Hugur og hönd - 01.06.2000, Qupperneq 47
Bergþór í Bláfelli
lifnar úr íslensku tré
í nóvember 1998 óskaði Skógrækt
ríkisins eftir fundi með uppsveit-
um Arnessýslu í tilefni af 60 ára
afmæli Haukadalsskógar og að
100 ár eru liðin frá því skipuleg
skógrækt hófst á íslandi, þ.e. á
Þingvöllum 1899.
Skógræktin hafði á árlegum
skógardögum í Haukadalsskógi í
samvinnu við trérennismiði unn-
ið úr ferskum viði beint úr skóg-
inum ýmsa muni sem vöktu
undrun og ánægju gesta. Auk
þess fellur til í vaxandi mæli grisj-
unarefni sem nýta þarf sem best.
Því vaknaði sú spurning hvort
ekki væri hægt að gera minjagrip
sem unninn væri úr íslenskum
viði, úr sunnlenskum skógum.
Myndað var formlegt samstarf
og kosin verkefnisstjórn sem í
áttu sæti fulltrúar frá uppsveitum
Árnessýslu, Suðurlandsskógum,
Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands
og Skógrækt ríkisins sem ákvað
síðan að efna til samkeppni um
gerð minjagrips sem unninn
skyldi úr íslenskum viði og hefði
skírskotun til náttúru, sögu,
menningar og auðvelt og hag-
kvæmt væri að fjöldaframleiða.
Til viðbótar þessu er þess vænst
að framleiðslan verði atvinnu-
skapandi fyrir íbúa svæðisins og
að vinnan geti farið fram á fleiri
en einum stað og smíði hans geri
ekki kröfur um flókinn og fyrir-
ferðarmikinn tækjabúnað.
Verkefnisstjórn hélt nokkra
fundi þar sem fyrirkomulag og
reglur samkeppninnar voru mót-
aðar og hugmyndasamkeppnin
síðan auglýst seinni hluta ársins
1999. Haldin voru námskeiðin
„að lesa í skóginn og tálga tré" í
samvinnu við Garðyrkjuskólann
þar sem þátttakendum var m.a.
kennt að vinna með ferskt ís-
lenskt efni með gömlum hand-
verksaðferðum einkum frá Sví-
þjóð og Danmörku. Tvö nám-
skeið voru haldin á Suðurlandi,
eitt í Haukadalsskógi og annað á
Tumastöðum. Námskeiðin voru
vel sótt og mikill áhugi á vinnu í
ferskt tré.
Á annan tug hugmynda bárust
og komu nokkrar þeirra til greina
við val á bestu hugmyndinni.
I dómnefnd áttu eftirtaldir
sæti: Bjarni Þór Kristjánsson
smíðakennari og einn af verslun-
areigendum Hnoss á Skólavörðu-
stíg. Hann kennir eldsmíði, út-
skurð og tálgun.
Karl Helgi Gíslason, húsasmið-
ur og rennismiður, á sæti í stjórn
trérennismiða og rekur verslunina
Trélist í Listhúsinu í Laugardal.
Hugur og hönd 2000 47