Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 51
Farandsölukonan
Poka-Sigga
í þessu tölublaði af Hug og hönd er
grein um norður-þingeyskan brúð-
arkjól. Þar er getið konu sem útveg-
aði efni í kjól þennan; verður hér í
nokkrum orðum sagt frá henni og
sérstæðu lífshlaupi hennar.
Benjamín Sigvaldason fræðimað-
ur og rithöfundur skrifaði tvær
greinar um Poka-Siggu og birti í rit-
um sínum. Hét önnur þeirra „ Þátt-
ur af Poka-Siggu", hin „Dóttir
landshöfðingjans". Þessi frásögn er
að mestu leyti byggð á nefndum
greinum.
Sigríður Jónsdóttir hét hún og
var fædd árið 1848 að Skógum í Öx-
arfirði. Foreldrar hennar voru hjón-
in Jón Grímsson og Anna Guð-
mundsdóttir, þá nýlega gift er Sig-
ríður fæddist. Ólst hún upp með
foreldrum sínum og var mjög bráð-
þroska, stór og glæsileg.
Eftir fermingu átti hún ekki ann-
arra kosta völ en að fara í vinnu-
mennsku og mun hún hafa dvalið á
mörgum bæjum í sýslunni og jafn-
vel austur í Múlasýslu. Þótti hún
kvenna gervilegust og gáfuð í besta
lagi. Sagan segir að hún hafi bund-
ist efnilegum manni en hann hafi
rofið tryggðir við hana og hún
hálfsturlast út af því. Ekkert er með
vissu vitað um þetta en talið fullvíst
að Sigríður hafi um þrítugsaldur
hætt að tolla í vistum og tekið að
flakka milli bæja, sveita og héraða.
Þeim hætti hélt hún meðan ævin
entist, eða í full 35 ár.
Strax á fyrstu flakkárum sínum
fór hún að höndla með ýmislegt
smálegt í umboðssölu eða var beðin
að útvega ákveðnar vörur. Þær fékk
hún aðallega frá ýmsum verslunum
á Akureyri og jafnvel lengra að.
Meðal annars sem hún seldi var
álnavara og fatnaður, einnig gull-
og silfurstáss og aðrir skartgripir.
Þess er getið að hún útvegaði oft
ungu fólki trúlofunarhringa og seg-
ir sagan að þeir hafi þótt reynast vel.
I umboðssölu tók hún ýmsan varn-
ing, svo sem hornspæni og aðra
smíðisgripi, prjónles o.fl.
Lengi vel hafði hún vörur sínar
í pokum sem hún bar á milli bæja,
en á seinni árum eignaðist hún
hesta sem léttu því erfiði af henni.
Sigríður bjó alltaf vel um vörurnar
og gætti þess vandlega að þær
yrðu ekki fyrir skemmdum í flutn-
ingi og misjöfnum veðrum. Nær
allar vörur sem hún seldi fékk hún
greiddar í peningum og hafði því
oft talsvert fé undir höndum. Pen-
ingana geymdi hún í örsmáum
alla vega litum léreftspokum. Það
gerði hún til að þekkja hvað hver
átti, peningum blandaði hún
aldrei saman. Hver maður og hver
verslun sem átti vörur í umboðs-
sölu hjá henni átti sinn sérstaka
poka. Sagt var að hún hafi ekki
kunnað að skrifa en svo leikin var
hún í hugarreikningi að aldrei
skeikaði. Minni hennar var dæma-
laust, stundum lánaði hún fólki
sem hún treysti, en fékk þá alltaf
skriflega skuldaviðurkenningu.
Fólk borgaði skilvíslega, það þótti
ekki lánsvegur að bregðast trausti
Sigríðar. Greiðvikni hennar við fá-
tæklinga var vel þekkt.
I kirkjubókum á Skinnastað var
hún 1895 skráð sem sölukona, 1898
„spekúlant", 1903 sem sölukona,
1905 „spekúlant", 1906 sölukona og
1911 „verslar". Sigríður lést árið
1913.
Af þessu má sjá að ævi þessarar
konu hlýtur að hafa verið mjög sér-
stök og jafnframt eftirtektarverð.
Það má ætla að Sigríður hafi með
störfum sínum á seinni hluta æv-
innar sinnt mikilsverðum þjónustu-
störfum fyrir samborgara sína. Hún
var farandkona og sérkennileg að
mörgu leyti. Uppnefnið Poka-Sigga
hlaut hún af vörupokum sínum og
ef til vill líka af marglitu smápokun-
um sem hún notaði sem peninga-
geymslur. Annars hefur það víða
verið lenska hér að uppnefna fólk
sem ekki batt bagga sína sömu hnút-
um og samferðamenn.
Eftir að Sigríður hóf ferðalög sín
hélt hún því fram að hún væri ekki
rétt feðruð, réttur faðir hennar væri
Bergur Thorberg landshöfðingi. Sú
staðhæfing hennar hefur aldrei ver-
ið vel rannsökuð og litu flestir á
hana sem grillur.
Sigríður varð sæmilega efnuð síð-
ari ár ævi sinnar, enda var hún bæði
hagsýn og reglusöm. Átti hún þá tvo
hesta sem hún notaði klyfjaða á ferð-
um sínum. Hún kom sér upp tals-
verðum fjárstofni, borgaði fóðrun
kinda sinna og átti úrvalsfé. Einstak-
ur dýravinur var hún.
Þegar gluggað er í ævi Sigríðar
Jónsdóttur kemur upp í hugann
máltækið „Sitt er hvað, gæfa eða
gjörvuleikur". Á þeim tíma er hún
var að alast upp voru möguleikar
fyrir fátæka vinnukonu ekki rnargir.
Sigríður varð að sjá um sig sjálf fljót-
lega eftir fermingu. Vinnukonur
voru réttlitlar og staða þeirra á allan
hátt slæm. Vinnudagur þeirra var
erfiður og manna lengstur, aðbúnað-
ur oft slæmur. Möguleikar til mennt-
unar alls engir, sífelld vonbrigði og
svik. Var furða þótt eitthvað brysti
hjá sumum þeirra? Sigríður reif sig
upp úr þessum álögum, varð sjálf-
stæður einstaklingur, vann fyrir sér
með verslun sinni og sinnti mikils-
verðum þjónustustörfum fyrir sam-
borgarana.
Hvað hefði orðið úr Sigríði Jóns-
dóttur ef hún hefði fæðst 100 árum
síðar? Hefði hún orðið stórkaup-
maður, framkvæmdastjóri stórfyrir-
tækis eða bankastjóri? Eitt er víst að
hún hafði fjármálavit, hafði reglu í
peningamálum, vissi allt um inn-
eignir og skuldir viðskiptavina
sinna og var áreiðanleg og traust.
Eru þetta ekki einmitt þeir kostir
sem ættu að prýða þá starfsmenn
sem þessi störf annast?
Þórir Sigurðsson
Hugur og hönd 2000 51