Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 24
46 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 47
Ég var að ljúka námi í Listaháskólanum og fór allra
minna ferða hjólandi um borgina þegar ég fór fyrst að
gefa gaum járni á götum borgarinnar. Mikil umræða
var um umhverfismál, neyslusamfélag og sóun á
þessum tíma. Ég fór að taka eftir hlutum sem lágu
eins og hráviði um allar götur. Smám saman fór ég að
koma auga á allt þetta ryðgaða járn, oftast bílaparta,
sem höfðu fallið undan bílum borgarinnar. Púströr í
mismunandi stærðum, pönnulok og annað.
Svo kom að því einn daginn þegar ég hafði marga
daga í röð hjólað framhjá áhugaverðum
fallegum járnbút
við Rauðarár-
stíginn að ég
stoppaði,
fór af
hjólinu, tók upp þetta ryðgaða „drasl“ af götunni,
skellti á bögglaberann og hjólaði heim. Ég setti það á
vinnuborðið mitt og velti fyrir mér hvað ég vildi gera,
skildi það ekki þá. Heillaðist bara af þessu harðgerða
efni sem hafði eflaust legið á götunni í langan tíma,
veðurbarið, margyfirkeyrt og fallegt. Ytri kantar voru
svo ryðgaðir að þeir minntu mig helst á viðkvæma
blúndu sem gæti dottið í sundur ef ekki væri varlega
farið með það.
Ég fór að velta fyrir mér andstæðum í efnivið, hart í
mjúkt og mjúkt í hart. Dagar, vikur
og mánuðir liðu. Ég var farin að
tína upp á bögglaberann
þá hluti af götunni
sem kölluðu á mig
og fyrr en varði
var ég komin með
fullan kassa af
járni undir rúmið
mitt án þess að
hafa hugmynd
um hvað ég ætl-
aði að gera við
það.
Á þessum
tíma, árið 2000,
fór ég að vinna
í Kvenna-
a t h v a r f i n u
lifði og hrærð-
ist eðlilega
Saumað í ryð
H ö f u n d u r te xta o g m y n d a : Karla Dögg Karlsdótt ir
mikið í afleiðingum heimilisofbeldis og aðstæðum
barna og kvenna. Hugsaði um konur sem sauma út,
þögn þeirra, hvað þær voru að hugsa á meðan þær
kláruðu hvert veggteppið, púðann og dúkinn á fætur
öðru. Skyldi ekki útsaumurinn hafa bjargað margri
konunni frá því að missa geðheilsuna? Karlarnir voru
í bílskúrnum að gera við bílana sína, bora, beygja og
berja, skrúfa, losa og festa. Það þarf mikla þrautseigju
og þolinmæði, lagni og viljastyrk í hvort tveggja,
útsaum og bílaviðgerðir.
Ég ákvað því einn daginn þegar ég var búin að
„ganga með“ járnið í maganum í tæp fjögur ár að ég
ætlaði að sauma út í það setningar. Fékk lánaða
standborvél hjá góðum vini mínum og kom henni
fyrir á vinnuborðinu í svefnherberginu. Ég keypti
mér marga pakka af 5 mm þykkum borum og hóf að
prófa mig áfram.
Fyrsta verkið mitt var þríhyrnt þykkt járn fundið
á Vesturlandi og í það saumaði ég setninguna ,,Heima
er“ þar sem ég velti fyrir mér aðstæðum barna. Er
heima alltaf best, eins og segir í verkinu sem hangir á
veggjum á öðru hverju heimili landsins? Margir borar
fóru í eitt verk því þeir brotnuðu gjarnan. Garnið sem
ég notaði var venjulegt útsaumsgarn og reyndist
erfitt að koma því í gegnum götin í járninu án þess að
það rifnaði í sundur, þetta var þolinmæðisvinna en
skemmtileg.
Ég gerði verk eins og ,,Ein ég sit og sauma” ,,Svo
andskoti spakar” ,,Skrapp í vax ástin mín kem við
hjá Nínu” ,,Allt sem ég gat ei gefið” ,,Sakna þín ástin
mín” ,,Hringdu pabbi”. Í framhaldinu langaði mig til að
sauma út hörku í mýkt. Keypti mér jafa, notaði sama
garn og ég notaði í járnið.
Fyrsta setningin sem ég saumaði út var komin til
af pælingum mínum um hvað sumar konur voru að
hugsa þar sem þær sátu tímum saman, mánuðum
og árum saman og saumuðu út á milli þess sem þær
hugsuðu um heimilið, börnin, þrif og þvotta, hádeg-
ismatinn klukkan 12:00 og kvöldmatinn á slaginu
19:00.
Setningin var ,,Hitaðu matinn þinn sjálfur”, næstu
setningar voru ,,Grjóthaltu kjafti” og ,,Betri er smá
skítur í horni en hreint helvíti”. Að mínu mati er ekk-
ert mál að bora í vegg eða skrúfa skrúfur miðað við
að sauma út litla mynd 10x10 cm. Sjaldan hefur reynt
eins mikið á úthald mitt, þrautseigju og þolinmæði
eins og þá.