Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 4
6 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 7 Á undanförnum árum hef ég kynnst einstaklingum og hópum sem vinna með íslensku ullina. Ýmist á fræðilegan hátt, atvinnu- skapandi eða til að varðveita og miðla gömlu handbragði úr íslenskri tóvinnu. Margt blómlegt starf af ólíkum toga í tengslum við íslensku ullina hefur verið unnið undan- farin misseri og má hér nefna Uppspuna; nýja spunaverksmiðju Huldu Brynjólfsdóttur, endurgerð bláa kjólsins - kjóll landnámskonu frá Ketilsstöðum frá 10. öld unn- inn af Marianne tóvinnukonu og Marled Mader; Handverkssmiðj- una á Kirkjubæjarklaustri þar sem drífandi konur í Skaftárhreppi settu upp handverksmiðstöð og hóp skapandi kvenna fyrir austan Þjórsá sem kalla sig Spunasystur. Ein Spunasystra er Maja Siska sem hefur skapað sér nafn sem skapandi, drífandi og frumleg listakona og fjárbóndi. Hún hefur stóra og bjarta vinnuaðstöðu á bænum sínum Skinnhúfu í Rang- árvallasýslu. Þar eru stundum haldin námskeið, oft af reyndum útlenskum kennurum, og þar er gott rými fyrir Maju til að vinna stór þrívíddar listaverk úr ull af eigin kindum . Í mars 2017 tók ég að mér yfir- setu sýningar Maju Sisku Óður til kindarinnar sem sett var upp í sal Grafíkfélagsins við Tryggvagötu. Umkringd stórum ullar lista- verkum löngum stundum varð ég hugfangin af einskonar fjórðu vídd sem stafaði af þeim eins og frá myndum Dalí sem vekur upp bæði spurningar og skilning. Listaverkin eru unnin með þeim aðferðum sem mannkynið hefur notað í árþúsundir til að búa sér til fatnað: Spuna, vefnaði, sútun og þæfingu. Í höndum Maju blandast skáldskapur, tilfinningar, speki og saga saman við handverkið svo að úr verða áhrifaríkar innsetningar. Listasýning Maju Sisku var tileinkuð íslensku sauðkindinni. Verkin á sýningunni voru öll unnin úr ull eða gæru, ullin ýmist þæfð eða ofin. Hún var spunnin, toguð og mótuð en þannig er látið reyna á fjölbreytileika hennar. Með notkun fornra hefða í handverk- inu nær listamaðurinn að tengjast fortíðinni, fjárbúskapnum og ekki síst þjóðarsálinni. Sýningin miðlar þakklæti fyrir afurðir hennar, feg- urð og hugrekki. Maja Siska, fædd 1969 í Þýska- landi hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2000. Hún er menntaður arkitekt og hefur unnið meðal annars með olíu á striga og báru- járn áður en hún sneri sér að ull- inni. Hún býr í sveit á Suðurlandi og ullin er þar auðfengið hráefni, en vanmetið að hennar áliti. Að vinna úr ull með fornum sem nýjum aðferðum hjálpar henni að tengjast landi og þjóð. Það er þessi tenging sem hún vonast til að miðla til áhorfenda. Meira um Maju Sisku: www.skinnhufa.is facebook: Icelandisfullofwool Óður til kindarinnar Maja Siska H ö f u n d u r : Marianne Guckelsberger - L j ó s m y n d i r : Maja Siska V i n s t ra m e g i n á m y n d e r ve rk i ð S Ú T U N : B ot n í u d ó t t i r ( 2 016 ) h a n d s ú t u ð l a m b a gæ ra ú r e i g i n r æ k t u n . Þ á va ra r f e l d u r. L i s t a k o n a n M aj a S i s k a s t e n d u r v i ð ve rk i ð H A N D S P U N I : H e l i x e s ( 2 015 - 2 017 ) ga r n o g h e s p a , h a n d s p u n n i n . V E F N A Ð U R : Va ra r f e l d u r, í s l e n s k u l l o g f j ö r u s t e i n a r o f i ð á k l j á s t e i n s ve f s t ó l ú r h a n d s p u n n u b a n d i , ve rk f æ r i m e ð 9 0 0 0 á ra s ö g u .

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.