Hugur og hönd - 01.06.2000, Side 55
Teikningin sýnir hvernig böndunum er krækt saman.
Byrjið á munstrinu í þriðja
garði. Prjónið 12 lykkjur gráar eins
og myndin sýnir. Þegar skipt er
um lit er bandinu sem við tekur
brugðið yfir það sem áður var
prjónað og hönkin látin hanga
röngu megin. Gæta verður þess að
taka jafnfast í bæði böndin við
samskeyti, svo að litaskil verði jöfn
og hrein. Prjónið allt miðmunstrið,
síðan tvo gráa garða og fellið af.
Totan prjónuð
Takið upp eina lykkju í hverja
steypilykkju á jöðrum miðjunnar.
Prjónið munstur totunnar eins og
myndin sýnir. Hafið steypilykkju á
jöðrum og prjónið tvo fyrstu garð-
ana án úrtöku. Takið úr þannig að
prjóna saman 4. og 5. lykkju á
hverjum prjóni. Þegar átta lykkjur
eru eftir, eru tvær miðjulykkjurnar
prjónaðar saman á hverjum prjóni
og þannig áfram uns tvær síðustu
lykkjurnar eru teknar saman.
Prjónið hina totuna eins.
Ef vill má hekla utan um lepp-
ana með aðallit eða einum litnum
sem er í rósinni.
Nýrri uppskrift
Eftti: Þrípætt íslenskt band, t.d.
kambgarn eða einband og tviband
frá ístex undið saman.
Aðallitur hvítur ogfimm
munsturlitir, t.d. gulur, rauður,
grænn, blár og svartur. Nota má
ýmsa bandafganga af sama
grófleika og aðallit.
Prjónar: tveir yrjónar, 3 mm.
Prjónið frekar fast.
Miðja:
Fitjið upp 27 lykkjur með aðallit,
prjónið einn garð, hafið steypi-
lykkju á jöðrum.
Aður en byrjað er á rósinni þarf
að vefja bandið í hana í smáhankir,
eina hönk fyrir hvern litarkafla.
Vefjið hankirnar þannig að hægt sé
að rekja innan úr þeim smám sam-
an. Vefjið þétt utan um hverja
hönk og stingið endanum undir
vafninginn að utan.
Byrjið á rósinni í öðrum garði,
prjónið 9 lykkjur hvítar eins og
myndin sýnir. Þegar skipt er um
lit, er bandinu sem við tekur
brugðið yfir það sem áður var
prjónað og hönkin látin hanga
röngu megin. Gætið þess að taka
jafnfast í bæði böndin við sam-
skeyti svo að litaskil verði jöfn og
hrein. Prjónið miðjuna eftir
munstri, fellið af og gangið frá
endum.
Tota:
Takið upp eina lykkju í hverja
steypilykkju á jöðrum miðjunnar
(21 1). Prjónið 2 garða hvíta og haf-
ið steypilykkju á jöðrum. Byrjið
síðan á munstrinu í 3. garði og úr-
töku í byrjun 4. garðs. Takið úr
þannig að prjóna saman 3. og 4.
lykkju á hverjum prjóni. Dragið 3
síðustu lykkjurnar saman og gang-
ið frá endum. Prjónið hina totuna
eins.
Margrét Jakobsdóttir
Hugur og hönd 1996 55