Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 5
8 HUGUR OG HÖND 2018 Uppruni og æskuár Jenný Karlsdóttir handverkskona og kennari er fædd á Akureyri 28. júlí 1939, dóttir Karls Einarssonar bólstrara og Önnu Þorbjargar Jensdóttur körfumu- blusmiðs. ,,Ég er alin upp við handverksmenningu og virðingu fyrir handverki frá fyrstu tíð.“ Anna Þorbjörg, móðir Jennýjar, var fyrsta og eina konan á landinu sem hefur menntað sig í körfumublusmíði en þá iðn lærði hún í Bergen í Noregi á þriðja áratug síðustu aldar. Hún rak um tíma verkstæði, fyrst í Reykjavík og svo á Akureyri, meðan körfuhúsgögn voru í tísku fram að síðari heimsstyrjöld. Ein af fyrstu minningum Jennýjar er að hún situr flötum beinum á gólfinu á bólsturverkstæðinu hjá pabba sínum með spýtu og hamar og munninn fullan af nöglum líkt og hún hafði séð pabba sinn gera. „Ég segi gjarnan að ég sé búin að viða að mér hand- verksþekkingu í rúma sjö áratugi og það væri hastar- legt ef ég væri ekki búin að ná einhverjum árangri“, segir Jenný og brosir. ,,Það var mikill gestagangur á bernskuheimili mínu. Pabbi var úr Þingeyjarsýslu og alinn upp í Kelduhverfi. Fólk þaðan kom gjarnan ýmissa erinda til Akureyrar og dvaldi þá hjá okkur um lengri eða skemmri tíma. Lærlingarnir hans pabba voru líka oft í fæði og húsnæði svo að heimilis- reksturinn hjá mömmu var umfangsmikill. Stundum kom til okkar stúlka austan úr Axarfirði til lækninga og dvaldi heima og við náðum vel saman. Ég sat hjá henni löngum stundum og hún kenndi mér að sauma og prjóna. Ég á ennþá fyrsta útsaumsstykkið sem ég saumaði, þá var ég 7 eða 8 ára. Það varðveittist þannig að pabbi átti glæran öskubakka og það var fest undir botninn þannig að munstrið sást. Mamma var mjög listfeng, hún málaði og mótaði líka ýmislegt, til dæmis úr gifsi. Ég hef lítið sinnt listsköpum en hef þó átt verk á nokkrum sýningum meðal annars á textíl- sýningu á Kjarvalsstöðum árið 2004.“ Skólaganga Jennýjar á Akureyri var hefðbundin en eftir tvo vetur í Gagnfræðaskólanum fór hún í Héraðs- skólann á Núpi í einn vetur og tók þar gagnfræðapróf. Árið eftir fór hún í Húsmæðraskólann á Laugalandi. Í þessum skólum var góð handavinnukennsla. Á Núpi saumaði Jenný lítinn dúk með feneyjasaumi og í Gagnfræðaskólanum á Akureyri góbelínveggteppi á þriðja metra að lengd, þá var hún 14 ára gömul. „Á kvöldin sat maður með handavinnu og hlustaði á útvarpið og það var ekki endilega verið að sauma ein- hver smástykki.“ Jenný missti báða foreldra sína á unglingsaldri. „Þegar ég var tæplega 15 ára dó mamma og pabbi dó svo rúmu ári seinna þegar ég var rétt orðin 16 ára. Ég er einbirni og foreldrar mínir voru frekar fullorðnir þegar þeir áttu mig svo ég stóð ein. Þá var það gott fólk sem kom mér á Húsmæðraskólann á Laugalandi. Þar kynntist ég vinkonu minni, Eddu Eiríksdóttur síðar skólastjóra, sem varð mér stoð og stytta alla tíð.“ Þá hafði Jenný einnig kynnst eiginmanni sínum, Ingólfi Magnússyni, og fór að búa þegar húsmæðraskóla- náminu lauk. „Ég fór strax að hlaða niður börnum og þegar ég var tvítug átti ég þrjú börn og eignaðist svo tvö eftir það. Það var því í mörg horn að líta og um formlegt handverksnám var aldrei að ræða. Það sem numið var í húsmæðraskóla var ekki menntun sem metin var til prófs. Á þessum tíma var ekki hægt að fara út í búð og kaupa tilbúin föt og allur fatnaður var því unninn heima, saumað og prjónað það sem þurfti. Í rúm 10 ár tók ég líka að mér að sauma fyrir aðra. Það „Dagarnir eru aldrei nógu langir“ H ö f u n d u r : Auður Guðmundsdótt ir - L j ó s m y n d i r : Katrín Úlfarsdótt ir Hugleiðingar Maju Sisku um verkin Vararfeldur: „Þegar ég er að vefa fram og til baka, teygi ég mig inn í vefinn, og handleggurinn minn er komin inn í „Jú”. Ég halla höfðinu að lokkunum hennar og þeir blandast hárinu mínu. Hún finnur röddina sína þegar steinarnir hreyfast „klak klak”; og hún krefur mig um tagl og horn.” Helixes: Allt tengist. Sjáðu spiralinn: stjörnukerfið okkar líkist spíral úr fjarlægð. Hann finnst í mörgum plöntum og dýrum. Við erum með hvirfil á höfðinu og kuðung í eyr- anu. Brúnin á eyrunum okkar er kölluð helix á forngrísku. DNA er snúið. Þegar ég er að spinna ull í band bý ég til spíral (sótt í smiðju Renate Hiller). Sútun: Ég er að gegna, eins og móðir þín er ég að gefa þér. Ljósmóðir og frelsari er ég, horfi á eftir ykkur hverfa til fjalla. Smali er ég og leiði til slátrunar, þú ert að gefa mér. Ég held út veturinn og er að gegna. Þæfing: Ég byrja að hreyfa hendurnar yfir reyfið sem er eins og það kom af kindinni. Endurtekning og taktur taka völdin og allur líkaminn fylgir þar til ullin fer loksins að breytast og reyfið tekur á sig nýja mynd. Reyfið umbreytist og verður að annarskonar skjóli. H a n d s ú t u ð l a m b a gæ ra ú r e i g i n r æ k t u n , h a n d s p u n n i ð b a n d , r ú n i r e f t i r F u l t h a rk e l d r i s e m l a n d n á m s m e n n n ot u ð u . Í f o rg r u n n i e r ve rk i ð H e l i x e s . Á ve g g n u m h a n g i r ve rk i ð Þ Æ F I NG : S k j ó l ( 2 017 ) , k i n d a re y f i þ æ f t í h e i l u l a g i .

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.