Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 13
24 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 25
Faldbúningur 18. aldar
Faldbúningur í líkingu við þá sem íslenskar konur
klæddust á 17. og 18. öld.
Krókfaldurinn var áður vafinn úr nokkrum hvítum
tröfum en er nú oftast útbúinn eins og hattur og klút
vafið um hann neðst.
Búningurinn er efnismikill. Pilsið er sítt, vítt og
fellt undir streng úr ullarklæði eða vaðmáli. Það er
blátt, rautt, grænt eða dökkt að lit. Svuntan er laus,
úr sambærilegu efni en oft í öðrum lit en pilsið.
Að neðan eru pils og svuntur brydduð og skreytt
leggingum, kniplingum eða útsaumuðum blómstur-
bekkjum.
Upphlutur er úr klæði eða flaueli oftast rauður,
grænn eða blár. Kræktur saman að framan eða
reimaður með millum og millupörin aldrei færri en
fimm en geta verið fleiri. Borðar á boðöngum eru
vírborðar eða baldýraðir.
Treyjur eru þröngar og síðerma, stundum með upp-
slögum. Þær eru skreyttar á boðöngum með borðum,
baldýringu eða flauelsskurði og með leggingum
yfir saumum. Um háls er silkiklútur og stífur kragi
skreyttur með baldýringu, knipli, flauelsskurði eða
perlusaumi.
Mikið silfur fylgir oft faldbúningum, belti, háls-
festar og hnappar.
Faldbúningur Ingibjargar Ágústsdóttur er með
silkibaldýruðum borðum á upphlut og treyju. Bekkir
á pilsi og svuntu eru kniplaðir úr örfínum ullarþræði
og kniplingar eru einnig á belti.
Blómstursaumaðir bekkir. Svuntan á 18. aldar
faldbúningunum er oft í ólíkum lit og pilsið og
munsturbekkur svuntunnar er venjulega breiðari en
sá á pilsinu.
19. aldar faldbúningur
Í stað falda hafa konur notað skotthúfur hversdags,
ekki síst þegar líða tók á.
Treyjur eru sem fyrr skreyttar á boðöngum með
vírborðum eða baldýruðum borðum eða borðum
með flauelsskurði sem gat verið perlusaumaður eða
lagður vírsnúru.
Búningurinn er efnisminni en eldri búningar.
Í stað pils með lausri svuntu er samfella. Á sam-
fellum er markað fyrir svuntu framan á pilsinu með
bryddingum báðum megin.
Faldbúningur Eydísar Gauju Eiríksdóttur er lagður
borðum og með knipluðu belti.