Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 50

Hugur og hönd - 01.06.2000, Page 50
Aldargamall brúðarkjóll Brúðarkjóll Guðrúnar Halldórsdóttur. Innfellda myndin er af Jónu Sæmunds- dóttur á fermingardaginn 1949. „Ef ég eignast dætur pá ætla ég að láta Árið 1998 barst Byggðasafni Norður- Þingeyjarsýslu, sem staðsett er 1 km sunnan þorpsins Kópaskers, nær 100 ára brúðarkjóll, með öllu óskemmd- ur. Gefendur voru þrjú eftirlifandi börn brúðarinnar, sem var Guðrún Halldórsdóttir frá Syðri-Brekkum á Langanesi. Guðrún var mikil skörungskona, orðlögð fyrir dugnað og hagsýni, á- samt bónda sínum, en hann andaðist fyrir aldur fram árið 1936. Þau hjón eignuðust 10 börn, sem öll komust vel til manns. Árið 1907-08 dreif Guðrún sig frá ungum börnum til Reykjavíkur til að læra ljósmóður- fræði og lauk því námi, var síðan áratugum saman ljósmóðir í sínu heimahéraði, meðfram búskapnum og þrátt fyrir vaxandi barnahóp. Hún var einkar farsæl og vinsæl í starfi. Að undanskildum tveim fyrstu búskaparárunum bjó Guðrún allan sinn búskap að Efri-Hólum í Núpa- sveit, til 1945, í þáverandi Presthóla- hreppi, sem nú hefur verið sameinað- ur Öxarfjarðarhreppi. Hún lést árið 1949 í Sandhólum á Kópaskeri. En víkjum nú að kjólnum. Efnið í honum er hvítt, afar fínlega munstr- að, sem sjá má á myndum með munstruðum ásaumuðum borðum, alsettum perlum og pallíettum að framan, í ermum og í hálsmáli. Belt- ið er baldýrað með gulllitum þræði af ungu stúlkunni sjálfri, því fylgdi upphaflega stokkabelti, sem nú hefur orðið viðskila við búninginn. Kring- um hálsmál er breiður blúndukragi. Saga kjólsins, orðrétt eftir gefendum: Guðrún Halldórsdóttir var frá Syðri- Brekkum á Langanesi, fædd þar árið 1882. Efnið í kjólinn, blúndur og legg- ingar keypti hún af Sölu-Siggu (eða Poka-Siggu) aðeins 17 ára gömul og saumaði hann sjálf. Þess má geta að hún keypti um leið efni í giftingarföt handa mannsefni sínu, Friðrik Sæmundssyni, og saumaði pau líka. Guðrún og Friðrik giftu sig 13. júní 1901. Þegar Guðrún var að sauma kjólinn var sagt við hana að petta væri mikilfyr- irhöfn fyrir einn dag. Þá svaraði hún: ferma íkjólnum". Allar dætur hennar - 6 talsins - fermdust (kjólnum og miklu fleiri. Talið er að um pað bil 25 stúlkur hafi fermst eða gift sig (brúðarkjól Guð- rúnar í Efri-Hólum. Kristveig Björnsdóttir 50 Hugur og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.