Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 57

Hugur og hönd - 01.06.2000, Blaðsíða 57
Værðarvoð, prjónuð og hekluð. Stærð: 106x196 cm. í voðinni eru 128 dúllur. Ljósmynd: Kristín Schmidhauser jónsdóttir. Þar í hefur Herdís saumað með krossspori og bláum lit svohljóð- andi vísu: Oft hef ég þolað hregg og hret á heiðum úti legið. En varið kulda og vermt ég get verði það af mér þegið. Værðarvoðina gaf hún dóttur- syni sínum séra Jóni Thorarensen. Allt verkið ber með sér snilld og ögun. Þá er hér annað teppi unnið af Herdísi. Það er frábrugðið hinu fyrra og afar sérstætt. Það er einnig sett saman úr ferhyrndum prjón- uðum dúllum. Um fimm litir eru í hverjum ferningi, margir bjartir og skærir og hafa sumir upplitast all- nokkuð. Prjónið er mjög frumlegt, prjónaðar eru nokkrar lykkjur í hring, til skiptis með réttu og röngu prjóni og myndar það strýtu eða topp. Síðan er prjónað gata- prjón og þá aukið út í hverju horni. Allir ferningar enda á svörtum lit og brugðnu prjóni. Utan um hverja dúllu er heklað stuðlahekl í móleitum lit og sennilega úr er- lendu bandi, það hefur aðra áferð en prjónuðu ferningarnir. Þá er heklaður kantur utan um voðina í stuðlahekli, tveir rauðbrúnir litir og ein umferð krossstuðlar í blá- grænum lit, yst er svo laufabekkur í svörtum lit. Þessar konur létu aldrei verk úr hendi falla, hver stund ætíð vel nýtt til hannyrða eða kveðskapar. í kvæði ( ‘ Kveðið við spuna Þó mig gigtin þjái grimm og þunnan heri eg lokkinn, séð hafi árin sjötíu og fimm, sit eg enn við rokkinn. Þið, sem eruð ung og frá og engu viljið sinna, getið ekki gizkað á, hvað gaman er að vinna. Löngum hefað lömbum gáð, leitað, týnt ogfundið, rétt í höföld hvítan þráð hespað, spólað, undið. Ungbarnasokkar prjónaðir eftir 1930. Ljósmynd: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Handstúkur, heklaðar. Ljósmynd: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Herdísar „Kveðið við spuna", sem er þrjátíu erindi, lýsir hún afar vel daglegum störfum sem hún gekk til bæði úti og inni. Nokkrar af þessum vísum eru birtar hér. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir Ullina hef eg tíðum tætt, úr togi glófa unnið, svo hef eg líka sokka hætt, saumað, prjónað, spunnið. Eg hef meðan fullt var fjör fé á vorin rúið, kerti steypt lir kindamör, kveik úr fífu snúið. Vetur, sumar, vor og haust varð eg öðrum þjóna, sagnakverið lét ei laust, las við rokk og prjóna. 1 Ólína og Herdís Andrésdætur, Ljóðmæli. Fimmta útgáfa, Reykjavík 1982. 2 Halldóra Bjarnadóttir, Vefnaður á íslensk- um heimilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Reykjavík 1966, bls. 166. 3 Rit Björns Haltdórssonar í Sauðlauksdal. Arnbjörg æruprýdd dáindiskvinna á vestfjörðum íslands, afmálar skikkun og háttsemi góðrar húsmóður í hússtjórn, barnauppeldi og allri innanbæjar bú- sýslu. Revkjavík, 1983, bls. 455. Hugur og hönd 2000 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.