig tæknin og bygging- arlagið hefur þróast og líka vakna spurningar um það af hverju svo margir byggja á sama tíma - sem er í raun hagfræðilegt atriði og við fáum ekki svar við en ákaflega fróðlegar umræður. I framhaldi af þessum hluta fara nemendur í nánari vinnu með valda bygg- ingu, teikna hana upp og gera síð- an tillögur að breytingum. Þar kemur upp spurningin um varð- veislu gamalla húsa og hvað þarf að hafa í huga við breytingar. Lok verkefnisins eru mismunandi eftir aldri, módelsmíði af húsi eða frjálsari myndræn útfærsla. En hvað er þessum verkefnum sameiginlegt? Jú, þau byggjast öll á heimavinnu nemenda við upp- lýsingaöflun í nánasta umhverfi og við tillögugerð og hönnun. Hér kemur kennarinn ekki með vinnulýsingu að hlut sem nem- andinn á að gera, sú uppskrift verður til í framhaldi af athugun nemandans á því fyrirbæri sem er verið að fjalla um. Von mín er sú að þessir krakkar líti á byggingar- sögu sinnar heimasveitar með meira stolti og þegar þau fara að byggja þá hafi þau forsendur til að hugsa þá framkvæmd í sögulegu samhengi. Menning og lífsleikni En hvers vegna er þetta mikil- vægt? Er meiningin að unga fólk- ið fari allt að stunda menningar- tengda ferðaþjónustu eða að byggja sér torfbæi um allar sveit- ir? Nei, ástæðan er önnur og djúp- stæðari. Fræðsla um menningu síns nánasta umhverfis er snar þáttur í því að byggja upp lífs- leikni - sem nú er skilgreind sem mikið áhersluatriði í skólastarfi. Það að þekkja og meta sitt nánasta umhverfi er hluti af sterkri sjálfs- mynd sem aftur er grundvöllur lífsfyllingar. Það skiptir fólk máli að vita hvaðan það kemur, hvað formæður og forfeður þess gerðu og hver er þeirra sérstaða í samtíð- inni. An slíkrar meðvitundar eiga orð skáldsins Jóhanns Sigurjóns- sonar, úr ljóðinu Heimþrá, við næstu kynslóð: Reikult er rótlaust pangið, rekst pað um víðan sjá. Straumar og votir vindar, velkja pví til og frá. Þessar ljóðlínur og tenging þeirra við hugsunina um uppruna og menningararf er sérlega mikil- væg í samtímanum, sem einkenn- ist af miklum fólksflutningum og hreyfanleika í lífi og starfi. Öld aðkomumannanna Það má segja að við lifum á öld að- komumannanna. Fólksflutningar milli heimsálfa og milli landshluta hafa sjaldan verið meiri. Fólk ferð- ast mikið bæði til skemmtunar og vegna atvinnu sinnar og fólk flytur búferlum milli staða í leit að bætt- um lífsskilyrðum. Nú er einnig al- gengt að fólk sinni störfum á stöð- um þar sem það býr ekki - hefur jafnvel ekki heimsótt, svo er netinu og tölvuvæðingunni fyrir að þakka. Við þessar aðstæður er mikil- vægt fyrir hvern einstakling að þekkja sinn uppruna, sína sér- stöðu, sín gildi og hafa þau sem viðmið við að skynja og meta þau fjölbreyttu áhrif sem hann verður fyrir á lífsleiðinni. Þetta er sú kjöl- festa sem einstaklingurinn þarf til að geta stýrt sinni vegferð, tekið fullan þátt í upplýsingasamfélag- inu og nýtt sér markvisst það sem það hefur að bjóða án þess að verða ráðvilltur. Skagfirðingurinn sem heldur út í heiminn með staðgóða þekkingu á byggingarlagi í sinni heimasveit á auðvelt með að skilja skyldleika gamla fjóssins heima við norska stafkirkju og ef honum auðnast að dást að haglegum hleðslum Inkanna í Perú skilur hann það af- rek enn betur þegar hann hugsar til forfeðranna við sínar vegg- hleðslur. Það er ekki þar með sagt að hann sé fullur þjóðerniskennd- ar - honum eru hlutirnir einfald- lega ekki jafn framandi og óskilj- anlegir þegar hann áttar sig á að allir grundvallarþættir menningar og mannlífs voru allt í kringum hann frá blautu barnsbeini - þó það hafi ekki verið ein einasta mynd úr Skagafirði í mannkyns- sögubókinni hans. Með það sjálfsöryggi sem sterk sjálfsmynd og þekking á eigin menningu veitir, eru ungu fólki allir vegir færir. Þannig getur það tekið upplýstar ákvarðanir um líf sitt; um atvinnu, búsetu og fjöl- skylduhagi. Þannig er menningar- arfurinn lifandi verðmæti í lífs- leikni þeirra sem hans njóta. Guðrún Helgadóttir. Ljósmyndir: Hadda. 46 Hugur og hönd 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.