Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 15
2018 HUGUR OG HÖND 2928 HUGUR OG HÖND 2018
Undir aldamótin 1900 og á fyrri hluta 20. aldar urðu
miklar breytingar á íslensku samfélagi, gamli tíminn
var að hverfa. Innflutningur jókst á öllum sviðum,
ný innflutt efni voru notuð í föt, líka gömlu, þjóðlegu
búningana og snið þeirra breyttust.
Peysuföt
Lengi héldu margar konur í peysuföt sem spari-
klæðnað og í raun hvarf sá búningur aldrei alveg.
Peysufötin breyttust í samræmi við tíðaranda, tísku
og fáanleg efni. Pils og peysa eru svört, saumuð úr
klæði, silkidamaski eða efni sem líkist því. Peysan
er sem fyrr aðskorin og hún er með stakk (stokk) að
aftan sem er þéttfelldur renningur úr sama efni og
leggst yfir pilsstrenginn. Flauel er á boðöngum og
fremst á ermum. Undir peysuna að framan er lagt
hvítt peysubrjóst skreytt blúndu eða útsaumi sem
sér í á opnum barminum. Slifsi er langur renningur
sem er þræddur við hálsmál peysunnar og brugðið
í slaufu á barmi. Húfan er grunn, saumuð úr flaueli
eða prjónuð úr örfínu bandi og með löngum silkiskúf.
Svunta getur verið einlit, köflótt eða langröndótt.
Upphlutur og peysuföt 20. aldar
Uppruna 20. aldar upphlutar má rekja til konungs-
komunnar 1907. Þá var útbúinn sérstakur búningur
á stúlkur sem þjónuðu í konungsveislum. Tekið var
mið af upphlutnum sem verið hafði hluti af klæðnaði
íslenskra kvenna um aldir. Þar sem um var að ræða
búning þjónustustúlkna var hann svartur og skyrtur
og svuntur hvítar. Búningurinn vakti athygli og varð
til þess að fjöldi kvenna fór að koma sér upp sambæri-
legum búningum.
Pils eru svört, saumuð úr klæði, silkisatíni eða
efni sem líkist því og upphluturinn úr svipuðu efni
og alltaf svartur. Bolurinn er flegnari en fyrr og
myllupör aðeins fjögur. Flauelsborðar á barmi eru
breiðir og skreyttir vírbaldýringum eða silfurrósum.
Á baki eru mjóar leggingar á axlarsaumum og tvær á
baki. Skyrtur geta verið fjölbreyttar að efni og gerð.
Húfan er grunn og með löngum silkiskúf úr flaueli
eða prjónuð.
Peysuföt Margrétar Valdimarsdóttur og upphlutur
Sigríðar Elísabetar Sigmundsdóttur eru dæmigerðir
búningar 20. aldar.
Upphlutur