Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Síða 56

Hugur og hönd - 01.06.2000, Síða 56
Hannyrðir skáldkonunnar Herdísar Andrésdóttur Værðarvoð, hekluð úr handspunnu tvinnuðu bandi í ýmsum litbrigðum af mórauðum og gráum sauðarlitum. Stærð: 96x206 cm. Ljósmynd: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Skáldkonurnar Herdísi og Ólínu Andrésdætur þarf vart að kynna lesendum, svo þekktur er kveð- skapur þeirra systra. Fyrstu Ljóð- mæli þeirra voru gefin út 1924. Fimmta útgáfa kom síðan út 1982, útgefandi var séra Jón Thoraren- sen, prestur í Neskirkju Reykjavík. Herdís Andrésdóttir (1858 - 1939) var amma hans. Þær voru tvíburasystur, fæddar í Flatey á Breiðafirði 13. júní 1858. Foreldrar þeirra voru talin mjög til fyrirmyndar um allan manndóm og dugnað.1 Auk ljóðmæla liggja eftir þær systur ótal fallegir munir sem þær hafa unnið og bera vitni um hag- leik og listfengi. Af því má ráða að á bernskuheimili þeirra hafi ullar- vinnan verið sótt af kappi, rokkar þeyttir og vefstóllinn sleginn. í bók Halldóru Bjarnadóttur „Vefnaður" segir Ólína að í hennar ungdæmi væru ofnir langröndóttir svuntu- dúkar, stundum með grænum röndum. Allt heimalitað. Einnig hafi verið mikið kniplað. Á heimil- inu voru tvö knipliskrín og var „Kniplað breitt á samfellu, úr dregnu togi, jurtalituðu."2 Mikilvægt var að skipuleggja vetrarstarfið vel. Þar reyndi á hæfi- leika húsfreyjunnar. Hverju verki til hverra tóverka varð að ætla vissan tíma vetrar. Eftir veturnætur var tekið ofan af ull, tog táið, kembt og spunninn þráður og átti þessu verki að vera lokið á jólum eða með þorra. Þá er spunnið ívaf og prjónaband, voðir ofnar og bandles prjónað og nær sú vinna til sumarmála. Hannyrðatími húsmóðurinnar var frá miðjum vetri, frá þorra- komu og allt fram að hvítasunnu, „þá er sólfar meira en fyrr og bjart- ara loft til vandaverka. Þá er og svo hentugur menntunartími ungra meyja til sauma, útsauma, útprjóns og fleira þess háttar."3 Um 1930 vinnur Herdís afar fal- lega værðarvoð. Efnið er hand- spunninn tvinnaður þráður í ýms- um litbrigðum af mórauðum og gráum sauðalitum. Teppið er hekl- að og sett saman úr ferningum, sem eru misstórir, frá 6 og upp í 9 umf. í ferningi. Þetta munstur er vel þekkt. Utan um teppið er prjónaður kantur með garðaprjóni og myndar prjónið odda, þar utan um eru hekluð lauf. Værðarvoðin er fóðruð rauðri ullareinskeftu. 56 Hugur og hönd 2000

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.