Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 11
20 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 21
þremur stöðum til að halda fell-
ingunum þéttum saman. Þrætt er
í brugðnu lykkjurnar (sléttar frá
röngu) sem eru innst í brotunum.
Fellingarnar ná upp að mittislínu.
Efst á fellingunum er byrjað að
fækka lykkjum og síðan er þeim
fækkað við mittislínu þannig að
peysan falli aðsniðin að mittinu. Í
mittislínunni á röngu er saumuð
niður styrking (líning) úr svörtu
satínofnu efni, um 1 cm breið,
sem heldur við efsta hluta felling-
anna. Neðst framan á bolnum eru
prjónaðar brugðningar, nærri jafn
háar og stakkurinn; ein eða fleiri
lykkjur sléttar og ein brugðin til
skiptis. Síðan tekur við sléttprjón
að framan og einnig á baki ofan
við stakkinn. Byrjað er að auka í
lykkjum rétt ofan við mitti, til að
víkka bolinn, en síðan eru útaukn-
ingar gerðar óreglulega upp
bolinn. Þetta er greinilega ekki
gert eftir fyrirmælum, en líklegra
að peysan hafi verið mátuð öðru
hverju við tilvonandi eiganda til
að sjá hvenær og hvað mætti auka
mikið út. Útaukningar framan á
bol virðast helst vera á móts við
brjóst, en undir flauelskanti, og
sjást því ekki. Bolurinn er síðan
prjónaður í hring upp að hand-
vegum. Handvegur skiptir bol
þannig að bak er breiðara en fram-
bolur, eins og ermarnar snúi fram
en ekki til hliðar. Í handveginum
eru nokkrar lykkjur felldar af og
nokkrar lykkjur geymdar til að
lykkja á móti ermalykkjum, svipað
og gert er á nútímapeysum.
Ermar: Ermar eru prjónaðar
alveg þröngar neðst og gert er ráð
fyrir klauf sem er staðsett á innri
hluta ermar eða lófamegin. Ermar
eru víkkaðar smám saman með
óreglulegum útaukningum. Við
olnboga er prjónað með s.k. ámæl-
ingu (styttum umferðum) trapisu-
laga form sem gefur erminni
sveigju við olnbogann.
Þegar ermalengd er náð upp að
handvegi eru lykkjur teknar til
hliðar og geymdar til að lykkja á
móti handvegi á bol. En jafnframt
eru líka felldar af nokkrar lykkjur.
Frá handvegi að hálsmáli: Þá
kemur nokkurra cm kafli þar sem
bakið er prjónað fram og til baka
beint upp. Frambolur og ermar eru
sameinaðar á prjónum og einnig
prjónaðar fram og til baka; úrtökur
gerðar þar sem ermar mæta fram-
bol, en formaður fleygur eða kúpa
á ermi sem snýr að baki. Jaðrar
sem myndast eru síðan saumaðir
saman í handveginum. Aftur er
farið að prjóna í hring og þá einnig
bakið. Prjónaðar eru úrtökur þar
sem samskeyti eru á ermum og
baki, svipað og laskaúrtökur, en
með bogalaga úrtökulínum. Háls-
málið er rúnnað en ekki flegið.
Affellingar við formun hálsmáls
eru huldar með bryddingunni og
sjást því ekki. Nokkrar úrtökur
eru neðan við hálsmál á baki.
Þéttleiki prjóns: Bandið sem
notað er í peysuna er tvinnað og
svart. Prjónfesta er um 41-42
lykkjur og 63-64 umferðir á 10
Ne ð s t á m y n d s é s t h ve r n i g s t a k k u r i n n e r p r j ó n a ð u r.
H a n n e r s í ð a n þ r æ d d u r á þ re m u r s t ö ð u m t i l a ð h a l d a f e l l i n g u n u m þ é t t s a m a n .
x 10 cm. Á bol hafa verið fitjaðar
upp tæplega 600 lykkjur eða sem
svaraði um 140-145 cm miðað
við prjónfestu. Samkvæmt prjón-
festuprufum sem ég gerði með
mismunandi fínum prjónum og
bandi hefur peysan líklega verið
prjónuð á prjóna nr. 1,25-1,5 mm.
Áhöld: Prjónar sem varðveist hafa
frá fyrri tíma eða fundist hér á
landi frá um 1700 hafa verið svip-
aðir og nútíma sokkaprjónar, þ.e.
um 20 cm á lengd og með oddum
á báðum endum, oftast gerðir úr
málmi. Þeim hefur mátt skipta
upp í tvo flokka eftir gildleika;
fínni prjónarnir voru í stærðinni
0,75-2 mm og voru þeir kallaðir
smábandsprjónar, þeir grófari
voru að stærð 2,5-3 mm í þvermál
og kallaðir duggarabandsprjónar.
Það er nokkuð ljóst að notaðir hafa
verið smábandsprjónar við gerð
peysunnar hennar Jórunnar.
Það er einnig umhugsunarvert
hvernig hefur gengið að prjóna
þessa gerð peysu, þegar byrjað er
á að fitja upp sem nemur um 145
cm. Til þess hefur þurft a.m.k.
7-8 prjóna í hringinn á meðan
fellingarnar í stakkinn voru prjón-
aðar. Það hefur einnig þurft að
prjóna nokkuð fast til að prjóna-
rnir rynnu ekki út úr lykkjunum.
Sigurður Guðmundsson mál-
ari (1833-1874) skrifaði um
íslenska búninga í ritgerð sinni
„Um kvennbúninga á Íslandi“ sem
birt var fyrst árið 1857. Þar og í
fleiri heimildum skrifar hann um
peysufötin sem hann kallar Húfu-
-búníng því þá voru notaðar prjón-
aðar skotthúfur með peysunum.
Hann taldi uppruna búningsins
ekki eldri en frá 17. eða 18. öld. Í
skrifunum setur hann fram skoð-
anir sínar á húfubúningnum sem
hann mæltist til um að farið væri
að nota sem hversdagsbúning eða
alþýðubúning. Hann taldi að bún-
ingurinn ætti að vera svartur, sá
litur færi best við hörund íslenskra
kvenna. Sigurður skrifar einnig
um stærð húfunnar; hún megi
ekki vera of lítil, hún þarf að tolla
á höfðinu og skúfhólkurinn megi
ekki ná niður fyrir húfubrúnina.
Einnig segir hann: „Nú eru konur
farnar að taka upp á þeim ósið,
að sníða peisurnar úr klæði, sem
aldrei getr orðið eins haganlegt,
eða farið eins vel og prjónapeisur;
meðan húfan er prjónuð, á peisan
líka að vera það, því að öðrum kosti
á það ekki saman; öðru máli er að
gegna, þó pilzið sé úr klæði.“
Hann varar einnig við því að
fara út í hófleysu við gerð hans
með því að breikka flauelskant-
ana á boðungum og ermum. Þeir
eigi að vera hér um bil jafnbreiðir.
Það er heilshugar hægt að taka
undir eftirfarandi orð Sigurðar
um húfubúninginn prjónaðan: „Nú
hefir húfubúníngrinn náð sinni
mestu fullkomnan, og má ekki
verða margbrotnari, því það á ekki
við hans eðli; hann er, og á að vera
einfaldr, og þá er hann einhver
hinn nettasti, hreinlegasti, hagan-
legasti og hlýjasti búníngr sem til
er.“
Það er ósk mín að með grein-
ingu á peysu Jórunnar verði í
framhaldinu mögulegt að gera
aðgengilegar uppskriftir sem
hægt er að vinna eftir og prjóna
peysufatapeysu í stíl 19. aldar
og fylgja þannig eftir áherslum
Sigurðar málara um einfaldan og
stílhreinan búning.
Heimildir:
Ný fjélagsrit 17. árg. Um kvennbúninga á Íslandi
– að fornu og nýju 1857, Sigurður Guðmundsson
málari.
Um íslenskan faldbúning, Guðrún Gísladóttir
1878, Sigurður málari Guðmundsson.
Skírnir vor 1992, Fágæti úr fylgsnum jarðar, Elsa
E. Guðjónsson.