Hugur og hönd - 2018, Síða 10

Hugur og hönd - 2018, Síða 10
18 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 19 Sumarið 1994 sá ég peysuna fyrst. Hún hékk uppi á vegg í safninu á Reykjum í Hrútafirði. Það er mér minnisstætt að móðir mín sem var í fylgd með mér, benti safnverði á að þau skyldu nú passa vel upp á þessa peysu því að gamlar prjón- aðar peysufatapeysur væru mjög fágætar. Nokkrum árum síðar var ég komin í skólanefnd Heimilisiðnað- arskólans, hafði farið á námskeið í búningasaumi og komin í hringiðu áhugasamra kvenna sem höfðu logandi áhuga á búningunum og endurgerð eldri búninga. Þá kom mér í hug þessi prjónaða peysa á Reykjum. Ég velti fyrir mér að það væri g a m a n að fá að skoða hana betur, sjá hvort einhverja reglu mætti finna út við prjónið, jafnvel telja hana út og endurprjóna eftir henni. Á námskeiðum Heimilisiðnað- arskólans í þjóðbúningasaumi er kennt að sauma 19. aldar- og 20. aldar búninga, peysuföt og upphlut. En þegar saumuð voru peysuföt var peysan alltaf sniðin úr ullarefni með flauelsköntum framan á boðungum og ermum. Þannig var farið að sauma peysuna á ofanverðri 19. öld. En fram að þeim tíma höfðu peysurnar verið prjónaðar úr fínu bandi. Peysan á Reykjum er augljóslega 19. aldar peysa og vel varðveitt eintak. Það kom að því að ég hafði samband við safnið á Reykjum og fékk aðgang að peysunni til að gera úttekt á henni. Peysan hafði fengið safnanúmerið V 410. Eftirfarandi texti fylgdi henni: „V410 – Kventreyja úr eigu Jór- unnar Elíasdóttur. Hlutinn gerði Jórunn Elíasdóttir á Urriðaá. Hún var fædd 7. júní 1854. Árið 1860 er hún skráð með niðursetu á Bálkastöðum í Melstaðarsókn. Síðustu ár sín var hún á Saurum í sömu sókn. Hún lést að Saurum 3. október 1938. Ekki er vitað hvenær hún gerði peysuna. H ö f u n d u r : Herborg Sigtryggsdótt ir - L j ó s m y n d i r : Guðmundur Ingólfsson Prjónuð peysufatapeysa Jórunnar G a m l a p e y s a n , l j ó s m y n d : S ó l ve i g H . B e n j a m í n s d ó t t i r. Peysan kemur úr búi Guðrúnar Þórdísar Magnúsdóttur. Jórunn var móðuramma Þórdísar.“ Skoðun á peysunni og greining Lýsing: Reykjapeysan er áþekk þeim peysufatapeysum sem gerðar voru á 19. öld og sjá má á gömlum ljósmyndum, prjónaðar eða sniðnar og saumaðar. Peysan er afskaplega lítil miðað við stærð nútímakvenna, mittis- málið er aðeins um 56 cm, brjóst- mál um 64 cm og ermasídd er 42 cm upp að handvegi. Hún er öll aðsniðin og ermar formaðar eftir handleggnum með ámælingu við olnboga þannig að ermar fá sveigt form. Neðst á peysubol að framan eru brugðningar og á baki eru prjónaðar fellingar sem liggja þétt saman, svipað og plíseraðar. Faman á bol er gengið frá boð- ungum með 4-4,5 cm breiðum flauelsköntum. Á röngunni er kanturinn fóðraður með þynnra efni, en fóðrið hefur greinilega verið margbætt. Gengið er frá hálsmálinu með um 1 cm breiðri bryddingu úr svörtu satínofnu efni, sem nær yfir efri endann á flauelsköntunum. Á hægri boðung innanverðan eru festar krækjur með jöfnu millibili, nema yfir brjóst þar sem um 12 cm bil er krækjulaust og á vinstri boðungi innanverðum eru lykkjur á móti krækjunum. Neðst á ermum eru um 8-8,5 cm breiðir flauelskantar, sem enda með rúnningi við klauf sem gengur upp í prjónið á innri hluta erma. Flauelskantarnir eru fóðraðir með svörtu efni. Klaufar eru bryddaðar með svörtu efni. Efni: Peysan er prjónuð úr mjög fínu, tvinnuðu svörtu bandi, þéttprjónuð og að mestu með sléttprjóni. Áferðin er mjúk og hnökralaus. Bandið gæti verið innflutt en það hefur líka getað verið úr íslenskri ull; ofanaftekið og handspunnið. Ástand: Peysan er mjög þæfð og áberandi mikið efst á baki, á öxlum og niður á upphandleggi, sem bendir til þess að hún hafi þófnað við útiveru í rigningu. Eflaust hefur peysan öll verið þæfð eftir að hún var prjónuð, eins og vani var, til að gera prjónafatnað þétt- ari og um leið endingarbetri. En augljóst er að peysan hefur síðan þófnað enn meira við notkun. Prjónið er nánast alveg heilt og óslitið. En framan á peysu hafa verið klipptar upp tvær klaufar, ein á hvoru framstykki, sem ná upp fyrir mittislínu. Prjónið hefur verið það þófið þegar klippt var, að það hefur ekki raknað upp og enginn frágangur er meðfram. En greinilega hafa þessar uppklipptu klaufar verið gerðar eftir á, til að hægt væri að nýta flíkina lengur þótt mittismál eigandans væri ekki það sama og áður. Formun Bolur: Peysan er prjónuð neðan frá og upp, bæði bolur og ermar hafa verið prjónaðar að mestu í hring. Neðst á bolnum að aftan er s.k. stakkur eða stokkur en það eru mjög þéttar fellingar sem prjónaðar eru með sléttum lykkjum en með brugðnum lykkju- röðum þar sem felling er brotin fram. Á röngu sjást þræðingar á V i ð o l n b o ga e r p r j ó n a ð m e ð s t y t t u m u m f e r ð u m s e m ge f u r s ve i g j u .

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.